Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1973, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.12.1973, Blaðsíða 28
Biskup: „Óhætt er að fullyrða, að engar samkomur og engin samkomuhús í landinu hafa fleiri gesti yfir árið en messur í kirkjum, þegar frá eru talin skemmtihús.“ ii Byggingaframkvæmdir við kirkju í Ásprestakalli. Fjármögnun slíkra framkvæmda hvílir að mestu á herðum safnaðanna sjálfra og í þeim efnum hefur Grettistaki verið lyfit á síðustu árum. Safnaðarheimili í Langholtssókn. Þar er stundað margþætt fé- Iagsstarf með íbúum Langholts- og Vogahverfis. um landið, gefa ekki tæmandi vísbendingu um almennt við- horf þjóðarinnar til kirkju og kristni né heldur er það ein- hlítt til greiningar á trúarlífi. En hér er þó um að ræða ekki svo fámennan hóp landsmanna, og þeir eru ekki síðri fulltrúar þjóðarinnar en hver annar hópur af sambærilegri stærð. — Teljið þér, að frásagnir um dræma kirkjusókn á hin- um hefðbundna messutíma gefi til kynna, að íslendingar séu í vaxandi mæli að snúa baki við kirkjunni? — Það liggja því miður ekki fyrir tölur, sem skeri úr um þróunina í þessum efnum. Og ekki er einsætt að benda á mælikvarða, sem hægt væri að leggja til grundvallar úrskurði um það, hvort kirkjusókn sé dræm eða ekki. Ef þér eigið við með þessu orðalagi, að kirkjusókn hafi hnignað er vert að hafa í huga við hvaða tíma er miðað. Ef farið væri 50-70 ár aftur í tímann þá er vafalaust að færri sækja messu nú reglulega og hlutfallslega. En samanburður er villandi vegna þess að allir mannfund- ir voru meira sóttir í þá daga en nú. Þá þurftu stjórnmála- menn ekki að beita öngla sína með skemmtiatriðum til þess að fá fólk til að koma á stjórn- málafundi. Þeir þóttu nógu skemmtilegir sjálfir einkum ef fleiri áttust við. Þá var öruggt, að hver miðlungsfyrirlesari átti vísa aðsókn. Þá var ekki útvarp, framboð á skemmtun- um og afþreyingu var tak- markað. Með öðrum orðum er það út í bláinn að bera saman kirkjusókn á þessum tíma og nú. En sé miðað við t. d. síð- ustu 20 eða 25 ár þá eru eng- in rök fyrir því að kirkjusókn hafi farið þverrandi. Þvert á móti. Ég tel óhætt að full- yrða að engar samkomur og engin samkomuhús í landinu hafa fleiri gesti yfir árið en messur í kirkjum, þegar frá eru talin skemmtihús. Engin menningarstarfsemi í landinu getur keppt við kirkjuna um almenna þátttöku. Þetta er ó- hætt að fullyrða, þó að hitt sé jafnvíst, að alltof margir vanrækja kirkjuna, sérstaklega í hinum fjölmennu söfnuðum. Reykjavík er ekki öðrum byggðarlögum fremri í þessu nema síður sé enda eru hér færri kirkjur og færri prestar að tiltölu en nokkurs staðar 20 FV 12 1973
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.