Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1975, Page 27

Frjáls verslun - 01.02.1975, Page 27
Brezk athugun Vaktavinna skapar oft félagsleg vandamál Ekki sannað að meitn bíði heilsufarslegt tjón af henni Með hækkandi framleiðslukostnaði í flestum iðnaðarlöndum heims og auknu aðhaldi í orkunotkun má búast við, að aukin áherzla verði lögð á vaktavinn,u í verksmiðjum iðnfyrirtækja. Framleiðslu- kostnaður á hverja einingu lækkar ef stórar og dýrar verksmiðjur með fullkomnum vélum eru látn- ar starfa látlaust. I mörgum tilvikum sparast líka með þessu eldsneyti, þar eð orkan, sem með því er framleidd, dreifist í notkun á lengri tíma. En vaktavinnufyrirkomulag- ið skapar alls kyns vandamál fyrir starfsmennina, þeir hljóta margháttuð félagsleg óþægindi af. Sumir sérfræðingar segja, að börn vaktavinnumanna líði fyr- ir það, að þau geta ekki haft reglulegt samband við foreldra sína. Starfsmennirnir þjást sjálfir af svefnleysi á daginn, þeir missa af eðlilegum félags- skap og hjónabandsvandræði segja gjarnan til sín hjá þeim. HEILSUFARSLEG ÁHRIF EKKI LJÓS Enn er ekki ljóst, hversu alvarleg áhrif vaktavinnan hefur á heilsu starfsmannanna. í Bretlandi er nýlokið fyrstu meiriháttar athuguninni í þessu efni, sem fram fór í bílaiðnað- inum. Þótti hún hin áhugaverð- asta, ekki aðeins vegna tíma- setningar, heldur og af því að bílaiðnaðurinn er sú atvinnu- grein í Bretlandi, sem einna mest byggir á vaktavinnukerf- inu. Aðeins stáliðnaðurinn og gleriðja ásamt nokkrum öðrum greinum, sem verða að halda stöðugri framleiðslu, hafa hlut- fallslega fleira fólk í vakta- vinnu. Athugunin var unnin af starfsmönnum eins virtasta stjórnunarskóla Bretlands. Fram fóru viðræður við for- stjóra 26 verksmiðja í Bretlandi og 12 í Frakklandi, Belgíu og Þýzkalandi. Tölulegar upplýs- ingar voru ítarlega rannsakaðar og leitað eftir áliti verkalýðs- leiðtoga og starfsmanna í verk- smiðjunum. „GÆÐIN HIN SÖMU“ í skýrslunni kemur fram, að Bretland er eina meiriháttar bílaframleiðslulandið, þar sem samsetning bíla fer að veru- legu leyti fram á næturvöktum. Þó að sumir gagnrýnendur þess fyrirkomulags segi, að vand- virkni verði ekki jafnmikil og í dagvinnu, hafa höfundar skýrsl- unnar ekki getað fundið nein rök fyrir þeim staðhæfingum. Fáar vísbendingar eru um að svo sé og engar sannanir liggja fyrir. f Bretlandi eru meira en þrír fimmtu allra handverksmanna í bílaiðnaðinum í vaktavinnu, þ.e. að þeir vinna t'l skiptis á dagvöktum og næturvöktum. Á meginlandi Evrópu, í Banda- ríkjunum og Japan er hins veg- ar annars konar vaktavinnu- kerfi, tvöfalt dagvinnukerfi ef svo mætti segja. Um fimmtu- ngur allra kvenna, sem starfa við bílaframleiðslu í Bretlandi vinna á vöktum, aðallega á kvöldin. FLEIRI SLYS Við athugunina var rækilega kannað, hvort vaktavinnan hefði skaðleg áhrif á heilsuna en þeirri spurningu er ósvarað. Aftur á mót' kom fram, að hjá mönnum, sem til skiptis vinna á daginn og nóttunni, kemst óregla á líkamshitann, sem á að í brezkri bílaverksmiðju. Fáar iðngreinar í Bretlandi byggja jafn- mikið á vaktavinnu og bílaiðnaðurinn. FV 2 197S 27

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.