Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1975, Side 42

Frjáls verslun - 01.08.1975, Side 42
Sauðárkrókur: Enginn vinnufær maður á atvinnuleysisskrá Allar götur bæjarins malbikaðar á næstu 10 árum. Rætt við Þóri Hilmarsson, bæjarstjóra — Á Sauðárkróki hafa allir nóg að gera og það verður lil þess að fólk kann vel við sig og vill setjast að hér. Þetta hefur orsakað verulegan vöxt í bænum, sem væri enn hraðari ef skortur á húsnæði kæmi ekki til. Hér er líka nægilegvinna fyrir alla. Börnin vinna í skólagörðunum, unglingarnir mæta í svokallaða unglingavinnu og hér er enginn vinnufær maður á atvinnu- leysisskrá. Þetta sagði Þórir Hilmars- son, bæjarstjóri á Sauðárkróki, en hann hefur gegnt því em- bætti um eins árs skeið. Á staðnum búa um 1800 íbúar, sem hafa sett merki uppgangs á staðinn. Byggingafram- kvæmdir eru miklar og mörg fyrirtæki í vexti. Þar má t. d. nefna Steypustöðina, Loðskinn og Plastverksmiðjuna svo eitt- hvað sé nefnt. Heilbrigðismál eru i góðu lagi á Sauðárkróki, íbúðarhús í smíðum á Sauðár- króki. Að neðan: Þórir bæjar- stjóri (fjær) ásamt Ingv- ari Jóns- syni, bygg- ingafulltrúa í skoðunar- ferð. en þar eru 3 læknar starfandi og tveir tannlæknar. Ágætt sjúkrahús er á staðnum cg einnig er vel búið að öldruð- um. Um félagslega aðstöðu er annars það helst að segja að íþróttamannvirki eru góð, en hins vegar vantar góðan stað til samkomuhalds. Frjáls verslun ræddi nýlega við Þóri og bað hann um að gera nokkra grein fyrir því sem ihelst væri á döfinni á staðn- Þórir: — Það má segja að hafnarframkvæmdirnar sem nú standa yfir á Sauðárkróki séu umfangsmesta verkefnið 42 FV 8 1975

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.