Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1973, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.12.1973, Blaðsíða 49
Um samskipti heildsala og smásala Agrip af ræðu Gunnars Gunnarssonar, formanns Kaupmannasamtaka Islands Síaukinn kostna'öur hefur gert verzlunarrekstur stöðugt erfiðari. Milli 30 og 40 verzlunareigendur vilja nú selja fyrirtæki sín. Formaður Kaupmannasam- taka Islands, Gunnar Snorra- son var meðal fyrirlesara á ráðstefnu Félags íslenzkra stór- kaupmanna, sem nýlega var haldin. Erindi Gunnars fjallaði uin samskipti heildsala og smá- sala, en í upphafi þess tók hann fram, að um persónuleg- ar skoðanir sínar væri að ræða en ekki þeirra samtaka, sem hann væri formaður fyrir. Gunnar kvað nauðsynlegt, að á verði komið betra viðskipta- Iegu samstarfi þessara aðila, en hann tók fram, að félagslegt samstarf samtaka þessara starfshópa innan verzlunarinn- ar hafi oft verið með ágætum. Gunnar sagði, að hið fyrsta, sem lagfæra þyrfti væri verka- skipting félaganna, og yrði að gera hana skýrari, en þrátt fyrir tilraunir af beggja hálfu undanfarin ár og nefndaskip- anir hefur þetta atriði ekki tekizt. Enn gætti þess t. d., að einstaka heildsalar tækju viðr skiptavini beint inn af götunni og afgreiddu þá vörina á heild- söluverði með söluskatti. Við þetta yl’ði söluskattur einnig lægri, þjr sem smásöluálagn- ingiri kæmi' hvergi fram. Rík- iskassinn tapaði einnig þannig. VAXTASTRÍÐIÐ Þá nefndi Gunnar dæmi um þetta atriði, tvo matvörusölu- aðila, sem .hefðu með höndum framleiðslu ákyeðinnar mat- vöru. Annað fyrírtækið notaði það sölukerfi, sem til væri, þ. e. a. s. 150 til 180 verzlanir. Hitt seldi hverjum, sem hafa vildi, enda mætti það fyrii'tæki ekki vera að því að sinna hinu viðurkennda sölukerfi, þar sem allir innan þess væru í óða önn að afgreiða manninn, sem kæmi inn af götunni. Vörur þess aðilja væru mun þekkt- ari orðnar, þótt vörugæðin væru mun lakari. Sagði Gunn- ar, að hér væri um augljósa hugsanaskekkju að ræða. Smásöluverzlanir og nokkur heildsölufyrirtæki í Reykjavík hafa háð svokallað vaxtastríð hin síðustu misseri. Gunnar Snorrason gerði þetta vaxta- stríð að umtalsefni og taldi þau 19 heildsölufyrirtæki, sem hlut ættu að máli, hafa farið rangt að og unnt hefði verið að setja í málið nefnd, sem hefði getað fundið úrlausn, sem báðir sættu sig við. Síðan sagði Gunnar Snorrason: „Nú efast ég ekki um, að rekstur heild- verzlana er þungur, en ég get fullvissað ykkur um, góðir fundarmenn, að ekki er ástand- ið í smásöluverzluninni betra. Því til sönnunnar má benda á að 30 til 40 matvörukaup- menn í höfuðborginni vilja losa sig frá þessari atvinnu- grein og selja verzlanir sínar. Það talar sínu máli. Það sem þyngst vegur í rekstri okkar eru launin.“ HÁR launakostnaður Þá skýrði Gunnar frá því, að hann væri nýkominn frá Kaup- mannahöfn ásamt 30 matvöru- kaupmönnum, sem farið hefðu þangað til þess að kynna sér ástand hjá félögum sínum þar. Brúttóálagning þar sagði hann að hafi verið svipuð og hér á landi, en launakostnaðurinn þar væri ekki nema tæplega 7% af veltu, en hér 10 til 13%. Þessi 7% væru hjá stór- um verzlunum, í súpermörkuð- um, enda hefur litlum verzlun- um í Danmörku farið fækkandi hin síðustu ár. Á síðastliðnum 10 árum hefur þeim fækkað um 4000. Nefndi Gunnar síðan nokkur dæmi máli sínu til sönnunar. Taldi hann, að með samvinnu milli heildsala og smásala hér á landi mætti koma á mikilli hagræðingu, sem leysa myndi úr miklu af vandamálum verzlunarinnar. M. a. taldi hann að athuga mætti möguleika á hagræðingu í dreyfingu ýmiss konar mat- vöru.. Þá sagði Gunnar Snorrason: „Greiðslufyrirkomulag ætti að vera margbreytilegt og til staðar valfrelsi fyrir smásal- ann, en hingað til hefur slíkt ekki verið á boðstólum hjá mörgum heildsölum. Þó er það viðurkennt, að sumir hafa boð- ið slíkt. Það valfrelsi, sem mér dettur í hug, er í fyrsta lagi: Staðgreiðsla og þá afsláttur, sem þar yrði gefinn, væri það hár, að smásalinn hefði eitt- hvað til að vinna, en að sjálf- sögðu yrði afsláttarupphæðin að miðast við hvers konar vör- FV 12 1973 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.