Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1973, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.12.1973, Blaðsíða 19
Kínverski ambassador- inn á íslandi tjáir sig óspart um nauðsyn þess, að íslendingar verði áfram aðilar að NATO og hafi hér áfram bandarískt varnarlið. Þetta er stefna Pekingstjórnarinnar, sem einnig hefur komið fram á öðrum vettvangi, en hún vill umfram allt, að á íslandi verði starfrækt áfram varnarstöð á veg- um Atlantshafsbandalags- ins, svo að tryggt sé, að Sovétflotinn geti ekki vaðið uppi óséður á norð- anverðu Atlantshafinu. Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra brá í brún, þegar hann komst að því fyrir skömmu, að ráðuneytið hafði greitt húsaleigukostnað lun nokkurra ára bil fyrir ráðgjafafyrirtæki, sem prívatmaður rekur úti í bæ. Forsaga málsins mun sú, að verkfræðingur nokkur var fenginn til að vinna visst verkefni fyr- ir ráðuneytið fyrir fá- einum árum, og til að koma verkefninu af stað greiddi ráðuneytið hús- næðisaðstöðu fyrir hann. Þessu verkefni er löngu lokið og verkfræðingur- inn hefur um skeið selt þjónustu fyrirtækis síns á hinum almenna markaði. Ráðherra mun nú hafa gripið í taumanna þó að seint sé. Skipulagningu nýs mið- bæjar í Reykjavík, 1. áfanga, er að ljúka. Framkvæmdir munu hefj- ast næsta sumar við torg miðbæjarins, en við það eiga m. a. að rísa Borgar- leikhús og Borgarbóka- sain. Ut írá torginu á svo að Koma ibuðai’- og verzl- unarhveríi og samkomu- hus. Heyrzt heiur, að meðal þeirra, sem sæKj- ast eitir aöstoðu í nyja miðbænum seu Húsgagna- homn, KRON, hainar- bió, samtoK múrara og raívirkja og noKkrar verKlræðistoiur. Utvarp- ið ætfar að byggja — og það stórt. I byrjun fór það íram á 12 þus. fer- metra lóð, sem nú er komin upp í 40 þús. fer- metra. Mjög mikillar óánægju gætir meðal kaupsýsni- manna vegna hárra farm- gjalda Eimskips á leið- inni milli Ameríku og Is- lands. Gerast óánægju- raddirnar æ háværari með auknum innflutningi frá Bandaríkjunum, sem hefur stigið um 40% á þessu ári. Innflytjendur hafa gert fyrirspurnir til flutningaaðila vestan hafs um frágtir og m. a. kom í ljós, að flutningur á ný- legum amerískum híl kostar $444,10 frá aust- urströnd Bandaríkjanna til íslands, en $250.00 til Southampton á Englandi, sem er svipuð vegalengd. Fullyrt er, að alvarleg- ar viðræður hafi farið fram milli fulltrúa stjórn- arflokkanna og Alþýðu- flokksins um aðild hans að ríkisstjórninni. Málið komst á það stig, að Björn Jónsson var sagður myndu víkja úr ráðherra- stóli fyrir Benedikt Grön- dal, sem kæmi inn í ríkis- stjórnina fyrir krata. Ýmsar aðrar kenningar hafa þó komið fram hjá stuðningsmönnum stjórn- arinnar, einkaniega Fram- sóknarmönnum. Virðast þeir sannfærðir um, að stjórnarsamstarfið endist ekki öllu lengur og sam- nefnari þessara kenninga er sá, að kommúnistar verði ekki áfram í stjórn- inni. Sumir Framsóknar- menn gæla við þá hug- mynd, að mynduð verði minnihlutastjórn Fram- sóknar með stuðningi Al- þýðuflokks og Sjálfstæð- isflokks og verði þar fimm ráðherrar, núver- andi Framsóknarráðherr- ar auk Jóns Skaftasonar og Steingríms Hermanns- sonar. Frjálslyndi flokkurinn var stofnaður með pompi og pragt undir forystu Bjarna Guðnasonar á dögunum. Fyrir mörgum hefur vafizt, hverja liðs- menn Bjarni Guðnason ætlaði að treysta á í sam- bandi við flokk þennan eftir þá miklu sundrungu, sem varð innan siðbótar- flokks Bjarna og Hanni- bals, og nú hefur leitt til persónulegs haturs þeirra. En Bjarni þarf víst engu að kvíða, því að í ljós hefur komið, að Sverrir Runólfsson og kappar hans í Valfrelsi blönduðu sér á staðnum í raðir Frjálslyndra og hafa þar veruleg ítök. Hefur Sverrir greiðan aðgang að málgagni Bjarna, Nýju landi, með árásir sínar á vegamálastjóra og í stefnuskrá hins nýja flokks var að undirlagi Valfrelsis sérstaklega tekin inn grein um þjóð- aratkvæðagreiðslu í mik- ilvægum málum. FV 12 1973
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.