Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1975, Side 80

Frjáls verslun - 01.08.1975, Side 80
Ilm heima 03 gcima Það hafði í rauninni verið cinum of snemmt að koma Jak- obínu fyrir á elliheimilinu. En börnin og tengdabörnin vildu þetta. Og þarna var hún komin, þessi hressilega kona fremur ókát yfir að sjá allt þetta gamla fólk, sem sat með fýlu- svip og Iét sér leiðast. — Það þarf að hrista svo- lítið upp í þessu, sagði Jak- obína við sjálfa sig. Inni á herberginu fór hún úr hverri spjör og labbaði síð- an einn hring um dngstofuna. Fyrst var ekki sagt orð, en svo var sem viðstaddir vökn- uðu af værum svefni. Löngu eftir að Jakobína var horfin á herbergið sitt sagði ein kon- an: — Heyriði. í hverju var hún? — Já. í hverju var hún? spurðu allir. Gamall karl, sem sat við gluggann, tók út úr sér pípuna og mælti: — Ég veit svo sem ekki í hverju hún var. En hvað sem — Mér þykir fyrir því, frú mín góð. Ég hef ekkert vit á bílum og get þess vegna lítið hjálpað til. það var, hefði hún mátt strauja það yfir áður en hún fór að sýna okkur það. Gunna gamla hitti vinkonu sína á götunni. — Hugsaðu þér bara, sagði Gunna döpur í bragði. — Hann Gvendur minn varð fyrir valtara í gær og var fluttur á spítala. — En voðalegt. Á hvaða stofu er hann annars? spurði vinkonan. — Þrettán til átján. Palli fór á hárgreiðslustof- una. — Ég ætla að fá eitt ósýni- legt hárnet handa vinkonu minni. — Það gerir 650 krónur. — En er það virkilega ó- sýnilegt? — Þér getið fullkomlega treyst því. Ég er búin að selja sjö stykki í dag þó að þau hafi verið uppseld síðan í gær. Píanóleikarinn: — Hann son- ur yðar spilar á píanóið eins og annar Askenazy. Faðirinn: — Því miður. Mér hefði þótt öllu skemmtilegra ef hann léki á skattstofuna eins og hann afi hans ge.rði. Sölumaðurinn fékk skeyti frá konunni sinni: — Gleymdu ekki að þú ert kvæntur. Hann sendi svarskeyti að vörmu spori: — Þykir leitt. Skeytið kom of seint. — • — 80 FV 8 1975

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.