Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1975, Page 52

Frjáls verslun - 01.02.1975, Page 52
Sýnishom af hinum mis- munandi um húðum Mel- roses Hraðvirkar vélar sjá nú um að pakka tei í tepokana vinsælu. brezku krúnunnar jafnan heiðrað fyrirtækið með sama hætti. Sölumenn Melroses fóru í reglulegar söluferðir um Skotland og Andrew var tví- mælalaust orðinn mesti te- kaupmaður í Skotlandi, þegar hann lézt 1855, um líkt leyti og innflutningur á tei frá Indlandi var að hefjast og sendingar þaðan voru færðar inn á birgðaskýrslur fyrir tækis hans ásamt með tei frá Kína. Næstu áratugirnir í sögu Melroses voru fremur viðburðarlitlir. Verzlunin var í föstum skorðum. Árið 1890 varð þó breyting á, sem líkja mátti að vissu leyti við af- nám einokunarverzlunar Aust- ur-Indlandsfélagsins nærri 60 árum áður. SELT UNDIR EIGIN MERKI. Fram til 1890 hafði teheild- salinn selt teið ópakkað til kaupmannsins, sem seldi við- skiptavinunum eftir vigt. Margir kaupmahna blönduðu teið líka sjálfir eftir eigin formúlum. Nú var hins vegar sá háttur upp tekinn, að heild- salinn sá um blönduna og seldi kaupmanninum teið í litlum pakkningum með sínu eigin vörumerki á. Ákveðdð var, að fyrirtækið seldi vöru sína undir merkinu ,,Melrose‘s Tea“ og undir því hefur hún farið sigurför víða um lönd. Umboðsaðili 'hér iá landi er O. Johnson og Kaaber og er Melroses mest selda tetegund á Islandi. Segja má að róman- tíkin í tesölumálum hafi far- ið fyrir bí þegar byrjað var að selja tepokana en því er ekki aði leyna að í þeim fær neyt- andinn betri og öruggari vöru en ella væri. Árið 1921 flutti Melroses-fyr- irtækið í stór vöruhús í Leith, rétt frá bryggjunum, þar sem teskipin lögðust að. Þar var fyrir komið fullkomnum vél- um á þeirra tíma mælikvarða, til að blanda te og pakka og dreifingarkerfi fyrirtækisins víkkaði mikið á tuttugu ára bili milli styrjaldanna. Verk- smiðjurnar voru stækkaðar í seinni heimsstyrjöldinni og þegar forstjórar Melroses höfðu lokið herþjónustu var aukið verulega við húsnæði með þvi að reisa nýbygging- ar á lóðum, þar sem gamlar og hrörlegar skemmur höfðu áður staðið. Nýjar og hrað- virkar vélar voru teknar í notkun og kröfur um hrein- læti og heilbrigði starfs- manna voru gerðar strangari. Gestir eru alltaf velkomnir í húsakynni Melroses og árlega komu þangað hundruð manna til að skoða sig um og fá um leið að kynnast blöndun tes, pökkun og drykkju. Flestir hafa orð á því, að hreinlæti sé með afbrigðum gott og að vinnuaðstæður allar virðist vera til fyrirmyndar. SJÁVARFRÉTTIR BLAÐ SJÁVAROTVEGSINS Áskriftar- og auglýsingasímar: 82300 - 82302 52 FV 2 1975

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.