Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1977, Side 92

Frjáls verslun - 01.04.1977, Side 92
AUGLYSING DRÁTTARVÉLAR HF.: Massey Ferguson gröfu- og moksturssamstæður — auk margvíslegra vinnutækja frá l\IF Dráttarvélar hf. Suðurlands- braut 32 hafa haft umboð fyrir Massey Ferguson fyrirtækið í rúman aldarf jórðung. Byrjað var á að flytja inn landbúnað- ardráttarvélar og búvélar, en síðan 1960 hefur fyrirtækið ennfremur flutt inn margvís- legar vinnuvélar frá Massey Ferguson. Gröfu- og moksturssamstæð- § urnar (hafa verið langvinsæl- astar hér á landi og eru fleiri Massey Ferguson samstæður í notkun hér, en af nokkurri annarri tegund m.a. hjá fjölda bæjar- og sveitarfélaga. Dráttarvélar hf. bjóða marg- ar gerðir af Massey Ferguson gröfu- og mokstursamstæðun- um með mismunandi búnaði eftir því sem þörf er á hverju sinni. Mest eftirspurða gröfu- og moksturssamstæðan er MF 50 B, sem framleidd er í Englandi. Hún er búin 69 ha Perkins dísilvél, vökvaskiptum gírkassa, vönduðu ihljóðeinangruðu húsi og að sjálfsögðu vö'kvastýri eins og allar Massey Ferguson vélar. Auk þessarar vélar bjóða Dráttarvélar 2 gerðir af gröfu- og moksturssamstæðum, sem framleiddar eru í Bandaríkj- unum. Eru það gerðirnar MF 70 og MF 80. MF 70 hefur 108 ha Perkins dísilvél og vökva- skiptum gírkassa. Þessi vél er sérstaklega ætluð fyrir stærri verk, sem venjulegar gröfu- og moksturssamstæður ráða ekki við. MF 80 er ennþá aflmeiri og afkastameiri vinnuvél. Hún hefur 131 ha Perkins dísilvél og vökvaskiptan gírkassa. Lyftigeta moksturstækis er 3,2 tonn og grafdýpt er 5,64 m. MF 80 er stærsta gröfu- og moksturssamstæðan, sem Mass- ey Ferguson framleiðir. Seinni árin hefur Massey Ferguson aukið mjög úrval sitt af þungavinnuvélum og bjóða nú úrval beltadráttarvéla, vél- skóflna og stærri skurðgrafa á hjólum eða beltum. Flestar gerðir þungavinnuvéla eru framleiddar í Massey Ferguson verksmiðjunum í Hannover í Þýskalandi. Nú þegar eru allmargar Massey Ferguson þungavinnu- vélar í notkun hér á landi og hafa gefið mjög góða raun. Auk framangreindra vinnu- véla bjóða Dráttarvélar hf. margvísleg vinnutæki fyrir verktaka bæjar- og sveitarfélög s.s. flutningavagna fyrir drátt- arvélar, loftpressur, veghefla o.fl. Dráttarvélar hf. leggja mikla áherslu á að veita góða vara- hluta- og viðgerðarþjónustu. í því skyni að bæta þá þjónustu enn frekar opnaði fyrirtækið á s.l. ári verkstæði að Höfða- bakka 9, þar sem að viðgerðar- menn, sem hlotið hafa sérþjálf- un í þjálfunars'kóla Massey Ferguson í Englandi annast nauðsynlegar viðgerðir og eftir- lit á Massey Ferguson vinnu- vélum og þungavinnuvélum. DRÁTTARVÉLAR HF. SUÐURLAINIDSBRAIJT 32 SÍIVII 86500 92 FV 4 1977

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.