Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1977, Page 12

Frjáls verslun - 01.04.1977, Page 12
Þjóðhagsspá: Þjóðartekjur á mann svipaðar í ár og á árinu 1973 Viðskiptakjör talin munu batna um 5i°/o — Áætlanir fyrir árið 1977, henda til þess, að þj óðarframleiðslan muni aukast um 2—3% á árinu en þjóðartekjur um 4%—5V-i.% vegna bættra viðskiptakjara. Þjóðarframleiðsla á mann jókst lítillega á liðnu ári eftir talsverðan samdrátt 1975 og talið er, að hún verði nálægt Vz—1% meiri á þessu ári en á árinu 1973. Vegna hinnar miklu rýrnunar viðskiptakjara 1974—1975 minnkuðu þjóðartekjur á mann lítillega fyrra árið en verulega hið síðara, en jukust síðan á ný á síðastliðnu ári. Á þessu ári er gert ráð fyrir um 31/;*—4%% aukningu þjóðartekna á mann og hafa þær þá náð svipuðu stigi og á árinu 1973, þegar viðskiptakjörin urðu hagstæðust. Viðskiptakjörin eru talin munu batna um 8% í ár en verða þó enn um 6% lakari en á árinu 1973, þrátt fyrir rúmlega fimmtungs bata, á tveimur árum. Þetta eru helztu niðurstöður í nýlegu yfirliti þjóðhagsspár 1977, sem Þjóðhagsstofnun hefur sent frá sér. Búizt er við svipaðri aukningu í fjármunamyndun atvinnuveg- anna og íbúðarbygginga og í fyrra, en að opinberar framkvæmdir minnki um 17%. Tekið er fram að skráð at- vinnuleysi á fyrsta ársfjórð- ungi þessa árs hafi verið með minnsta móti á þessum árs- tíma og bendi það til þess að eftirspurn á vinnumarkaðn- um fari vaxandi. Þrátt fyrir nokkurn samdrátt í opinber- um framkvæmdum virðist horfur á, að atvinnuástand haldist gott á þessu ári að öllu áfallalausu. • AUKNING í FRAM- LEIÐSLU SJÁVAR- AFURÐA GETUR ORÐIÐ 4—5% í ÁR Helztu aflaforsendur þjóð- hagsspárinnar frá desember síðastliðnum voru þær, að á árinu yrðu veidd um 250 þús- und tonn af þorski, 190 þús- und tonn af öðrum botnfiski, 460 þúsund tonn af loðnu á vetrarvertíð, 150 þúsund tonn af bræðslufiski í sumar og um 25 þúsund tonn af síld. Jafn- framt var gert ráð fyrir, með- al annars með hliðsjón af afla- kvótum, að veiða mætti um 12.700 tonn af rækju, humri og hörpudiski. Loðnuaflinn á vetrarvertíð varð um 550 þúsund tonn eða 90 þúsund tonnum meiri en reiknað var með, en að öðru leyti hafa aflaforsendur naum- ast breytzt. Heildaraflabrögð á vetrarvertíð eru enn óráðin, en eins og búizt var við varð bátaaflinn fyrstu þrjá mánuði ársins mun meiri en í fyrra, enda dró verkfall sjómanna þá mjög úr veiðum, auk þess sem gæftir hafa nú verið með allra bezta móti. Afli á hvern úthaldsdag hefur á hinn bóg- inn enn farið minnkandi og virðist naumast ráðlegt að reikna með meiri þorskafla en fyrr var ráðgert. Nú hefur verið ákveðið að leyfa veiði á 25 þúsund tonnum af síld við Suðurland í haust, en ekki 12 PV 4 1977

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.