Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1975, Síða 77

Frjáls verslun - 01.02.1975, Síða 77
flugvélina. Með sólarhrings fyrirvara hafa kaupendur er- lendis fengið telex-skeyti um magn, tegundir og komutíma. Vintnslan fer þannig fram, að fiskurinn er tekinn beint upp úr ís, flakaður og settur á spegilborð. Er vinnubrögðum hagað þannig að fiskurinn fari sem hraðast i gegn um þetta til þess að hann fari ekki að hitna. Síðan er flökunum pakk- að í litla plastpoka, til þess að safi renni ekki úr honum og ekkert utan að komandi kom- ist að honum. Pokunum er síðan vafið í sellofan pappír, eða hann lagður á milli þegar pokunum er raðað niður í 25 kg kassa. Framan af notaði Rafn frauðplast- kassa, framleidda í Njarðvík- unum, undir fis'kinn, en nú kaupir hann kassa frá Noregi og fóðrar þá að innan. Þegar kassarnir hafa verið fylltir, er lok sett á og eru þeir þá loft- þéttir. Þegar pakkað hefur verið í ákveðna sendingu, er henni strax ekið upp á flug- völl og sett beint um borð í flugvélina, sem þá er rétt á förum. Um leið og vélarnar lenda erlendis, renna frystitoíl- ar frá kaupendum að vélunum og taka sendingarnar í þá. Er fiskurinn þá enn 0 gráðu heitur, enda einangrun í köss- unum. Frystibílarnir aka svo fiskinum til þeirra staða, sem selja hann eða nýta beint. MEST TIL LUXEMBORGAR. Sem dæmi um hversu hita- stigið helst lengi óbreytt í kössunum, sendi Rafn 25 kg kassa með flugvél til New York. Þar beið kassinn í sjö klukkustundir utan kælis eftir flugvél til Flórida og þegar þangað kom, var hita- stigið enn 0 gráður, mælt á mæli, sem Rafn sendi með kassanum. Rafn sagði að varan ætti að vera örugg í sólar- 'hring erlendis, við rétta með- ferð, án þess að tapa nokkru. Fiskurinn er einkum sendur til Luxemborgar, þar sem hluti sendinganna verður eftir, en meirihluti fer með frystibíl- um til Belgíu. Einnig til New York og Roehester, og lika til Chicago. Sendingarnar eru allt frá 500 kg upp í 3,5 tonn að stærð. Svo gott verð fæst fyrir þennan fisk, að þrátt fyrir mikinn flutnings- kostnað með flugvélum, og þrátt fyrir að undirbúnings- vinnan fari oft að miklu eða mestu leyti fram í næturvinnu, vegna afstöðunnar til flug- ferða, sagði Rafn að þetta skil- aði sér álíka tekjum og ef hann frysti fiskinn og sendi út með skipum. Magnús Z. Sig- urðsson hefur séð um sölu- málin fyrir Rafn í Evrópu, en Pálmi Ingvarsson í Banda- ríkjunum. Báðjr eru þeir reyndir fiskseljendur. Á MIKLA FRAMTÍÐ FYRIR SÉR. Rafn sagðist hafa lagt í mikinn kostnað við að afla sér þessara markaða, sent marg- f • f<b ®1 ! eg | Flown to you 1 by t ii í' LOFTLEIDIfí m ICELANDIC TELEX 2021 TEL. 92-1354 TEL. 30495 NET KG: CABLES: freshfish FISH TYPE: R. A. PÉTURSSON NJARÐVIK ICELAND PRODUCT OF ICELAND SHIP TO: Þetta er merkingin á fisk- kössunum. ar tilraunasendingar o. fl. og hefur hann sjálfur staðið straum af kostnaðinum, þótt hans álit sé að sölusamtökin hefðu ef til vill fremur átt að hafa forgöngu um kann- anir á þessu útflutningsformi. Sagði Rafn að margt væri ó- kannað í þessu sambandi, en það væri trú sín að þetta út- flutningsform ætti mikla fram- tíð fyrir sér og í náinni fram- tið yrðu jafnvel heilu flug- vélafarmarnir fluttir út af ferskum fiski, þótt þessi út- flutningsleið sjávarafurða yrði sennilega ekki afgerandi. Það hafi sýnt sig betur og toetur að þetta sé hægt, ef nægilegt magn fengist af úr- vals fiski, og væru engin sjáanleg þenslumörk á þessu sviði sjáanleg í framtiðinni. Hann sagði það okkur lífs- spursmál að hafa útflutnings- afurðirnar eins fjölbreyttar og hægt væri, til þess að vera ekki háðir ríkjum, eða ríkja- samsteypum um sölur. Benti hann t. d. á að Evrópumark- aðurinn hefði verið vanræktur. Við hefðum verið að ná þar fótfestu á árunum milli ‘50 og ‘60, en hætt hafi verið við frekari uppbyggingu dreifing- araðstöðu þar og nær ein- göngu lögð áherzla á Banda- ríkjamarkaðinn. í Evrópu væru nú tugir milljóna manna, sem ekki þekktu bragð af ferskum sjávarfiski. Væru þarna geysilegir möguleikar því samfara auknum kaup- mætti gerði fólkið auknar kröfur til fæðukaupa. Þá gat hann þess að íslenzki frystiiðnaðurinn væri of staðn- aður. Verið væri að pakka í sömu, eða lítið breyttar um- búðir, og verið var að pakka í fyrir 20 árum, um leið og keppinautarnir væru stöðugt að koma fram með nýjungar og að auka fjölbreytnina. Vær- um við orðnir á eftir og þyrft- um við ekki að fara lengra en til nágrannalandanna til að sjá fjölbreytnina í fiskafurðum. Að lokum gat hann þess, að forstöðumenn og starfsfólk Loftleiða, sem hann hefur flutt allan fiskinn með, hafi verið ákaflega hjálplegt og öðrum fremur skilið gildi þess- arar starfsemi, og án hjálpsemi þeirra og stuðnings, hefði þetta ekki verið framkvæman- legt. FV 2 1975 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.