Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1973, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.12.1973, Blaðsíða 39
NEFND UM TEKJUÖFLUN RÍKISINS Nefnd um tekjuöflun ríkis- ins hefur nýlega skilað áliti. Ástæða væri til að fjalla sérstaklega síðar um ýmsar merkilegar ábendingar nefnd- arinnar um kosti og galla þess skattkerfis, sem við búum við. Það stingur hins vegar nokkuð í augun, að í greindu nefndar- áliti er næstum ekkert fjallað um staðgreiðslukerfi skatta. Nefndin leggur meira upp úr því, að ríkisstjórnin fái heim- ild til að breyta álögum eft- ir á. KOSTIR OG GALLAR í því, sem hér verður sagt um kosti og galla samstundis- greiðslu skatta, er við það mið- að, að gildandi álagningarregl- ur verði einfaldaðar og hent- ugt kerfi notaS, þar sem ekki verður um of stuðzt við áætl- aðar greiðslur og undanþágur. Helztu kosti staðgreiðslukerf- is tel ég vera þessa: 1. Sjálfvirkar breytingar skatt- greiðslna í samræmi við tekjur valda meiri stöðug- leika í efnahagslífinu, að öðru jöfnu. 2. Líklegt er, að skattar inn- heimtist betur en efla. 3. Flestir mundu telja það kost að vita svo til samstundis, hve miklu þeir hafa úr að spila og að vera lausir viði óþægilega reikninga frá hinu opinbera eftir á og tóm umslög.. 4. Staðgreiðslukerfi skatta er nánast nauðsyn, ef bræða á saman tryggingarkerfi og skattkerfi að verulegu marki. 5. Kerfið hefur þann kost frá sjónarhóli einstaklings, að hann getur um leið ákveðið, hve mikið hann vill leggja á sig annars vegar, og hve miklum tíma hann vill verja til tómstunda hins vegar. Sé lagt á eftir á og ríkisvald- inu heimilt að ákveða álagn- inguna að vild og breyta henni eftir þörfum, veit greiðandinn, hvorki á hverju hann á von né getur hann aðhæft vinnuframboð sitt álagningu skatta, fyrr en eftir á. Útkoman er sú, að margir lenda í þeim víta- hring að verða að vinna upp í gjaldfallna skatta af tekj- um fyrra árs, nema þeir séu mun forsjálli. Helztu gallar eru: 1. Kerfið hefði í för með sér aukinn kostnaS. Því miður hef ég ekki áætlun um þennan kostnaðarauka. 2. Framkvæmdarörðugleikar gætu orðið í byrjun. 3. Einfalda þarf gildandi kerfi, en vafasamt er, hvort það ber að telja þetta atriði ókost. 4. Kerfið mundi sennilega valda meiri sveiflum á tekj- um ríkissjóðs en ella, sem er kostur frá stjórnarhóli hagstjórnar, en veldur jafn- framt meiri sveiflum, ef ríkið leitast við aði skila hallalausum fjárlögum, fremur en aðhæfa þau efna- hagsástandi hverju sinni. Reyndar má, eins og um síðasta atriði, deila um, hvort ástandið gæti versnað að þessu leyti frá því sem nú er. Þótt áætlunargerð hafi mik- ið farið fram á síðustu árum, fóru tekjuskattar og eignar- skattar 932 millj. kr. fram úr áætlun fjárlaga árið 1972 vegna meiri tekjuaukningar skattþegna á árinu 1971 en gert ráð fyrir. Hefði ekki verið ákjósan- legra fyrir bæði móttakanda og greiðanda að vita fyrr, hvað var á seyði? fSLENSK Finna þeir yðar fyrirtæki þar? FRJÁLST FRAMTAKHF. LAUGAVEG1178 SÍMI 82300 FV 12 1973 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.