Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1975, Side 53

Frjáls verslun - 01.02.1975, Side 53
III [VI á íslandi Tölvan látin gefa ráð um tilhögun fiskveiða? IBIII kannar markað fyrir þjónustu sína í þágu vísinda og atvinnuveganna Það var upp úr 1962, sem IBM á íslandi hóf að kynna tölvutækni fyrir stjórnendur fyrirtækja og stofnana á íslandi. í fjölda mörgum þáttum viðskipta og daglegrar stjórnsýslu heyrir það nú til venjubundinna athafna að láta flóknar skýrsluvélar eða tölvur vinna á augabragði verk, sem áður voru mjög seinunnin og illmöguleg. Við þessa miklu breytingu, sem kallast mætti bylting, hefur IBM á fslandi gegnt forustu hlutverki. Nokkrir starfsmenn IBM á fundi með Óttó A Michelsen forstjóra, lengst t.h. Við spurðum Ottó A. Michel- sen, forstjóra IBM á íslandi, hver væri helzti vandinn við rekstur af þessu tagi. — Grundvöllurinn fyrir rekstri fyrirtækisins er fyrst og fremst fólginn í gæðum þeirrar þjónustu, sem það veit- ir. Til þess að fullnægja þeirri þörf þurfum við að hafa starfs- fólk með góða sérfræðiþekk- ingu á flestum sviðum tölvu- þjónustu: svo sem viðhaldi á vélum og stjórnkerfum, kennslu viðskiptavina, skipu- lagningu verkefna fyrir tölvu- úrvinnslu o. fl. Menntun starfsfólks er því stór liður í starfi þess og fer hún að mestu leyti fram er- lendis. Kostnaður við hana er hins vegar mjög mikill. Sem litið dæmi m‘á nefna, að tækni- menntun viðgerðarmanna, sem eru 7 talsins og endurþjálfun þeirra kostar milljónir króna árlega fyrir utan skóla'hald fyrir sta: fsmenn viðskiptavin- anna. Mikil áhcrzla lögð á menntun og þjálfun. Tæknimennirnir verða reglu- lega að afla sér viðbótarþekk- ingar erlendis og eru þeir aldrei allir heima nema á jói- um og páskum. Námskeiðin fyrir kerfisfræðiinga og aðra starfsmenn fyrirtækja, sem viðskipti hafa við IBM, eru misjafnlega löng allt frá þremur dögum upp í fjórar vikur. — Hverjar eru helztu ástæð- ur fyrir velgengni IBM á Is- landi? — Kjörorð IBM hefur á- vallt verið að veita viðskipta- vinum sínum þá fullkomnustu þjónustu, sem völ er á. Þess- vegna leggjum við mjög mikla áherzlu á að hafa ávallt á að skipa mjög vel menntuðu starfsfólki, sem gjörþekkir vandamál og þarfir viðskipta- vina okkar og getur brugðið skjótt við, ef þörf er aðstoðar á einhverju sviði. Auk þess njótum við góðs af ótal mörgum alþjóðlegum mið- stöðvum, þar sem safnað er saman upplýsingum og sér- fræðiþekkingu á ýmsum svið- um tölvunotkunar og getum við sótt þangað upplýsingar og sérfræðiaðstoð, þegar þörf er á. Síðast en ekki sízt ber þó að nefna að við bjóðum upp á mjög fjölbreytt úrval af tölv- um og öðrum tækjum til gagnavinnslu. Við getum því á- vallt boðið viðskiptavinum okkar þau tæki, sem bezt 'henta fyrir þau verkefni, sem leysa þarf hverju sinni, og reynsla viðskiptavina okkar hefur sýnt, að gæði þessara tækja standa sízt að baki þjónustu okkar. Verða ekki sakaðir um einok.un. — Fleiri tölvuframleiðendur en IBM kynna nú og selja vörur sínar og þjónustu á markaði hérlendis. Það var þess vegna, sem við spurðum Ottó, hverj- um augum hann liti þá breyt- ingu. — Sem betur fer, verðum við áþreifanlega varir við sam- keppni, sagði Ottó. Ég segi FV 2 1975 53

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.