Frjáls verslun - 01.09.1971, Side 58
SKUTTOGARAÖLD ER RUNNIN
UPP — EINNIG A ISLANDI
Nýtízkulegur spánskur skuttogari.
öll spönsk skip eru seld á föstu verði. Frá undir-
skrift samninga til afhendingar skips er því ekki
um verðbreytingu að ræða.
Spánverjar eru þriðja stærsta fiskiskipasmíða-
þjóð í heimi, næst á eftir Japan og Sovét-Rúss-
landi, samanber skýrslu Lloyd’s síðastliðinn jan-
úar 1971.
Spánverjar eiga 39 skipasmíðastöðvar, flestar ný-
tízkulega útbúnar. Stöðvarnar hafa með sér sam-
tök til að sjá um hráefnisöflun, fjármál og þess
háttar.
Einkaumboð á íslandi fyrir
SAMBAND SPÁNSKRA SKIPASMIÐJA hefur
MAíHÚS VÍ61VNDSS0H U.
SÍMAR 21557 OG 13057
BRAUÐBORG BÝÐUR
• SMURT BRAUÐ OG SÍLDARRÉTTI.
• HEITAR SÚPUR OG TARTALETTUR
BRAUÐBORG
NJÁLSGÖTU 112, REYKJAVÍK. SÍMAR 18680 OG 16513.
var þó um 20 milljónir í allt á
árinu.
Þarf hreppurinn ekki að
koma til móts við ykkur?
— Jú, það þarf meðal ann-
ars að ganga frá aðstöðu við
höfnina. Og fleira mun þurfa
að gera. En tæplega er þó
hægt að segja, að hann þurfi að
leggja út í framkvæmdir, sem
annars hefðu verið óþarfar.
Það held ég sé þvert á móti.
HDSAVÍK
Tryggvi Finnsson fram-
kvæmdastjóri Fiskiðjusamlags
Húsavikur. Hvernig eruð þið
staddir gagnvart nýjum kröfum
um hollustuhætti í fiskiðnaði?
— Ég tel okkur allvel
stadda. Frystihúsið var stækk-
að verulega fyrir fáum árum,
og endurnýjað af framsýni,
miðað við þann tíma. Síðan
höfum við verið að ganga frá
ýmsu, eftir því sem aðstæður
hafa leyft. Meðal annars er nú
lokið við að steypa allt athafna-
svæði hafnarmegin, og þessa
dagana erum við að taka í
notkun nýjar snyrtingar og að-
stöðu fyrir starfsfólkið. Það
þarf eitthvað að laga sali og við
þurfum að stækka frysti-
geymslu. Eins þarf að ganga
frá götu og svæði ofan við hús-
ið, en það er þó mest mál bæj-
arfélagsins.
Þarf bæjarfélagið að gera
fleira?
—• Já, sérstaklega þarf að
breyta holræsum nokkuð og
veita úrgangi út úr höfninni.
Við höfum aftur á móti gott
vatn. Á heildina litið, býst ég
við. að bæjarfélagið þurfi að
gera meira en við.
Hvernig hefur afkoman ver-
ið hjá ykkur?
— Hún hefur verið nokkuð
góð. Reksturinn hjá okkur er
dálítið sérstakur. Veiðar eru
enniþá eingöngu stundaðar á
smærri bátum, og eigendur
þeirra eiga stóran hlut í Fisk-
iðjusamlaginu. Hagnaði er
skipt milli eigendanna. þannig
að við greiðum ekki útsvör
beint.
VESTIVIAIMIVAEYJAR
Einar Sigurjónsson forstjóri
ísfélags Vestmannaeyja hf. Er
ísfélagið búið undir að mæta
nýjum hreinlætiskröfum?
— Það verð ég að álíta. Ég
tel að við þurfum ekki að gera
J
56
FV 9 1971.