Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1973, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.12.1973, Blaðsíða 33
Til Hjálparstofnunar kirkjunnar hafa borizt heinf 30,5 niillj. króna vegna hjálparstarfs í Eyjum Hjálparstofnun kirkjunn- ar hóf starfsemi sína árift 1970. Hún hefur þegar unn- ið mikið starf innanlands og utan og x bví sambandi minnast menn hjálparstarfs- ins í Vestmannaeyjum, að- stoðar við íbúana á jarð- skjálftasvæðinu í Managua og í Perú á sín'um tíma og einnig aðstoðar við fórnar- lömb hungursneyðarinnar í Biafra. Þá hefur stofnunin styrkt alþjóðleg samtök sem berj- ast við holdsveikina, hingað hefur verið boðið börnum frá N.-írlandi til hvíldar- dvalar, og einstaklingar, sem hafa átt um sárt að binda, hafa notið fyrir- greiðslu Hjálparstofnunar kirkjunnar. VESTMANNAEYJAR Tveim dögum eftir að gosið hófst í Vestmannaeyj- um á sl. vetri gaf ríkis- stjórnin út yfirlýsingu um að gjafafé skyldi beint til Hjálparstofnunar kirkjunn- ar og Rauða krossins. Var efnt til náins samstarfs þess- ara aðila í hjálparstarfi og það fjármagnað með gjafafé sem tók þegar í stað að ber- ast frá innlendum og erlend- um aðilum. Eftir að Vestmannaeying- ar fluttu vítt og breitt um landið, hafa sóknarprestar á viðkomandi stöðum fylgst mjög náið með þeim og veitt upplýsingar um þá, sem á hjálp hafa þurft að halda. Sóknarnefnd fékk til liðs við sig konu úr Vest- mannaeyjum sem ferðaðist um og fylgdist með högum eldra fólks og sjúklinga. Starfaði hún fram á sumar með miklum árangri til upplýsinga og uppörvunar. Rétt um mánaðamótin janúar og febrúar tók til starfa á vegum Hjálpar- stofnunar kirkjunnar barna- gæzla fyrir Vestmannaeyjar í safnaðarheimili Neskirkju. Starfsfólk frá Hjálparstofn- uninni ásamt sóknarprestum veittu þessari starfsemi for- ystu til að byrja með ásamt starfsstúlkum frá barna- heimilinu í Eyjum, sem síð- an tóku algjörlega við. Hjálparstofnunin sá al- gjörlega um kostnað við þennan rekstur. f Neskirkju voru allt að 120 börn á dag þannig að ljóst var að það húsnæði nægði engan veg- inn. Ekki löngu síðar var hafin barnagæzla að Sil- ungapolli. Undir þeim rekstri stóðu fjárhagslega Hjálparstofnunin og Rauði krossinn í sameiningu. Á báðum þessum stöðum var barnagæzlan rekin þar til í byrjun júní, að bæjarstjórn- in fékk til leigu fullnægj- andi húsnæði í Reykjavík. Fyrir utan stærri verk- efni hefur Hjálparstofnunin ýmist staðið fyrir eða veitt aðstoð í ýmsum tilvikum, sem dæmi skal nefnt eftir- farandi: Hjálparstofnunin veitti þeim unglingum, sem luku lokaprófi úr gagn- fræðaskólanum í Vest- mannaeyjum ríflegan fei’ða- styrk til að komast til hvíld- ar í Færeyjum. Hjálpar- stofnunin bar talsverðan kostnað til að gera að veru- leika fermingu flestra ferm- ingai'barna úr Vestmanna- eyjum á hvítasunnunni í Skálholti og samveru þeirra nokkra daga þar á undan. Hjálparstofnun kirkjunn- ar bauð 20 eldri Vestmanna- eyingum til dvalar í 12 daga að Löngumýri í Skagafirði, og styrkti foreldra til að senda börn sín til dvalar í sumarbúðum þjóðkirkjunn- ar. Hjálparstofnun kirkjunn- ar tók strax þátt í samvinnu við aðra þá aðila, sem málið var skylt. SÖFNUNARFÉ Söfnunarfé til Hjálpai'- stofnunar beint, fyrir utan það fé, sem henni hefur verið falið til ráðstöfunar ásamt öðrum aðilum nemur nú 30,5 milljón'um króna. Auk þessa hefur Hjálpar- stofnunin móttekið sem gjöf frá finnsku kirkjunni tvö einbýlishús, sem reist verða á grunnum Viðlagasjóðs í Garðahreppi og leigð Vest- mannaeyingum. Verðmæti þessara húsa nem'ur um 5 milljónum króna. Hjálpar- stofnunin mun leggja á- herzlu á að koma þessum húsum sem fyrst í verð til að beina vei’ðmætum þeirra til endurbyggingarinnar í Eyjum. Hlutfallslegur eigna- skiptasamningur verður gerður við Viðlagasjóð um húsin, sem eftir verður far- ið við sölu. Þá hefur „Folkekirkens Nödhjælp“ í Danmörku boð- ist til að gefa safnaðarheim- ili til Vestmannaeyja, sem rísa mundi í nýja vestur- bænum. Það mál er nú í ítai'legri athugun. Söfnun Göteborgsposten mun nema um 38 milljón- um króna. Þetta fé var af- hent Viðlagasjóði, en ætlun gefanda og söfnunaraðila var sú, að Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauði ki'oss íslands yi'ðu ráðstöfunarað- ilar. Þessir tveir aðilar komu því til leiðar, að Við- lagasjóður vai’ði af þessu fé kr. 32 milljónum til kaupa á húsinu Kríuhólum 4, þar sem ætlunin er, að skapa öldruðu fólki og barnmörg- um fjölskyldum skjól. Þetta er ráðstöfun á bein- hörðum peningum, sem boi'- ist hafa beint til Hjálpar- stofnunarinnar. Með al- mennum útgjöldum er átt við fjárhagsstuðning og aðra félagslega starfsemi, sem drepið er hér á undan. Kríuhólar 4 er 46 íbúða fjölbýlishús í byggingu, sem keypt er í sameiningu bæj- arstjórnar Vestmannaeyja, Viðlagasjóðs, Rauða kross íslands og Hjálparstofnun- ar kirkjunnar. Eignarhluti Hjálparstofnunar kirkjunn- ar er 10,53%. FV 12 1973 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.