Frjáls verslun - 01.12.1973, Blaðsíða 33
Til Hjálparstofnunar kirkjunnar hafa borizt
heinf 30,5 niillj. króna vegna hjálparstarfs
í Eyjum
Hjálparstofnun kirkjunn-
ar hóf starfsemi sína árift
1970. Hún hefur þegar unn-
ið mikið starf innanlands og
utan og x bví sambandi
minnast menn hjálparstarfs-
ins í Vestmannaeyjum, að-
stoðar við íbúana á jarð-
skjálftasvæðinu í Managua
og í Perú á sín'um tíma og
einnig aðstoðar við fórnar-
lömb hungursneyðarinnar í
Biafra.
Þá hefur stofnunin styrkt
alþjóðleg samtök sem berj-
ast við holdsveikina, hingað
hefur verið boðið börnum
frá N.-írlandi til hvíldar-
dvalar, og einstaklingar,
sem hafa átt um sárt að
binda, hafa notið fyrir-
greiðslu Hjálparstofnunar
kirkjunnar.
VESTMANNAEYJAR
Tveim dögum eftir að
gosið hófst í Vestmannaeyj-
um á sl. vetri gaf ríkis-
stjórnin út yfirlýsingu um
að gjafafé skyldi beint til
Hjálparstofnunar kirkjunn-
ar og Rauða krossins. Var
efnt til náins samstarfs þess-
ara aðila í hjálparstarfi og
það fjármagnað með gjafafé
sem tók þegar í stað að ber-
ast frá innlendum og erlend-
um aðilum.
Eftir að Vestmannaeying-
ar fluttu vítt og breitt um
landið, hafa sóknarprestar á
viðkomandi stöðum fylgst
mjög náið með þeim og
veitt upplýsingar um þá,
sem á hjálp hafa þurft að
halda. Sóknarnefnd fékk til
liðs við sig konu úr Vest-
mannaeyjum sem ferðaðist
um og fylgdist með högum
eldra fólks og sjúklinga.
Starfaði hún fram á sumar
með miklum árangri til
upplýsinga og uppörvunar.
Rétt um mánaðamótin
janúar og febrúar tók til
starfa á vegum Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar barna-
gæzla fyrir Vestmannaeyjar
í safnaðarheimili Neskirkju.
Starfsfólk frá Hjálparstofn-
uninni ásamt sóknarprestum
veittu þessari starfsemi for-
ystu til að byrja með ásamt
starfsstúlkum frá barna-
heimilinu í Eyjum, sem síð-
an tóku algjörlega við.
Hjálparstofnunin sá al-
gjörlega um kostnað við
þennan rekstur. f Neskirkju
voru allt að 120 börn á dag
þannig að ljóst var að það
húsnæði nægði engan veg-
inn. Ekki löngu síðar var
hafin barnagæzla að Sil-
ungapolli. Undir þeim
rekstri stóðu fjárhagslega
Hjálparstofnunin og Rauði
krossinn í sameiningu. Á
báðum þessum stöðum var
barnagæzlan rekin þar til í
byrjun júní, að bæjarstjórn-
in fékk til leigu fullnægj-
andi húsnæði í Reykjavík.
Fyrir utan stærri verk-
efni hefur Hjálparstofnunin
ýmist staðið fyrir eða veitt
aðstoð í ýmsum tilvikum,
sem dæmi skal nefnt eftir-
farandi: Hjálparstofnunin
veitti þeim unglingum, sem
luku lokaprófi úr gagn-
fræðaskólanum í Vest-
mannaeyjum ríflegan fei’ða-
styrk til að komast til hvíld-
ar í Færeyjum. Hjálpar-
stofnunin bar talsverðan
kostnað til að gera að veru-
leika fermingu flestra ferm-
ingai'barna úr Vestmanna-
eyjum á hvítasunnunni í
Skálholti og samveru þeirra
nokkra daga þar á undan.
Hjálparstofnun kirkjunn-
ar bauð 20 eldri Vestmanna-
eyingum til dvalar í 12 daga
að Löngumýri í Skagafirði,
og styrkti foreldra til að
senda börn sín til dvalar í
sumarbúðum þjóðkirkjunn-
ar. Hjálparstofnun kirkjunn-
ar tók strax þátt í samvinnu
við aðra þá aðila, sem málið
var skylt.
SÖFNUNARFÉ
Söfnunarfé til Hjálpai'-
stofnunar beint, fyrir utan
það fé, sem henni hefur
verið falið til ráðstöfunar
ásamt öðrum aðilum nemur
nú 30,5 milljón'um króna.
Auk þessa hefur Hjálpar-
stofnunin móttekið sem gjöf
frá finnsku kirkjunni tvö
einbýlishús, sem reist verða
á grunnum Viðlagasjóðs í
Garðahreppi og leigð Vest-
mannaeyingum. Verðmæti
þessara húsa nem'ur um 5
milljónum króna. Hjálpar-
stofnunin mun leggja á-
herzlu á að koma þessum
húsum sem fyrst í verð til
að beina vei’ðmætum þeirra
til endurbyggingarinnar í
Eyjum. Hlutfallslegur eigna-
skiptasamningur verður
gerður við Viðlagasjóð um
húsin, sem eftir verður far-
ið við sölu.
Þá hefur „Folkekirkens
Nödhjælp“ í Danmörku boð-
ist til að gefa safnaðarheim-
ili til Vestmannaeyja, sem
rísa mundi í nýja vestur-
bænum. Það mál er nú í
ítai'legri athugun.
Söfnun Göteborgsposten
mun nema um 38 milljón-
um króna. Þetta fé var af-
hent Viðlagasjóði, en ætlun
gefanda og söfnunaraðila
var sú, að Hjálparstofnun
kirkjunnar og Rauði ki'oss
íslands yi'ðu ráðstöfunarað-
ilar. Þessir tveir aðilar
komu því til leiðar, að Við-
lagasjóður vai’ði af þessu fé
kr. 32 milljónum til kaupa
á húsinu Kríuhólum 4, þar
sem ætlunin er, að skapa
öldruðu fólki og barnmörg-
um fjölskyldum skjól.
Þetta er ráðstöfun á bein-
hörðum peningum, sem boi'-
ist hafa beint til Hjálpar-
stofnunarinnar. Með al-
mennum útgjöldum er átt
við fjárhagsstuðning og aðra
félagslega starfsemi, sem
drepið er hér á undan.
Kríuhólar 4 er 46 íbúða
fjölbýlishús í byggingu, sem
keypt er í sameiningu bæj-
arstjórnar Vestmannaeyja,
Viðlagasjóðs, Rauða kross
íslands og Hjálparstofnun-
ar kirkjunnar. Eignarhluti
Hjálparstofnunar kirkjunn-
ar er 10,53%.
FV 12 1973
25