Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1975, Qupperneq 19

Frjáls verslun - 01.02.1975, Qupperneq 19
aðgerðum einstakra ríkis- stjórna, sem aðeins myndu auka á vanda annarra ríkja, væru dæmdar til að mistakast og hefðu kreppuaukandi á'hrif á éfnahagsástandið í heimin- um. YFIRLÝSING OECD. Þessi yfirlýsing, sem stjórn- ir EFTA-landanna höfðu ein- huga og einlæglega stutt áður en hún var formlega afgreidd, reyndist afar mikilvæg og á eftir að verða það um ókomin ár. Stuðningur EFTA-landanna við hana var vel skiljanlegur, því að engin fjölþjóðasamtök eiga jafnmikið undir alþjóð- legri verzlun komið. Yfirlýs- ing OECD styrkir við núver- andi aðstæður það kerfi við- skiptasamninga, sem svo ötul- lega og á árangursríkan hátt hefur verið komið á síðasta aldarfjórðunginn. Árangur GATT-viðræðnanna, stofnun EBE og augljósir kostir frí- verzlunar EFTA-samtakanna - allir þessir þættir hafa orðið undirstaða frjálslegri við- skiptahátta í heiminum, sem nú eru að sanna nytsemi sína að fullu. Síðan þessi yfirlýs- ing var birt í maí í fyrra hef- ur ekki lengur hrikt í þessum máttarviðum. Þvert á móti hafa tvö EFTA-lönd, ísland og Portúgal, sem gripið höfðu til takmarkana vegna mjög ó- venjulegra aðstæðna, reynt að sveigja stefnu sína inn á þá braut, sem yfirlýsingin mark- aði. MIKILVÆG NEFNDARSTÖRF. EFTA-löndin hafa lýst á- nægju sinni með þetta alit saman. Þó að fullrar árvekni sé enn þörf, skapast svigrúm til að halda áfram einstökum verkefnum í anda samvinn- unnar á fríverzlunarsvæðinu, einkanlega niðurfellingu margs konar hindrana sem enn eru í vegi fyrir verzluninni og lúta ekki að tollum eða kvótum. Þá geta EFTA-ríkin haldið á- fram að samræma stefnu sína varðandi fríverzlunarsamninga sína við EBE. Samstarfsnefnd- ir, sem stofnaðar hafa verið til að fjalla um þessa samninga, koma reglulega saman og vinna mjög gagnlegt verk. Sérstök áherzla er lögð á störf undirnefnda þeirra um toll- mál, þar sem þær vinna að endurbótum á einstökum atrið- um reglnanna um uppruna, er felast í fríverzlunarsamningun- um. Þar eð sams konar reglur eru í gildi milli EFTA-ríkjanna innbyrðist hefur þetta starf tvöfalt gildi og felur í sér nána samvinnu innan hinnar nýju nefndar sérfræðinga EFTA um uppruna og tolla- mál. Ennfremur er gott sam- starf um upprunareglurnar milli stjórnarnefnda EFTA í tollamálum og einstakra verzl- unarráða og samtaka iðnrek- enda í aðildarlöndum samtak- anna. Á þessu sviði þarf einka- framtakið og hin opin'bera stjórnsýsla á ráðum hvers ann- ars að halda. Gagnleg einföld- EFTA-sainstarfið er enn í fullu gildi. un upprunareglnanna og verzl- unarskjala hefur þegar feng- izt hjá EBE í Brussel í kjölfar þessarar samvinnu innan EFTA, og fleira af því tagi er vel á veg komið. HINDRUNUM RUTT ÚR VEGI. Kaupsýslumenn í aðildar- löndunum fylgjast nú af áhuga með þeim þætti í starfsemi EFTA, er lýtur að upprætingu margs konar hindrana, tækni- legs eðlis, sem enn orka lam- andi á fríverzlunina. Þá er átt við alls konar staðla, reglu- gerðir, prófanir og eftirlit með framleiðsluvörum og aðferð- um. Svo óheppilega vill til, að skipan allra þessara mála er mjög mismunandi eftir lönd- um og getur það oft haft nei- kvæð áhrif á verzlunina. Innan EFTA-samtakanna sjálfra hafa aldrei verið gerð- ar tilraunir til að samræma staðla. Framleiðendur og sölu- aðilar þurfa reglur, miklu víð- tækari á alþjóðlegan mæli- kvarða. Því hafa EFTA-löndin lagt áherzlu á að þær stofnan- ir sem um stöðlun fjalla í hverju landi fyrir sig, vinni að samræmingu þessara mála á vettvangi viðkomandi alþjóða- stofnana, eins og ISO og IEC — og í Evrópu í gegnum CEN og CENELEC. Engu að síður hefur EFTA getað á tvennan gagnlegan hátt dregið úr vand- kvæðum í þessu efni. „GAGNKVÆM VIÐURKENNING.“ Til dæmis hefur það tíðk- azt sl. 10 ár, að ríkisstjórnir tilkynni EFTA-ráðinu fyrir fram um nýjar reglugerðir, sem ætlunin er að taki gildi og gætu hugsanlega hamlað gegn verzlun. Þannig geta aðrir að- ilar EFTA rannsakað slíkar reglugerðir og gert tillögur um breytingar er horfa til bóta. Sænski viðskiptaráðherr- ann, K. O. Fjeldt átti frum- kvæði að því nýlega, að þetta fyrirkomulag yrði endurskoð- að og gerði jafnframt tillögur um að það yrði bætt. Einnig fór Feldt fram á. að samkomu- lag innan EFTA um hina svo- nefndu „gagnkvæmu viður- kenningu" yrði tekið til endur- skoðunar. Samkvæmt þvi geta yfirvöld í útflutningslandinu sjálfu skoðað og prófað fram- leiðsluvörur og gengið úr skugga um að þær uppfylli gæðakröfur, sem settar eru í landi innflytjandans. Þannig er hægt að spara sér tíma og fjármuni sem fara í að senda frumsmíði eða sýnishorn í prófun erlendis. Þessi aðferð hefur reynzt vel í þeim til- fellum, þar sem henni hefur þegar verið beitt, eins og t. d. varðandi vissan rafbúnað, alls kyns þrýstitæki og búnað, ör- yggistæki skipa og eldvarnaút- búnað, dráttarvélar fyrir land- búnað og gasofna. Að auki FV 2 1975 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.