Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1977, Qupperneq 12

Frjáls verslun - 01.04.1977, Qupperneq 12
Þjóðhagsspá: Þjóðartekjur á mann svipaðar í ár og á árinu 1973 Viðskiptakjör talin munu batna um 5i°/o — Áætlanir fyrir árið 1977, henda til þess, að þj óðarframleiðslan muni aukast um 2—3% á árinu en þjóðartekjur um 4%—5V-i.% vegna bættra viðskiptakjara. Þjóðarframleiðsla á mann jókst lítillega á liðnu ári eftir talsverðan samdrátt 1975 og talið er, að hún verði nálægt Vz—1% meiri á þessu ári en á árinu 1973. Vegna hinnar miklu rýrnunar viðskiptakjara 1974—1975 minnkuðu þjóðartekjur á mann lítillega fyrra árið en verulega hið síðara, en jukust síðan á ný á síðastliðnu ári. Á þessu ári er gert ráð fyrir um 31/;*—4%% aukningu þjóðartekna á mann og hafa þær þá náð svipuðu stigi og á árinu 1973, þegar viðskiptakjörin urðu hagstæðust. Viðskiptakjörin eru talin munu batna um 8% í ár en verða þó enn um 6% lakari en á árinu 1973, þrátt fyrir rúmlega fimmtungs bata, á tveimur árum. Þetta eru helztu niðurstöður í nýlegu yfirliti þjóðhagsspár 1977, sem Þjóðhagsstofnun hefur sent frá sér. Búizt er við svipaðri aukningu í fjármunamyndun atvinnuveg- anna og íbúðarbygginga og í fyrra, en að opinberar framkvæmdir minnki um 17%. Tekið er fram að skráð at- vinnuleysi á fyrsta ársfjórð- ungi þessa árs hafi verið með minnsta móti á þessum árs- tíma og bendi það til þess að eftirspurn á vinnumarkaðn- um fari vaxandi. Þrátt fyrir nokkurn samdrátt í opinber- um framkvæmdum virðist horfur á, að atvinnuástand haldist gott á þessu ári að öllu áfallalausu. • AUKNING í FRAM- LEIÐSLU SJÁVAR- AFURÐA GETUR ORÐIÐ 4—5% í ÁR Helztu aflaforsendur þjóð- hagsspárinnar frá desember síðastliðnum voru þær, að á árinu yrðu veidd um 250 þús- und tonn af þorski, 190 þús- und tonn af öðrum botnfiski, 460 þúsund tonn af loðnu á vetrarvertíð, 150 þúsund tonn af bræðslufiski í sumar og um 25 þúsund tonn af síld. Jafn- framt var gert ráð fyrir, með- al annars með hliðsjón af afla- kvótum, að veiða mætti um 12.700 tonn af rækju, humri og hörpudiski. Loðnuaflinn á vetrarvertíð varð um 550 þúsund tonn eða 90 þúsund tonnum meiri en reiknað var með, en að öðru leyti hafa aflaforsendur naum- ast breytzt. Heildaraflabrögð á vetrarvertíð eru enn óráðin, en eins og búizt var við varð bátaaflinn fyrstu þrjá mánuði ársins mun meiri en í fyrra, enda dró verkfall sjómanna þá mjög úr veiðum, auk þess sem gæftir hafa nú verið með allra bezta móti. Afli á hvern úthaldsdag hefur á hinn bóg- inn enn farið minnkandi og virðist naumast ráðlegt að reikna með meiri þorskafla en fyrr var ráðgert. Nú hefur verið ákveðið að leyfa veiði á 25 þúsund tonnum af síld við Suðurland í haust, en ekki 12 PV 4 1977
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.