Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1971, Side 65

Frjáls verslun - 01.09.1971, Side 65
hún er í mjög háu verði í Eng- landi.“ Meðan Sveinbjörn verður að sinna aðkallandi verkefnum geng ég fram í útidyrnar og sé hvar tvær vörubifreiðar eru að losa fisk í móttökusalinn. Þetta leiðir hugann að því að sækja verður allan fisk í önn- ur byggðarlög, vegna ónógra hafnarskilyrða í Garðinum. Það gaf mér tilefni til að spyrja Sveinbjörn, þegar hann hafði sinnt verkefnum sínum í bili, hvort það væri ekki auðveldara og kostnaðarminna að reka frystihús þar sem löndunar- aðstaða væri fyrir hendi. „Staðsetning frystihússins skiptir ekki meginmáli. Bát- arnir stunda veiðar á svo víðu svæði, og landa þar sem skemmst er til hafnar. Við sækjum sjálfir aflann á eigin vörubifreiðum, sem nú eru þrjár. Komið hefur fyrir að fara verður alla leið austur í Þor- lákshöfn, en það borgar sig auðvitað ekki, nema þegar um er að ræða dýrari fisktegund- ir.“ Og nú styður Sveinbjörn báðum höndum þéttingsfast á borðið orðum sínum til áherzlu. „Fjarlægðirnar skipta ekki meg- inmáli, heldur ástand veganna. Hvað Garðinn varðar þarf að gera vegina héðan til Kefla- víkur og Sandgerðis úr varan- legu efni. Það er mergurinn málsins. Það er fullkomin sann- girniskrafa, þegar á það er lit- ið, að Garðurinn er með hæztu stöðum á landinu, hvað út- flutningsverðmæti snertir, og hlutfallslega langhæstur miðað við íbúatölu, enda unninn mik- ill fiskur bæði í frystihúsum, söltunar- og herzlustöðvum. Með tilliti til þeirrar verðmæta- sköpunar, sem hér fer fram, eigum við rétt á betri vegum. Sama gildir um hafnarmál, en í þeim efnum þarf að móta ákveðna framtíðarstefnu og vinna eftir henni.“ „íslendingum er oft álasað fyr- ir að selja framleiðslu sína lítt unna úr landi. Telur þú grund- völl fyrir því að reyna að færa þá starfsemi, sem sölusamtökin reka í Bandaríkjunum, hingað til lands?“ „Ekki í náinni framtíð. Það er hægt að tala um að full- vinna alla hluti, en málið er ekki svo einfalt, að við getum PENINGASKAPAR „VULCAN“ og „TITAN“ peningaskápar fyrirliggjandi i mörgum stærðum. TRAUSTIR — ÖRUGGIR ÓDtRlR. Leitið nánari upplýsinga. ÓLAFUR GÍSLASON & CO HF. Ingólfsstræti 1A, Reykjavík. Sími 18370. Auglýsinga- og gjafa-vörur í miklu úrvali. Púsluspil m/vörumerki. Verð kr. 36.00—59.00 flfgSJ -0—A3 Lyklakippur Verð pr. stk. 25.00—56.00 Lágmarkspöntun 300 stk. »T" Pennar Verð kr. 10.00—130.00 Töskumerki m/félagsmerki og nafni og heimilsfangi. Verð pr. stk. kr. 550.00 Prufur með merki yðar, sendar yður að kostnaðarlausu Biðjið um: MYNDLISTA. VERÐLISTA. FYLKIR ÁGÚSTSSON Fjarðarstræti 13 — ísafirði. Sími 94-3745. FV 9 1971 63

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.