Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1971, Side 61

Frjáls verslun - 01.09.1971, Side 61
Hraðfrystihús Sveinbjarnar Arnasonar hf„ Kothúsum í Garði. var. Þótt ég væri alinn upp í andrúmslofti útgerðar. stund- aði ég ekki sjóinn. Hugurinn beindist í aðrar áttir. Ég er því hálfgert aðskotadýr, í þessari grein“, segir Sveinbjörn og kímir við, „en samt höguðu at- vikin því svo til að ég hóf salt- fiskverkun hérna árið 1930. Af ótta við að fá ekki fisk til verk- unar, gerði ég út um sinn. allt fram í stríðsbyrjun, þá hætti ég útgerðinni." „Var það ekki frekar óheppileg- ur tími til að hætta útgerð, í byrjun uppgangsára stríðsins þegar a.llt blómstraði og óx?“ „Nei, nei, blessaður ve*rtu,“ segir Sveinbjörn og stynur þreytulega, „ég var orðinn lang- þreyttur á erfiðleikum kreppu- áranna og sá mér þarna leik á borði að losna við bátinn á góðu verði, og það sem mest var um vert ég gat borgað hverj- um sitt, og þá var þungu fargi af mér létt. Saltfiskverkuninni var sjálfhætt, því markaðarnir höfðu lokast vegna stríðsins". „Erfiðleikarnir og markaðslok- unin hafa samt ekki megnað að fæla þig að fullu og öllu frá fiskvinnslunni?“ „í rauninni var dæmið ekki svo einfalt," og Sveinbjörn verður hugsandi á svip. „sam- hliða fiskverkuninni stundaði ég kennslustörf. Launin fyrir þau nægðu tæplega til lífsviður- væris. Ég sneri mér að skreið- arframleiðslu. í Ameríku voru að opnast markaðir fyrir skreið, hjá fólki af norrænum og ítölsk- um ættum og það hafði ég hug á að færa mér í nyt. Mér er það mjög minnisstætt, hve erfiðlega gekk að fá hjallaefni, svonefndar spírur. Að lokum tók ég á það ráð að láta rista niður sperruefni í hjallana, og það tókst prýðilega. Én svo fai’- ið sé fljótt yfir sögu, var ekki við þann vanda að glíma eftir stríðið, þegar Norðurlöndin opn- uðust að nýju og hægt var að fá nóg efni, en þá jók ég skreiðar- framleiðsluna að mun, vegna góðra markaða á Ítalíu og í Nigeríu. Reyndist skreiðin mjög arðbær, — en það var saltfisk- urinn, sem ég hafði lítið átt við eftir stríðið, að vorða líka. og það freistaði mín. Þar sem all- ir fiskireitir voru grónir upp, lét ég smíða þurrkhús, sem þótti all nýstárlegt. Notuð var olíukynding til upphitunar og loftið sogað í gegnum hitaele- ment, sem var i öðrum enda klefans, með viftu sem var í gagnstæðum enda. Grindurnar sem notaðar voru til að breiða fiskinn á, vöktu mikla athygli, enda voru þær til mikilla bóta frá því sem áður þekktist. í stað þess að hengja fiskinn upp í klefana, var hann lagður á grindurnar og þeim síðan rað- að í þurkklefann. Aðalstyrk- urinn með þessari aðferð lá í því að við gátum haft mjög margar setningar undir í einu og þurftum ekki að þrábreiða fiskinn“. „Keyptirðu fiskinn, sem þu þurrkaðir á þennan máta, upp úr sjó eða salti?“ „Úr salti. Þetta var að mestu leyti togarafiskur. Þá var hægt að fá heilu skipsfarmana. Ég keypti geysilega mikið af shk- um fiski og þurrkaði fyrir S- Ameríkumarkað. Á þessu tíma- bili hætti ég kennslunni og helgaði mig eingöngu atvinnu- rekstrinum. Eitthvað í kringum 1960, ákvað ég svo að breyta til. Mér fannst saltfiskverkunin orðin þreytandi, og þung í vöfum. Vinnan ekki nógu stöð- ug og því gekk erfiðlega að fá fólk. Afsetningin var heldur ekki nógu hröð; maður varð að liggja með fiskinn upp undir ár. Það væri því rétt að reyna eitthvað nýtt.“ „Fékkstu þá hugmyndina að fara að starfrækja frystihús? Þótti ekki fulldjarft að hefja slíkan rekstur, þegar eitt frysti- hús var fyrir í byggðarlaginu?“ „Sko, sjáðu nú til. Ég byrjaði ekki á rekstri frystihúss, sem slíks. Ég keypti síldarflökunar- vélar. og varð af því að skapa mér svolitla frystiaðstöðu. Strax á fyrsta degi, komst ég að raun um, að ég var að gera rangt. Síldin gæti aldrei orðið nægilega öruggt hráefni. Ég var að fara úr öskunni í eldinn. Þótt ég vildi hverfa aftur til saltfiskverkunar, var það ekki auðvelt. Ég var búinn að rífa þurkklefann og láta smíða frystiklefa. Þar sem ég var að nokkru leyti byrjaður á fryst- ingu, ákvað ég að stíga skrefið til fulls og setja á stofn lítið hraðfrystihús. Ég vissi að þetta yrði erfitt. Tekið hafði nærri eitt ár að breyta húsunum til síldarvinnslu og enginn rekstur á meðan. Næstu misserin fóru í að setja upp nauðsynlegan út- búnað til hraðfrystihússrekst- urs, jafnhliða því sem ég 'hætti smám saman við síldarvinnsl- una. Fjárhagurinn var því ansi þröngur á tímabili, en með því að fara gætilega í sakirnar, gat ég klofið þetta. án þess að safna miklum skuldum“. Þótt genvið sé um Kothúsa- frystihúsið, þegar vinna er í fullum gangi, verður undarlega Iítið vart við vélagnauð. Þegar ég spyr Sveinbjörn hverju þetta sæti. svarar hann mér að kælikerfið sé algerlega sjálf- virkt, líkt o% í ísskápum, og sennilega ekki í gangi þessa stundina. „Mér lærðist fljótlega eftir að ég lét smíða frystiklefana að til þess að frystihús geta borið sig verður tækjabúnaður og vélar að vera örugg. Fyrsta þjappan sem ég keypti var gömul. Strax FV 9 1971 59

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.