Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1977, Blaðsíða 69

Frjáls verslun - 01.04.1977, Blaðsíða 69
Hvolsvöllur Áherzla lögð á að rýmka atvinnumöguleika á staðnum Rætt við Ólaf Sigfússon, oddvita Á ferð Frjálsrar verslunar um Suðurland var staldrað við á Hvolsvelli og oddviti Hvols- hrepps, Ólafur Sigfússon, beð- inn að segja frá helstu verkefn- um síns sveitarfélags. ALMENN VERKEFNI — Við erum náttúrlega alltaf að vinna að þessum almennu verkefnum eins og gatnagerð og vatnsveitu og þess háttar. sagði Ólafur. Vatnsveitan er nokkuð mikið fyrirtæki hjá okkur eins og er, en við erum að leggja nýja stofnlögn að lindum upp með Rangá, sjö kílómetra leið frá Hvolsvelli. Þaðan fáum við nóg sjálfrenn- andi vatn, en með aukinni notk- un verðum við að dæla vatninu. í gatnagerð eigum við ólokið framkvæmdum frá síðasta sumri og verður þeim lokið á næsta sumri. Það er óljóst hvort um nokkrar nýbyggingar verður að ræða, en við erum að endurbyggja allt holræsa- kerfið, sem er mikið átak. Þá er hreppurinn með 6 leiguíbúð- ir í byggingu og á þeim öllum að verða lokið fyrir 1. júní í sumar. ÍBÚÐIR FYRIR ALDRAÐA Það er ætlunin að hreppur- inn fari af stað með byggingu íbúða fyrir aldraða. Teikningar fáum við frá Húsnæðismála- stjórn og á að hefjast handa á þessu vori. Til að byrja með verða byggðar 8 50 fermetra íbúðir. Þetta er hugsað þannig, að í byrjun verði nokkur hús reist og síðar verði komið upp aðstöðu til félagslegrar þjón- ustu fyrir þá sem þurfa. Þessi hús verða nálægt væntanlegri heilsugæslustöð, sem verið er að undirbúa smíði á. Hér hef- ur ekki verið neitt heimili fyr- ir aldraða og völdum við þessa lausn á málinu vegna þess að okkur sýnist þetta vera stefnan í dag. SKÓLABYGGINGAR Síðasta haust var byrjað lítillega á sökklum nýrrar barnaskólabyggingar, sem á að standa við hliðina á gagnfræða- skólanum. Á að koma því húsi upp fokheldu í haust. Þarna er um að ræða 1000 fermetra hús, sem að hluta verður einn- ig notað af gagnfræðaskólan- um, þ. e. a. s. stjórnunarað- staða og mötuneyti. Auk Hvols- hrepps eru það Fljótshlíðin og Austur- og Vestur-Landeyja- hreppar, sem standa að bygg- ingunni, og er þeirra hlutur 44 % af kostnaði. Ríkið ber 50% Ólafur Sigfússon, oddviti. af kostnaði við almennan hluta skólans, en greiðir að fullu að- stöðu vegna heimanaksturs nemenda. BJALLAPLAST Hvolshreppur á helming Plastverksmiðjunnar Bjalla- plasts á móti Jóhannesi Páls- syni. Hreppurinn sér um fjár- mál og framkvæmdastjóm, en Jóhannes sér um hönnun fram- leiðslunnar og daglegan rekst- ur. Verksmiðjan framleiðir ým- is konar raflagnaefni eins og rör, múffur og tengi og er ætlunin að fara að framleiða dósir eftir norsku einkaleyfi. Þá hefur Jóhannes verið að finna upp og hanna ýmsar nýj- ungar, sem á að framleiða síð- ar. Má t. d. nefna lyfjadósir, sem börn geta ekki opnað, bíla- lampa, sérstakar loftadósir og klemmur í bílarafgeyma. Fram- leiðsluvörur verksmiðjunnar eru í litlum mæli framleiddar af öðrum innlendum aðilum, þannig að ekki er verið að keppa við annan innlendan iðn- að. Svona rekstri er erfitt að koma af stað, því varla er hægt að fá nein lán fyrr en fyrir- tækið er orðið að raunveru- leika. Svolítil fyrirgreiðsla hef- ur fengist úr Iðnlánasjóði og Byggðasjóði. Verksmiðjan er í húsnæði, sem hreppurinn átti fyrir, en í vélunum liggja miklar fjárfestingar. Verk- smiðjunni var komið á fót til að auka atvinnu á staðnum og vinna nú 9 manns þar. Verður áfram unnið að því á vegum sveitarfélagsins að rýmka at- vinnumöguleikana og auka fjöl- breytnina. FV 4 1977 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.