Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1973, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.12.1973, Blaðsíða 31
Sem yfirmaður þjóðkirkjunnar kemur biskupinn fram við ýmis tækifæri sem fulltrúi lands og þjóðar. Síðastliðið sumar tók hann á móti Danadrottningu og manni hennar í Skálholti. firði, Þykkvabæ eins og hinum stærri í Reykjavík, að ekki séu nefndar minnstu sóknir, t. d. Stóri-Dalur, Stóra-Vatnshorn o. fl. Á þessu sviði hefur verið lyft Grettistökum. — Teljið þér eðlilegt, að Iosað verði um böndin milli ríkis og kirkju og að kirkju- starfið verði fyrst og fremst látið byggjast á frumkvæði safnaðanna? — Samband ríkis og kirkju er mjög eðlilegt og hefur tek- izt vel fyrir utan viss óþæg- indi út af fjármálum. Kirkjan er alltof háð örlæti ríkisvalds- ins, sem ekki hefur reynzt ýkja mikið. Frumkvæði safnað- anna er í engu heft af hálfu ríkisvaldsins og söfuðirnir eru algjörlega frjálsir til hvers kyns framkvæmda. Hitt skort- ir, að ríkið komi nægilega til móts við söfnuðina og örvi frumkvæði þeirra og lyfti und- ir með þeim. Staðreyndin er sú, að óhemjumiklar byrðar eru lagðar á herðar safnaðanna og á það ekki sízt við um nýju söfnuðina í Reykjavík, sem þurfa nauðsynlega að koma upp aðstöðu fyrir starfsemi sína. Þeir hafa þegar sannað, að í þeim býr mikill kraftur og þar sem aðstaðan er fyrir hendi hafa þeir veitt margvís- lega þjónustu fyrir mannlífið eins og full þörf hefur verið á. — Hve langt skal að yðar mati gengið til viðurkenningar á trúflokk'um, sem ekki aðhill- ast kenningar kristninnar? — Öllum ber að tryggja trú- frelsi, málfrelsi og skoðana- frelsi. Kirkjan vill standa vörð um þennan rétt borgaranna. Lagabókstafurinn gerir þó þann fyrirvara, að í túlkun skoðana eða atferli megi ekki ganga í berhögg við velsæmi eða almenn siðferðisviðhorf. Svo er það spurning, hvað upp kunni að koma í skjóli frelsis- ins. Frelsið mun ávallt bjóða heim vissri áhættu. En þegar til þess kemur að löggilda söfnuð, verður að gera ákveðnar lág- markskröfur. í fyrsta lagi þá, að hlutaðeigandi félagsskapur geti gert sæmilega grein fyrir því, hverju hann trúi og haldi fram og hvaða kröfur átrúnað- urinn geri til breytni. í öðru lagi þarf að gera kröfu um að löggiltur forstöðumaður safnað- ar hafi einhverja menntun, sem geri hann hæfan til að gegna slíku ábyrgðarstarfi. Og í þriðja lagi verður að vera lágmarksákvæði um tölu meðr limanna til að löggilding komi til greina. Engu þessara skil- yrða var fullnægt af hálfu Ásatrúarmanna og þess vegna var óréttmætt að viðurkenna söfnuð þeirra með löggild- ingu og lagðist ég gegn því. Þó að löggildingin hefði ekki komið til, hefði söfnuður- inn eftir sem áður haft frelsi til að breiða út skoðanir sínar. Allt er þetta afstætt. Sumt viljum við ekki leyfa í okkar samfélagi, sem annars staðar tíðkast og er viðurkennt. í sumum ríkjum er ekki litið neitt mildum augum á kenn- ingar kirkjunnar og tilbeiðslu hennar. Hér verða menn nú að, gera það upp við sig hverja afstöðu þeir ætla að taka. Þeirri tíð er senn að ljúka, að við í velsæld okkar getum leyft okkur að vera hlutlausir í trúmálum. Það er lúxus, sem við höfum getað látið eftir okk- ur eins og svo margt annað. Svo getur farið, að straumur tímans beri okkur í þær aðr stæður, að það gangi ekki. Slíkar ályktanir verða dregnar af samtímanum. Það eru stórir hlutir að gerast og við vitum, að sá sem er undir hamri og sigð fær ekki að vera hlutlaus. bankinn er bakhjarl lmA HÚNAÐ/VRBANKINN FV 12 1973 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.