Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1975, Side 55

Frjáls verslun - 01.08.1975, Side 55
Valgeir Jónasson rekur fyrirtækið Trésmiðjuna í Eyjum. „Brjálað að gera í byggingavinnu“ MikiII hörgull er á iðnaðar- mönnum í Vestmannaeyjum um þessar mundir og bar er skort- urinn á múrurum allra tilfinn- anlega.stur. Ýmis fyrirtæki eru starfandi á staðnum, en fæst þeirra eru stór. Af trésmíðafyrirtækjum í Eyjum má m. a. ntefna Tréverk, Trésmíðaverikstæði Þorvalds og Einars, Trésmíðaverkstæði Er- lendar Péturssonar, Valgeir Jónatsson og „Rauðu varðliðana“ svokölluðu undir stjórn Trausta Jakobssonar. Múrarar eru Kristmann Kristmannsson og Olafur Svanbjörnsson, en pípu- lagningamenn, eru Grétar Þór- arinsson, Sigursteinn Marinós- son, Adólf Óskarsson og fyrir- tækin Nippill og Kraftverk sjá um verkefni af þessu tagi. Loks má nefna rafvirkjana Þór- arin Sigurðsson, Snorra Jóns- son og fyrirtækið Neista sem sér um raflagnir. Frjáls verslun átti leið fram hjá Elliheimili Vestmannaeyja fyrir skömmu og hitti þar að máli smiðinn Valgeir Jónasson, þar sem hann var á kafi við eitt verkefni af hundrað eins og hann orðaði það sjálfur. — Það er alveg brjálað að gera hjá okkur sagði hann. — Vissulega er gott að hafa nóg að gera, en það má of mikið af öllu gera. Valgeir rekur trésmiðafyrir- tækið Trésmiðjuna og sagði hann að fyrirtækið hefði aðal- lega tekið að sér verkefni fyrir bæjarfélagið og aðra stærri að- ila í Eyjum og hefðu aðeins tveir dagar fallið úr hjá þeim í vetur vegna veðurs og þó hefði sl. vetur verið óvenju- lega harður. Ekki var Valgeir neitt fús á að leyfa blaðamanninum að taka myndir af sér, þar sem hann sagðist ekki vera í sínu rétta umhverfi. En einmitt þennan dag var Valgeir á kafi við að steypa stétt fyrir framan elliheimilisbygginguna. Kvað hann það enga nýlundu. —■ Iðnaðarmenn í Eyjum í dag þurfa nefnilega að gera allt, sagði hann. — Þeir þurfa að vera múrarar, píparar og smiðir allt í sömu persónu. Að svo mæltu leyfði hann að mynd væri smellt af sér og eftir svipnum að dæma kunni hann hinu fjölþætta hlutverki iðnaðarmannsins í Eyjum alls ekki illa. Dreifistöðvar frá ASEA Rafveita Vestmannaeyja pantaði frá ASEA í Svíþjóð nokkrar dreifistöðvar vegna uppbyggingar á rafkerfinu eftir eldsumbrotin þar. Stöðvarnar eru af svonefndri „Satellit“ gerð, úr plasti og ætlaðar fyrir spenna 1x400 kVA, 10-20 kV. Stöðvar þess- ar eru mjög fyrirferðar- litlar og koma tilbúnar frá verksmiðju, svo að tenging þeirra tekur skamman tíma. Þetta eru fyrstu stöðvarn- ar af þessari gerð, sem not- aðar eru hér á landi og hafa bæði sparað Vestmannaey- ingium fé og tíma, þar sem hingað til hefur ávallt þurft að byggja sérstök hús fyrir þennan búnað. Umboð fyrir ASEA á fs- landi hefur Joban Rönn- ing h.f. FV 8 1975 55

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.