Frjáls verslun - 01.04.1972, Blaðsíða 77
Hvað á öryggið
að kosta?
Þegar sífellt fleiri öryggis-
bílar líta dagsins ljós í Banda-
ríkjunum og fleiri og fleiri fara
aö koma fram í Evrópu, vakna
efasemdir hjá þeim, sem reikna
með að kaupa þessa bíla eftir
nokkur ár. Höfum við efni á að
afla okkur þeirrar verndar,
sem þessar bifreiðar munu
bjóða?
Frá þjóðfélagslegu sjónar-
miði vaknar önnur spurning:
Hvað um þau fórnardýr um
ferðarslysa, sem ekki sitja var-
in bak við þetta vígi? Gangandi
fólk, hjólreiðamenn og börnin,
sem þarfnast sérstakrar um-
hyggju, þar sem svo mörg
þeirra bíða bana eða hljóta ör-
kuml í umferðinni?
25 þús. kr. hækkun.
Bandarísk stjórnvöld hafa
verið í fararbroddi í setningu
víðtækra skilyrða, sem bifreiða-
framleiðendur verða að fara
eftir, og framleiðendurnir eiga
engra annarra kosta völ. Þeir
geta og verða að uppfylla kröf-
urnar, en það mun kosta mik-
ið fé. Fyrrverandi forstjóri í
Volkswagenverksmiðjunum seg
ir, að reikna verði með, að
venjulegur Volkswagen muni
hækka um það bil um 25 þú,s-H
und ísl. krónur, þegar búið
verður að uppfylla allar kröf-
urnar um öryggi, og við það á
eftir að bæta auknum útgjöld-
um vegna krafnanna um
hreinni útblástur.
Talsmenn brezka bifreiðaiðn-
aðarins hafa látið það koma
skýrt fram, að þeir ætli ekki að
fylgja í blindni fyrirmælunum
í Washington. Bílaframleiðend-
ur hafa sjálfir um áraraðir gert
athuganir á öryggi bifreiða og
lagt til þess mikið fé, en við-
brögð almennings hafa ekki
alltaf verið jákvæð. Það hefur
komið fram, að meirihluti bif-
reiðaeigenda vill fremur greiða
fyrir ýmiss konar aukabúnað,
til dæmis loftræstingu í bílum,
heldur en fyrir einfaldasta ör-
yggisbúnað. Nauðsynlegt hef-
ur verið að neyða mikinn meiri-
hluta bílaeigenda til að taka í
notkun jafn mikið björgunar-
tæki og öryggisbeltið er, og jafn
mikilvægur öryggisbúnaður og
númeraskilti, sem endurvarpa
ljósi, er hafa sannanlega bjargað
þúsundum mannslífa í Banda-
í'íkjunum, eru sem stendur að-
eins leyfð í örfáum Evrópu-
löndum, þótt þau séu fyrirskip-
uð í öllum fylkjum Bandarikj-
anna.
Þannig er öryggisbíll
morgundagsins.
Eigi að fylgja kröfum um ör-
yggisbíl, verður hann að vera
milli 900 og 1100 kíló að þyngd
tómur, að því er varðar evr-
ópsku bílana. Hann á að geta
að framan þolað árekstur á
fasta hindrun á 80 km hraða á
klst., hliðarhögg aftan frá við
ávala hindrun á 80 km hraða
og sams konar högg á hlið bif-
reiðar á 25 km hraða, verður
hann að þola, og enn fremur
hringveltu á hlið, án þess að
farþegar og ökumaður slasist
alvarlega.
Meðal þeirra þýzku verk-
smiðja, sem hafa gert bifreið
eftir þessari fyrirmynd, er
Opel. Framleiðendur hafa mið-
að við 4ra sæta, 4ra dyra Kad-
ett, sem á að vega 900—1100
kíló eftir nauðsynlegar lagfær-
ingar.
„Mega ekki verða forréttindi
hinna efnaðri.“
Yfirverkfræðingur Opel-verk-
smiðjana, C. S. Chapman, segir
eftirfarandi um bílinn: „End-
anlegir útreikningar sýna, að
okkur tekst ekki að halda okk-
ur undir 1100 kílóum. Skýring-
in er, að svo marga hluti þarf
til, ef á að uppfylla kröfurnar
án þess að nota dýr efni, eins
og til dæmis títan. ... í ljós
kom við tilraunir, að kröfurnar
verða ekki uppfylltar nema
með lengra, þyngra og dýrara
ökutæki en Commodore-gerð-
inni, og þó verði ekki gert betur
en að hafa rými inni í bílnum
svipað og í Kadett. í framleiðslu
Opelverksmiðjanna er aðalá-
, ,Öryggisbíll’' Opel-verksmiðj anna.
FV 4 1972
77