Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1973, Page 13

Frjáls verslun - 01.11.1973, Page 13
Könnun á högum heildverzlunar 1973 Starfsmannafundir tíðkast dvíða þrátt fyrir tal um atvinnulýðræði Nýlega gerSi Félag ísl. stór- kaupmanna könnun á högum heildverzlunar árið 1973 og voru niðurstöður hennar kunn- gerðar fyrir nokkru. Þær eru byggðar á svörum frá 62 aðil- inn að félagsskap stórkaup- manna, en það mun vera um 30% af heildartölu þeirra. I þessari könnun kemur meðal annars fram, að hvað aldur fyrirtækjanna snertir eru 23 þeirra stofnuð á árabilinu 1900-1939, 14 á árunum 1940- 1949 og 23 á tveimur áratug- unum síðustu rúmum, þ. e. a. s. á árunum 1950 til dagsins í dag. Um stærð fyrirtækja með til- liti til starfsmannafjölda hef- ur eftirfarandi komið fram sem hundraðshluti af 62: 1973 1969 1- 5 starfsmenn 43 % 47 % 1-10 — 60% 47% 1-15 — 76% 85% Að því er virðist hafa fyrir- tækin stækkað á tímabilinu 1969-1973, enda sýna tölur um þróun í starfsmannafjölda, að um nokkra aukningu var að ræða á þessu tímabili. STARFSALDUR Þá var spurt um meðal- starfsaldur starfsfólks hjá þess- um fyrirtækjum og var al- gengast að hann væri 5-7 ár. Margir misskildu þessa spurn- ingu og héldu, að átt væri við meðalaldur starfsfólks og voru svörin frá 45-60 ára. Starfsaldursviðurkenning- ar tíðkast í 20 fyrirtækjum af 62. Hér er átt við, að starfs- fólkið sé heiðrað á 5, 10 eða 20 ára starfsaldursafmæli með málmmerkjum, minjagripum, ferðalögum eða öðrum hætti. Fyrirspurnir um aðra þætti starfsmannahalds leiddu m. a. í ljós, að trúnaðarlæknar voru aðeins hjá 5 fyrirtækjum, en með trúnaðarlækni er átt við lækni, sem leitað er til, þegar veikindatilfelli teljast óeðlileg eða starfsfólk þai’fnast bólu- setningar. Því er spáð, að slík ákvæði um árlega læknisskoð- un komi inn í samninga verzi- unarfólks innan tíðar, en í kjarasamninga margra hópa iðnaðarmanna hafa verið sett ákvæði um árlega læknisskoð- un, sem trúnaðarlæknir fyrir- tækis annast. Hjá 26 fyrirtækjum af hin- um 62 eru reglulegir fundir haldnir með yfirmönnum, þar af hjá 8 viklulega, 6 mánaðar- lega og 12 oftar en mánaðar- lega, en sjaldnar en vikulega. Reglulegir fundir með starfs- fólki eru hjá 10 fyrirtækjum, þar af hjá 5 tvisvar til fjórum sinnum á ári og hjá þremur um það bil mánaðarlega. í athugasemdum frá FÍS, sem fylgja niðurstöðum könn- unarinnar er meðal annars sagt, að spurning um fundi með starfsfólki hefði verið settfram vegna alls tals um atvinnulýð- ræði, þ. e. a. s. að veita starfs- fólki aukinn hlut i stjórn fyr- irtækis og forsendur þess, að slíkt sé hægt, er að haldnir séu fundir með því til þess að gera sér grein fyrir stöðu fyrirtæk- isins og ræða málefni þess. Skýringin á þessu lága hlut- falli er talin geta falizt í því, hve fyrirtækin eru mörg lítil og menn telji, að i fimm manna fyrirtæki þurfi ekki að halda fundi með starfsfólki, en hins vegar bendir reynslan til þess, að menn séu of önnum kafnir í hinum daglega rekstri til þess að næði gefist til að ræða mál- in, sem líta til lengri tíma, og hin flóknari vandamál. MENNTUN STARFSLIÐS Varðandi menntun forstjóra og framkvæmdastjóra reynd- ust 17 vera með Verzlunar- skólapróf, 8 íslenzka eða er- lenda viðskiptaíræðimenntun, 6 Samvinnuskólamenntun, 4 höfðu numið tæknifræði, 4 voru með stúdentspróf, 2 lyfja- fræðingar, 2 lögíræðingar, 2 verkfræðingar og 4 höfðu ýmsa menntun. Framkvæmdastjórar voru 6 með V erzlunarskólapróf, 4 viðskiptafræðingar, 3 höfðu Samvinnuskólamenntun, 2 stúdentspróf og 2 ýmsa mennt- un. Upplýsingar um menntun annars starfsfólks komu um 753 einstaklinga. Þar af voru um 11% með Verzlunarskóla- próf, 9,5% með iðnskólapróf, 5,5% gagnfræðingar, 4,5% höfðu stúdentspróf, 2,7% Sam- vinnuskólapróf, 2,3% tækni- fræðipróf, 1,2% háskólapróf og 1,2% ýmsa menntun. Um húsnæðismál þessara fyrirtækja er það að segja, að 29 voru í eigin húsnæði, 28 í leiguhúsnæði og þar af 14 í húsnæði eldra en 15 ára. Tvö voru í eigin húsnæði og leigu- húsnæði. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar voru 1500 manns starfandi í heildverzlun árið 1969, en 1700 ári seinna. Aukning í starfsmannafjölda frá 1970-1973 er 18% og á sama tíma hefur veltuaukning í krónutölu orðið 71,5%. Velta á hvern starfsmann fyrir úrtakið í heild var: 5,3 millj. árið 1971, 6,3 millj. 1972 og á þessu ári er hún áætluð 7,7 millj. FV 11 1973 13

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.