Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1972, Síða 77

Frjáls verslun - 01.04.1972, Síða 77
Hvað á öryggið að kosta? Þegar sífellt fleiri öryggis- bílar líta dagsins ljós í Banda- ríkjunum og fleiri og fleiri fara aö koma fram í Evrópu, vakna efasemdir hjá þeim, sem reikna með að kaupa þessa bíla eftir nokkur ár. Höfum við efni á að afla okkur þeirrar verndar, sem þessar bifreiðar munu bjóða? Frá þjóðfélagslegu sjónar- miði vaknar önnur spurning: Hvað um þau fórnardýr um ferðarslysa, sem ekki sitja var- in bak við þetta vígi? Gangandi fólk, hjólreiðamenn og börnin, sem þarfnast sérstakrar um- hyggju, þar sem svo mörg þeirra bíða bana eða hljóta ör- kuml í umferðinni? 25 þús. kr. hækkun. Bandarísk stjórnvöld hafa verið í fararbroddi í setningu víðtækra skilyrða, sem bifreiða- framleiðendur verða að fara eftir, og framleiðendurnir eiga engra annarra kosta völ. Þeir geta og verða að uppfylla kröf- urnar, en það mun kosta mik- ið fé. Fyrrverandi forstjóri í Volkswagenverksmiðjunum seg ir, að reikna verði með, að venjulegur Volkswagen muni hækka um það bil um 25 þú,s-H und ísl. krónur, þegar búið verður að uppfylla allar kröf- urnar um öryggi, og við það á eftir að bæta auknum útgjöld- um vegna krafnanna um hreinni útblástur. Talsmenn brezka bifreiðaiðn- aðarins hafa látið það koma skýrt fram, að þeir ætli ekki að fylgja í blindni fyrirmælunum í Washington. Bílaframleiðend- ur hafa sjálfir um áraraðir gert athuganir á öryggi bifreiða og lagt til þess mikið fé, en við- brögð almennings hafa ekki alltaf verið jákvæð. Það hefur komið fram, að meirihluti bif- reiðaeigenda vill fremur greiða fyrir ýmiss konar aukabúnað, til dæmis loftræstingu í bílum, heldur en fyrir einfaldasta ör- yggisbúnað. Nauðsynlegt hef- ur verið að neyða mikinn meiri- hluta bílaeigenda til að taka í notkun jafn mikið björgunar- tæki og öryggisbeltið er, og jafn mikilvægur öryggisbúnaður og númeraskilti, sem endurvarpa ljósi, er hafa sannanlega bjargað þúsundum mannslífa í Banda- í'íkjunum, eru sem stendur að- eins leyfð í örfáum Evrópu- löndum, þótt þau séu fyrirskip- uð í öllum fylkjum Bandarikj- anna. Þannig er öryggisbíll morgundagsins. Eigi að fylgja kröfum um ör- yggisbíl, verður hann að vera milli 900 og 1100 kíló að þyngd tómur, að því er varðar evr- ópsku bílana. Hann á að geta að framan þolað árekstur á fasta hindrun á 80 km hraða á klst., hliðarhögg aftan frá við ávala hindrun á 80 km hraða og sams konar högg á hlið bif- reiðar á 25 km hraða, verður hann að þola, og enn fremur hringveltu á hlið, án þess að farþegar og ökumaður slasist alvarlega. Meðal þeirra þýzku verk- smiðja, sem hafa gert bifreið eftir þessari fyrirmynd, er Opel. Framleiðendur hafa mið- að við 4ra sæta, 4ra dyra Kad- ett, sem á að vega 900—1100 kíló eftir nauðsynlegar lagfær- ingar. „Mega ekki verða forréttindi hinna efnaðri.“ Yfirverkfræðingur Opel-verk- smiðjana, C. S. Chapman, segir eftirfarandi um bílinn: „End- anlegir útreikningar sýna, að okkur tekst ekki að halda okk- ur undir 1100 kílóum. Skýring- in er, að svo marga hluti þarf til, ef á að uppfylla kröfurnar án þess að nota dýr efni, eins og til dæmis títan. ... í ljós kom við tilraunir, að kröfurnar verða ekki uppfylltar nema með lengra, þyngra og dýrara ökutæki en Commodore-gerð- inni, og þó verði ekki gert betur en að hafa rými inni í bílnum svipað og í Kadett. í framleiðslu Opelverksmiðjanna er aðalá- , ,Öryggisbíll’' Opel-verksmiðj anna. FV 4 1972 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.