Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1975, Page 58

Frjáls verslun - 01.02.1975, Page 58
hefja framleiðslu á slíkum köss- um, en þeir hafa til þessa verið keyptir erlendis. Margvíslegur plasthúðaður dúkur er notaður við framleið- slu á fatnaði, svo sem vinnu- vettlingum, svuntum til notkun- ar í frystihúsum, sloppum, sjó- stökkum, veiðifötum, regnfatn- aði og fleiru. Þá er slíkur dúkur notaður í tjaldbotna og margt annað, sem þarf að halda vatni. Trefjaplast er gert úr plast- efnum, þó að framleiðslan sé ólík. Úr því hafa verið fram- leiddir bátar hér á landi og margvísleg ker og ílát. Þá hafa verið framleiddar hér plötur, bæði sléttar og með bylgjum, sem notaðar eru í stað vegg eða loftplatna, þar sem birta þarf að berast í gegn. Miklir mögu- leikar eru á fjölbreytni í slíkri framleiðslu. MIKIL FJÖLBREYTNI Eins og hér hefur verið rakið í mjög fáum orðum, er plast- framleiðsla mjög fjölbreytt. Sumir hafa óttast um framtíð hennar, eftir að olíukreppan kom til skjalanna. Ekki virðist ástæða til þess, þar sem nú er nóg af hráefnum til, þó að þau kosti helmingi meira en fyrr. Þá er rétt að hafa í huga að enn er langt þangað til olía í heiminum gengur til þurrðar og einnig er hægt að vinna plast- hráefni úr ýmsu öðruin grunn- efnum en olíu. Orðið ,,plast“ er komið í íslensku úr ensku, en þangað er það komið úr grísku, dregið af orðinu „plastikos" sem þýðir vöxtur, þróun eða mótun. Plast- efni eru unnin úr margskonar efnum, en mörg þeirra koma úr aukaefnum úr olíu. Framleiðsla úr plasti fer fram með margvís- legum hætti. Ein aðferðin er að pressa plötur eða þynnur í til- tekin form, önnur er að blása efnin upp með gufuþrýstingi og kæla þau aftur niður í tiltekn- um formum. Þriðja aðferðin er að draga þynnur út úr hita- geymum, svo sem poka þynnur og þræði og loks er innspýting í mót, undir þrýstingi. Allar þessar aðferðir eru til hér á landi. FJO'LHÆFASTA EINANGRUNAREFNIÐ ER: PÓLÝÚRETHAN JAFNT FYRIR: Frystihús og kæliklefa. tAt Heitavatnslagnir. Byggingarpanela. Ar Einangrunarplötur. ★ Lambdagildi 0,018 — 0,025 — hið lægasta fdanlega — tAt Þolir 100° c að staðaldri og allt að 230 0 c í skamman tima. VERZLUM EINNIG MEÐ ÚRVALS VÖRUR í: Plaströrum, Plastfittings — Plastlími — Jdrnrörum — Jdrnfittings o. fl. SIMI 52042 P. BOX 239 HAFNARFIRÐI 58 FV 2 1975

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.