Frjáls verslun - 01.02.1975, Síða 19
aðgerðum einstakra ríkis-
stjórna, sem aðeins myndu
auka á vanda annarra ríkja,
væru dæmdar til að mistakast
og hefðu kreppuaukandi á'hrif
á éfnahagsástandið í heimin-
um.
YFIRLÝSING OECD.
Þessi yfirlýsing, sem stjórn-
ir EFTA-landanna höfðu ein-
huga og einlæglega stutt áður
en hún var formlega afgreidd,
reyndist afar mikilvæg og á
eftir að verða það um ókomin
ár. Stuðningur EFTA-landanna
við hana var vel skiljanlegur,
því að engin fjölþjóðasamtök
eiga jafnmikið undir alþjóð-
legri verzlun komið. Yfirlýs-
ing OECD styrkir við núver-
andi aðstæður það kerfi við-
skiptasamninga, sem svo ötul-
lega og á árangursríkan hátt
hefur verið komið á síðasta
aldarfjórðunginn. Árangur
GATT-viðræðnanna, stofnun
EBE og augljósir kostir frí-
verzlunar EFTA-samtakanna -
allir þessir þættir hafa orðið
undirstaða frjálslegri við-
skiptahátta í heiminum, sem
nú eru að sanna nytsemi sína
að fullu. Síðan þessi yfirlýs-
ing var birt í maí í fyrra hef-
ur ekki lengur hrikt í þessum
máttarviðum. Þvert á móti
hafa tvö EFTA-lönd, ísland og
Portúgal, sem gripið höfðu til
takmarkana vegna mjög ó-
venjulegra aðstæðna, reynt að
sveigja stefnu sína inn á þá
braut, sem yfirlýsingin mark-
aði.
MIKILVÆG
NEFNDARSTÖRF.
EFTA-löndin hafa lýst á-
nægju sinni með þetta alit
saman. Þó að fullrar árvekni
sé enn þörf, skapast svigrúm
til að halda áfram einstökum
verkefnum í anda samvinn-
unnar á fríverzlunarsvæðinu,
einkanlega niðurfellingu margs
konar hindrana sem enn eru í
vegi fyrir verzluninni og lúta
ekki að tollum eða kvótum.
Þá geta EFTA-ríkin haldið á-
fram að samræma stefnu sína
varðandi fríverzlunarsamninga
sína við EBE. Samstarfsnefnd-
ir, sem stofnaðar hafa verið til
að fjalla um þessa samninga,
koma reglulega saman og
vinna mjög gagnlegt verk.
Sérstök áherzla er lögð á störf
undirnefnda þeirra um toll-
mál, þar sem þær vinna að
endurbótum á einstökum atrið-
um reglnanna um uppruna, er
felast í fríverzlunarsamningun-
um. Þar eð sams konar reglur
eru í gildi milli EFTA-ríkjanna
innbyrðist hefur þetta starf
tvöfalt gildi og felur í sér
nána samvinnu innan hinnar
nýju nefndar sérfræðinga
EFTA um uppruna og tolla-
mál. Ennfremur er gott sam-
starf um upprunareglurnar
milli stjórnarnefnda EFTA í
tollamálum og einstakra verzl-
unarráða og samtaka iðnrek-
enda í aðildarlöndum samtak-
anna. Á þessu sviði þarf einka-
framtakið og hin opin'bera
stjórnsýsla á ráðum hvers ann-
ars að halda. Gagnleg einföld-
EFTA-sainstarfið er enn í fullu
gildi.
un upprunareglnanna og verzl-
unarskjala hefur þegar feng-
izt hjá EBE í Brussel í kjölfar
þessarar samvinnu innan
EFTA, og fleira af því tagi er
vel á veg komið.
HINDRUNUM RUTT
ÚR VEGI.
Kaupsýslumenn í aðildar-
löndunum fylgjast nú af áhuga
með þeim þætti í starfsemi
EFTA, er lýtur að upprætingu
margs konar hindrana, tækni-
legs eðlis, sem enn orka lam-
andi á fríverzlunina. Þá er átt
við alls konar staðla, reglu-
gerðir, prófanir og eftirlit með
framleiðsluvörum og aðferð-
um. Svo óheppilega vill til, að
skipan allra þessara mála er
mjög mismunandi eftir lönd-
um og getur það oft haft nei-
kvæð áhrif á verzlunina.
Innan EFTA-samtakanna
sjálfra hafa aldrei verið gerð-
ar tilraunir til að samræma
staðla. Framleiðendur og sölu-
aðilar þurfa reglur, miklu víð-
tækari á alþjóðlegan mæli-
kvarða. Því hafa EFTA-löndin
lagt áherzlu á að þær stofnan-
ir sem um stöðlun fjalla í
hverju landi fyrir sig, vinni að
samræmingu þessara mála á
vettvangi viðkomandi alþjóða-
stofnana, eins og ISO og IEC
— og í Evrópu í gegnum CEN
og CENELEC. Engu að síður
hefur EFTA getað á tvennan
gagnlegan hátt dregið úr vand-
kvæðum í þessu efni.
„GAGNKVÆM
VIÐURKENNING.“
Til dæmis hefur það tíðk-
azt sl. 10 ár, að ríkisstjórnir
tilkynni EFTA-ráðinu fyrir
fram um nýjar reglugerðir,
sem ætlunin er að taki gildi og
gætu hugsanlega hamlað gegn
verzlun. Þannig geta aðrir að-
ilar EFTA rannsakað slíkar
reglugerðir og gert tillögur
um breytingar er horfa til
bóta. Sænski viðskiptaráðherr-
ann, K. O. Fjeldt átti frum-
kvæði að því nýlega, að þetta
fyrirkomulag yrði endurskoð-
að og gerði jafnframt tillögur
um að það yrði bætt. Einnig
fór Feldt fram á. að samkomu-
lag innan EFTA um hina svo-
nefndu „gagnkvæmu viður-
kenningu" yrði tekið til endur-
skoðunar. Samkvæmt þvi geta
yfirvöld í útflutningslandinu
sjálfu skoðað og prófað fram-
leiðsluvörur og gengið úr
skugga um að þær uppfylli
gæðakröfur, sem settar eru í
landi innflytjandans. Þannig
er hægt að spara sér tíma og
fjármuni sem fara í að senda
frumsmíði eða sýnishorn í
prófun erlendis. Þessi aðferð
hefur reynzt vel í þeim til-
fellum, þar sem henni hefur
þegar verið beitt, eins og t. d.
varðandi vissan rafbúnað, alls
kyns þrýstitæki og búnað, ör-
yggistæki skipa og eldvarnaút-
búnað, dráttarvélar fyrir land-
búnað og gasofna. Að auki
FV 2 1975
19