Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1973, Side 19

Frjáls verslun - 01.12.1973, Side 19
Kínverski ambassador- inn á íslandi tjáir sig óspart um nauðsyn þess, að íslendingar verði áfram aðilar að NATO og hafi hér áfram bandarískt varnarlið. Þetta er stefna Pekingstjórnarinnar, sem einnig hefur komið fram á öðrum vettvangi, en hún vill umfram allt, að á íslandi verði starfrækt áfram varnarstöð á veg- um Atlantshafsbandalags- ins, svo að tryggt sé, að Sovétflotinn geti ekki vaðið uppi óséður á norð- anverðu Atlantshafinu. Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra brá í brún, þegar hann komst að því fyrir skömmu, að ráðuneytið hafði greitt húsaleigukostnað lun nokkurra ára bil fyrir ráðgjafafyrirtæki, sem prívatmaður rekur úti í bæ. Forsaga málsins mun sú, að verkfræðingur nokkur var fenginn til að vinna visst verkefni fyr- ir ráðuneytið fyrir fá- einum árum, og til að koma verkefninu af stað greiddi ráðuneytið hús- næðisaðstöðu fyrir hann. Þessu verkefni er löngu lokið og verkfræðingur- inn hefur um skeið selt þjónustu fyrirtækis síns á hinum almenna markaði. Ráðherra mun nú hafa gripið í taumanna þó að seint sé. Skipulagningu nýs mið- bæjar í Reykjavík, 1. áfanga, er að ljúka. Framkvæmdir munu hefj- ast næsta sumar við torg miðbæjarins, en við það eiga m. a. að rísa Borgar- leikhús og Borgarbóka- sain. Ut írá torginu á svo að Koma ibuðai’- og verzl- unarhveríi og samkomu- hus. Heyrzt heiur, að meðal þeirra, sem sæKj- ast eitir aöstoðu í nyja miðbænum seu Húsgagna- homn, KRON, hainar- bió, samtoK múrara og raívirkja og noKkrar verKlræðistoiur. Utvarp- ið ætfar að byggja — og það stórt. I byrjun fór það íram á 12 þus. fer- metra lóð, sem nú er komin upp í 40 þús. fer- metra. Mjög mikillar óánægju gætir meðal kaupsýsni- manna vegna hárra farm- gjalda Eimskips á leið- inni milli Ameríku og Is- lands. Gerast óánægju- raddirnar æ háværari með auknum innflutningi frá Bandaríkjunum, sem hefur stigið um 40% á þessu ári. Innflytjendur hafa gert fyrirspurnir til flutningaaðila vestan hafs um frágtir og m. a. kom í ljós, að flutningur á ný- legum amerískum híl kostar $444,10 frá aust- urströnd Bandaríkjanna til íslands, en $250.00 til Southampton á Englandi, sem er svipuð vegalengd. Fullyrt er, að alvarleg- ar viðræður hafi farið fram milli fulltrúa stjórn- arflokkanna og Alþýðu- flokksins um aðild hans að ríkisstjórninni. Málið komst á það stig, að Björn Jónsson var sagður myndu víkja úr ráðherra- stóli fyrir Benedikt Grön- dal, sem kæmi inn í ríkis- stjórnina fyrir krata. Ýmsar aðrar kenningar hafa þó komið fram hjá stuðningsmönnum stjórn- arinnar, einkaniega Fram- sóknarmönnum. Virðast þeir sannfærðir um, að stjórnarsamstarfið endist ekki öllu lengur og sam- nefnari þessara kenninga er sá, að kommúnistar verði ekki áfram í stjórn- inni. Sumir Framsóknar- menn gæla við þá hug- mynd, að mynduð verði minnihlutastjórn Fram- sóknar með stuðningi Al- þýðuflokks og Sjálfstæð- isflokks og verði þar fimm ráðherrar, núver- andi Framsóknarráðherr- ar auk Jóns Skaftasonar og Steingríms Hermanns- sonar. Frjálslyndi flokkurinn var stofnaður með pompi og pragt undir forystu Bjarna Guðnasonar á dögunum. Fyrir mörgum hefur vafizt, hverja liðs- menn Bjarni Guðnason ætlaði að treysta á í sam- bandi við flokk þennan eftir þá miklu sundrungu, sem varð innan siðbótar- flokks Bjarna og Hanni- bals, og nú hefur leitt til persónulegs haturs þeirra. En Bjarni þarf víst engu að kvíða, því að í ljós hefur komið, að Sverrir Runólfsson og kappar hans í Valfrelsi blönduðu sér á staðnum í raðir Frjálslyndra og hafa þar veruleg ítök. Hefur Sverrir greiðan aðgang að málgagni Bjarna, Nýju landi, með árásir sínar á vegamálastjóra og í stefnuskrá hins nýja flokks var að undirlagi Valfrelsis sérstaklega tekin inn grein um þjóð- aratkvæðagreiðslu í mik- ilvægum málum. FV 12 1973

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.