Frjáls verslun - 01.09.1971, Síða 84
FRÁ RITSTJÓRIM
Gífurleg umbótaþörf í menntamálum
Nútima velmegunarþjóðfélag er fléttað
úr mörgum þáttum, sem eru hver öðrum
mikilvægari. Baklhjarlinn er menningar-
þroski á háu stigi, uppistaðan, en ívafið er
m. a. að stofni til menntun, vísindaþekking,
tækninotkun, sífelld menningarsókn og líf-
rænt umhverfi, fyrir utam að sjálfsögðu
náttúrulegar auðlindir og fólk.
Þrátt fyrir velmegun hér á Islandi, er því
ekki að neita, að allt frá fyrslu kynnum af
velmegunarþjóðfélaginu, hefur okkur skort
áþreifanlega frumkvæði i mótaðri uppbygg-
ingu margra Iielzlu þátta þess, og lieppni
hefur ráðið verulega miklu um þróunina
almennt. Það er nærri kraftaver'k, livc
við íslendingar höfum verið stállheppnir á
þessari öld. I og með hefur svo margt farið
betur en efni stóðu til, vegna stöðu okkar i
samfélagi þjóðanna og tengsla við skyldar
þjóðir. Þó má ekki vanmeta dugnað og ó-
sérhlífni, sem Islendingar hafa sýnt i rik-
um mæli á mörgum sviðum, og ýmis afrek,
]). á. m. I sjálfu sér hefur ekki skort eigin-
leika, og að sumu leyti hafa þeir notið sín
rikulega, en engu að siður er óhjákvæmilegt
að viðurkenna, að dregizt lrefur úr hófi að
berja í marga bresti þjóðfélagsundirstöð-
unnar, undirstöðu velmegunarþjóðfélags-
ins á íslandi. Og nauðsynlegt er að átla sig
á því, að þar Ihefur aðeins orðið dráttur á
að bæta úr ágöllum, að fengizt hefur gálga-
frestur fyrir einskæra heppni fremur en
nokkuð annað.
Einhverja alvarlegustu þröskuldana i
vegi sjálfstæðrar og frjórrar þjóðfélags-
þróunar er að finna i menntakerfinu alla
þessa öld og allt fram á þennan dag. Og þá
má segja, að ekki sé von á góðu. Ekkert
skiptir jafn miklu máli og menntun í vel-
megunarþjóðfélagi, og þegar menntunin er
vanþróuð, er víða pottur brotinn. Það hefnir
sín fyrr eða síðar, að við Iiöfum ekki náð
jafnfætis sambærilegum þjóðfélögum i
þessum málum. Þó má e. t. v. milda afleið-
ingarnar með skjótum, stórvægilegum við-
brögðum.
Það er vitað og viðurkennt, að munur á
menntunaraðstöðu eftir búsetu í landinu er
gífurlegur. Sérmenntun til ýmissa starfa er
af mjög skornum skammti, og til, að hún
fyrirfinnist ekki í einstökum greinum. Er
])á átt við bæði sérmenntun fyrir starf eða
i upphafi ])css, og sérmenntun í starfi,
starfslþjálfun og endurhæfingu miðað við
breytingar og framfarir.
Segja má, að flest i islenzkum mennta-
málum standi lil bóta, en umbótum miðar
of hægt, eins og nú standa sakir. Það kostar
vitanlega mikið að gera þau átök, sem
nauðsynleg eru. En Ihver fórnar eklvi milljón
til að tryggja sér tvær og spara sér hálfa?
Umbætur í menntamálum eru örugglega og
óumdcilanlega einhver öruggasta fjárfest-
ing, sem þjóðfélagið getur lagt í. En það
skal skýrt tekið fram, að þar er ekki sér-
staklega átl við langskólanám og gráður,
þetta á við varðandi alla menntun og
mennlun allra, sem um er að ræða, til hag-
nýtra og þroskandi starfa í heilbrigðu vel-
ferðarþjóðfélagi, andlegra og líkamlegra.
200000 smákóngar eða 1 þjóðfélag?
Hroðvirkni, hirðuleysi, óþrifnaður og
margir fleiri skyldir lestir, eru afleit fyrir-
brigði, hvar sem þeirra verður vart, og ó-
þolandi, ])egar þau ganga út yfir fjöldann.
Það er ekki langt síðan að margt af þessu
tagi var að verða okkur tamt, jafnt i starfi
og frístundum, og að sú bitra slaðreynd
varð okkur ljós, við vorum orðin samdauna
óþverranum í meiri eða minni mæli.
Sem betur fer er hafin barátta fyrir
breyttu hugarfarí og framferði i þessu efni,
og ])að hefur fengið Ihljómgrunn. Stærsta
vandamálið virðist vera sú útbreidda kór-
villa, að við þurfum einungis að vernda
oklcur sjálf, liverl fyrir sig, en getum leyft
okkur flest eða allt gagnvart öðrum, og öðr-
um allt, ef það bitnar ekki á okkur i augna-
blikinu. Það er eins og okkur finnist það
saklaust, að gera axarsköft á annarra kostn-
að, eða láta það afski])talaust, ])ótt aðrir
skíti út umhverfi sitt, ef skíturinn klessist
ekki á okkar eigin virðulegu persónu.
Það er sem sé stóra spurningin i umbóta-
viðleitni á sviði umhverfis og mannlegra
samskipta, hvort við lítum á okkur, Islend-
ingar, sem 200000 smákónga eða 1 þjóðfé-
lag. Svarið kemur fram i hegðun okkar í
nútíð og framtíð.
82
FV 9 1971