Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1973, Qupperneq 13

Frjáls verslun - 01.11.1973, Qupperneq 13
Könnun á högum heildverzlunar 1973 Starfsmannafundir tíðkast dvíða þrátt fyrir tal um atvinnulýðræði Nýlega gerSi Félag ísl. stór- kaupmanna könnun á högum heildverzlunar árið 1973 og voru niðurstöður hennar kunn- gerðar fyrir nokkru. Þær eru byggðar á svörum frá 62 aðil- inn að félagsskap stórkaup- manna, en það mun vera um 30% af heildartölu þeirra. I þessari könnun kemur meðal annars fram, að hvað aldur fyrirtækjanna snertir eru 23 þeirra stofnuð á árabilinu 1900-1939, 14 á árunum 1940- 1949 og 23 á tveimur áratug- unum síðustu rúmum, þ. e. a. s. á árunum 1950 til dagsins í dag. Um stærð fyrirtækja með til- liti til starfsmannafjölda hef- ur eftirfarandi komið fram sem hundraðshluti af 62: 1973 1969 1- 5 starfsmenn 43 % 47 % 1-10 — 60% 47% 1-15 — 76% 85% Að því er virðist hafa fyrir- tækin stækkað á tímabilinu 1969-1973, enda sýna tölur um þróun í starfsmannafjölda, að um nokkra aukningu var að ræða á þessu tímabili. STARFSALDUR Þá var spurt um meðal- starfsaldur starfsfólks hjá þess- um fyrirtækjum og var al- gengast að hann væri 5-7 ár. Margir misskildu þessa spurn- ingu og héldu, að átt væri við meðalaldur starfsfólks og voru svörin frá 45-60 ára. Starfsaldursviðurkenning- ar tíðkast í 20 fyrirtækjum af 62. Hér er átt við, að starfs- fólkið sé heiðrað á 5, 10 eða 20 ára starfsaldursafmæli með málmmerkjum, minjagripum, ferðalögum eða öðrum hætti. Fyrirspurnir um aðra þætti starfsmannahalds leiddu m. a. í ljós, að trúnaðarlæknar voru aðeins hjá 5 fyrirtækjum, en með trúnaðarlækni er átt við lækni, sem leitað er til, þegar veikindatilfelli teljast óeðlileg eða starfsfólk þai’fnast bólu- setningar. Því er spáð, að slík ákvæði um árlega læknisskoð- un komi inn í samninga verzi- unarfólks innan tíðar, en í kjarasamninga margra hópa iðnaðarmanna hafa verið sett ákvæði um árlega læknisskoð- un, sem trúnaðarlæknir fyrir- tækis annast. Hjá 26 fyrirtækjum af hin- um 62 eru reglulegir fundir haldnir með yfirmönnum, þar af hjá 8 viklulega, 6 mánaðar- lega og 12 oftar en mánaðar- lega, en sjaldnar en vikulega. Reglulegir fundir með starfs- fólki eru hjá 10 fyrirtækjum, þar af hjá 5 tvisvar til fjórum sinnum á ári og hjá þremur um það bil mánaðarlega. í athugasemdum frá FÍS, sem fylgja niðurstöðum könn- unarinnar er meðal annars sagt, að spurning um fundi með starfsfólki hefði verið settfram vegna alls tals um atvinnulýð- ræði, þ. e. a. s. að veita starfs- fólki aukinn hlut i stjórn fyr- irtækis og forsendur þess, að slíkt sé hægt, er að haldnir séu fundir með því til þess að gera sér grein fyrir stöðu fyrirtæk- isins og ræða málefni þess. Skýringin á þessu lága hlut- falli er talin geta falizt í því, hve fyrirtækin eru mörg lítil og menn telji, að i fimm manna fyrirtæki þurfi ekki að halda fundi með starfsfólki, en hins vegar bendir reynslan til þess, að menn séu of önnum kafnir í hinum daglega rekstri til þess að næði gefist til að ræða mál- in, sem líta til lengri tíma, og hin flóknari vandamál. MENNTUN STARFSLIÐS Varðandi menntun forstjóra og framkvæmdastjóra reynd- ust 17 vera með Verzlunar- skólapróf, 8 íslenzka eða er- lenda viðskiptaíræðimenntun, 6 Samvinnuskólamenntun, 4 höfðu numið tæknifræði, 4 voru með stúdentspróf, 2 lyfja- fræðingar, 2 lögíræðingar, 2 verkfræðingar og 4 höfðu ýmsa menntun. Framkvæmdastjórar voru 6 með V erzlunarskólapróf, 4 viðskiptafræðingar, 3 höfðu Samvinnuskólamenntun, 2 stúdentspróf og 2 ýmsa mennt- un. Upplýsingar um menntun annars starfsfólks komu um 753 einstaklinga. Þar af voru um 11% með Verzlunarskóla- próf, 9,5% með iðnskólapróf, 5,5% gagnfræðingar, 4,5% höfðu stúdentspróf, 2,7% Sam- vinnuskólapróf, 2,3% tækni- fræðipróf, 1,2% háskólapróf og 1,2% ýmsa menntun. Um húsnæðismál þessara fyrirtækja er það að segja, að 29 voru í eigin húsnæði, 28 í leiguhúsnæði og þar af 14 í húsnæði eldra en 15 ára. Tvö voru í eigin húsnæði og leigu- húsnæði. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar voru 1500 manns starfandi í heildverzlun árið 1969, en 1700 ári seinna. Aukning í starfsmannafjölda frá 1970-1973 er 18% og á sama tíma hefur veltuaukning í krónutölu orðið 71,5%. Velta á hvern starfsmann fyrir úrtakið í heild var: 5,3 millj. árið 1971, 6,3 millj. 1972 og á þessu ári er hún áætluð 7,7 millj. FV 11 1973 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.