Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1975, Page 77

Frjáls verslun - 01.02.1975, Page 77
flugvélina. Með sólarhrings fyrirvara hafa kaupendur er- lendis fengið telex-skeyti um magn, tegundir og komutíma. Vintnslan fer þannig fram, að fiskurinn er tekinn beint upp úr ís, flakaður og settur á spegilborð. Er vinnubrögðum hagað þannig að fiskurinn fari sem hraðast i gegn um þetta til þess að hann fari ekki að hitna. Síðan er flökunum pakk- að í litla plastpoka, til þess að safi renni ekki úr honum og ekkert utan að komandi kom- ist að honum. Pokunum er síðan vafið í sellofan pappír, eða hann lagður á milli þegar pokunum er raðað niður í 25 kg kassa. Framan af notaði Rafn frauðplast- kassa, framleidda í Njarðvík- unum, undir fis'kinn, en nú kaupir hann kassa frá Noregi og fóðrar þá að innan. Þegar kassarnir hafa verið fylltir, er lok sett á og eru þeir þá loft- þéttir. Þegar pakkað hefur verið í ákveðna sendingu, er henni strax ekið upp á flug- völl og sett beint um borð í flugvélina, sem þá er rétt á förum. Um leið og vélarnar lenda erlendis, renna frystitoíl- ar frá kaupendum að vélunum og taka sendingarnar í þá. Er fiskurinn þá enn 0 gráðu heitur, enda einangrun í köss- unum. Frystibílarnir aka svo fiskinum til þeirra staða, sem selja hann eða nýta beint. MEST TIL LUXEMBORGAR. Sem dæmi um hversu hita- stigið helst lengi óbreytt í kössunum, sendi Rafn 25 kg kassa með flugvél til New York. Þar beið kassinn í sjö klukkustundir utan kælis eftir flugvél til Flórida og þegar þangað kom, var hita- stigið enn 0 gráður, mælt á mæli, sem Rafn sendi með kassanum. Rafn sagði að varan ætti að vera örugg í sólar- 'hring erlendis, við rétta með- ferð, án þess að tapa nokkru. Fiskurinn er einkum sendur til Luxemborgar, þar sem hluti sendinganna verður eftir, en meirihluti fer með frystibíl- um til Belgíu. Einnig til New York og Roehester, og lika til Chicago. Sendingarnar eru allt frá 500 kg upp í 3,5 tonn að stærð. Svo gott verð fæst fyrir þennan fisk, að þrátt fyrir mikinn flutnings- kostnað með flugvélum, og þrátt fyrir að undirbúnings- vinnan fari oft að miklu eða mestu leyti fram í næturvinnu, vegna afstöðunnar til flug- ferða, sagði Rafn að þetta skil- aði sér álíka tekjum og ef hann frysti fiskinn og sendi út með skipum. Magnús Z. Sig- urðsson hefur séð um sölu- málin fyrir Rafn í Evrópu, en Pálmi Ingvarsson í Banda- ríkjunum. Báðjr eru þeir reyndir fiskseljendur. Á MIKLA FRAMTÍÐ FYRIR SÉR. Rafn sagðist hafa lagt í mikinn kostnað við að afla sér þessara markaða, sent marg- f • f<b ®1 ! eg | Flown to you 1 by t ii í' LOFTLEIDIfí m ICELANDIC TELEX 2021 TEL. 92-1354 TEL. 30495 NET KG: CABLES: freshfish FISH TYPE: R. A. PÉTURSSON NJARÐVIK ICELAND PRODUCT OF ICELAND SHIP TO: Þetta er merkingin á fisk- kössunum. ar tilraunasendingar o. fl. og hefur hann sjálfur staðið straum af kostnaðinum, þótt hans álit sé að sölusamtökin hefðu ef til vill fremur átt að hafa forgöngu um kann- anir á þessu útflutningsformi. Sagði Rafn að margt væri ó- kannað í þessu sambandi, en það væri trú sín að þetta út- flutningsform ætti mikla fram- tíð fyrir sér og í náinni fram- tið yrðu jafnvel heilu flug- vélafarmarnir fluttir út af ferskum fiski, þótt þessi út- flutningsleið sjávarafurða yrði sennilega ekki afgerandi. Það hafi sýnt sig betur og toetur að þetta sé hægt, ef nægilegt magn fengist af úr- vals fiski, og væru engin sjáanleg þenslumörk á þessu sviði sjáanleg í framtiðinni. Hann sagði það okkur lífs- spursmál að hafa útflutnings- afurðirnar eins fjölbreyttar og hægt væri, til þess að vera ekki háðir ríkjum, eða ríkja- samsteypum um sölur. Benti hann t. d. á að Evrópumark- aðurinn hefði verið vanræktur. Við hefðum verið að ná þar fótfestu á árunum milli ‘50 og ‘60, en hætt hafi verið við frekari uppbyggingu dreifing- araðstöðu þar og nær ein- göngu lögð áherzla á Banda- ríkjamarkaðinn. í Evrópu væru nú tugir milljóna manna, sem ekki þekktu bragð af ferskum sjávarfiski. Væru þarna geysilegir möguleikar því samfara auknum kaup- mætti gerði fólkið auknar kröfur til fæðukaupa. Þá gat hann þess að íslenzki frystiiðnaðurinn væri of staðn- aður. Verið væri að pakka í sömu, eða lítið breyttar um- búðir, og verið var að pakka í fyrir 20 árum, um leið og keppinautarnir væru stöðugt að koma fram með nýjungar og að auka fjölbreytnina. Vær- um við orðnir á eftir og þyrft- um við ekki að fara lengra en til nágrannalandanna til að sjá fjölbreytnina í fiskafurðum. Að lokum gat hann þess, að forstöðumenn og starfsfólk Loftleiða, sem hann hefur flutt allan fiskinn með, hafi verið ákaflega hjálplegt og öðrum fremur skilið gildi þess- arar starfsemi, og án hjálpsemi þeirra og stuðnings, hefði þetta ekki verið framkvæman- legt. FV 2 1975 77

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.