Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1977, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.04.1977, Blaðsíða 44
embættisins og hve margir starfa í þess þágu? Tollstjóri: — Reksturinn kostaði á árinu 1976 280 millj. kr. og er þá bæði skrif- stofuhaldið og tollgæslan í Reykjavík talin með. Alls starfa hjá embættinu 130 manns. F.V.: — Hjá innflytjendum er það almenn skoðun, að þjón- usta tollsins hafi batnað mjög mikið undanfarið, þó að finna megi enn að sitthverju. Þá er oftast nefnt, að alltof margir aðilar komi við sögu, þegar af- greiða þarf vörur úr tolli. Hvað fer tollpappír um hendur margra aðila áður en vara er afgreidd? Tollstjóri: — Mér þykir vænt um ef þetta er almenn skoðun. Ekki vil ég þó eigna mér þessar ,úr*bætur. Það verður að hafa í huga að upphaf úrbóta liggur rnörg ár aftur í tímann og ekki síst í því gífurlega átaki, sem hér var gert í tíð fyrirrennara míns, Torfa Hjartarsonar, við að bæta vinnuaðstöðu alla eins og Tollhúsið er besta dæmið um. Án sæmilegrar vinnuað- stöðu verður engri hagræðingu komið við. Enn er mörgu sjálf- sagt áfátt, en ég veit ekki hvort -orsakanna er að leita í því að pappírar fari um hendur of margra manna. Við getum skipt afgreiðslunni í 9 vinnsluþrep: 1) Móttaka tollskjala, þar sem þeim er gefið númer og athug- að lauslega hvort einhverja pappíra vantar. 2) Merking og samanburður við farmskrá. 3) Skráning þar sem skráð er hvaða innflytjandi á hvert inn- færslunúmer. 4) Tölulegur yf- irreikningur skýrslu. 5) Toll- flökkun vörunnar. 6) Vöru- skoðun ef með þarf. 7) Endur- skoðun, þar sem skjölin og gjaldaútreikningurinn eru yfjr- farin með tilliti til gildandi laga og reglugerða. 8) Geymsla skjalanna og afgreiðsla þeirra þegar innflytjandi vill greiða. 9) Greiðsla hjá gjaldkera. Þannig gengur þetta koll af kolli og engu vinnsluþrepi er ofaukið, nema e.t.v. vöruskoð- uninni í einstaka tilfellum. Hún er það þrepið sem tekur langlengstan tíma en er oft ó- hjákvæmileg vegna ónógrar lýsingar vörunnar og ófullkom- inna pappíra erlendis frá. Ef þeir bötnuðu færu ekki eins margar vörusendingar í vöru- skoðun. F.V.: — Ef athugasemdir koma fram við vöruskoðun eða vegna útreiknings á tolli, þó ekki sé nema vegna augljósrar vélritunarskekkju, hafa inn- flytjendur kvartað yfir því að viðkomandi skjöl fari í gegn- um kerfið á nýjan leik eins og verið væri að leggja þau inn. Er þetta nauðsynlegt? Tollstjóri: — Ekki er auðvelt að flokka athugasemdir eftir tegund villu og veita þeim mis- munandi afgreiðslu eftir því. Með þeirri aðferð er erfiðara að fylgjast með ferli skjala (þegar þau fara í gegnum mis- munandi vinnslurásir. Þó er reynt að hraða leiðréttingu á óverulegum villum og jafnvel lagfæra þær fyrir inflytjendur eftir atvikum. F.V.: — Má ekki einfalda þessi mál með því að innflytj- andi greiði gjöld samkvæmt út- reikningi sínxun um leið og hann leggur inn pappíra en mis- munur sé gerður upp, þegar endurskoðun hefur farið fram? Tollstjóri: — Þetta fyrir- komulag er vissulega athug- :andi, en ljóst er að miðað við núverandi villuhlutfall yrði vinna bæði við kröfugerð eftir á og endurgreiðslur allt- of mikil. Þetta fyrirkomulag (hefur verið reynt erlendis en gefist misjafnlega, t.d. var því hætt aftur I Ameríku af fram- angreindum ástæðum. Hægt er að hugsa sér að stefna að þessu sem markmiði, t.d. eftir 1980 þegar EFTA-aðildin er að fullu komin til framkvæmda og meirihluti innflutnings er orðinn tollfrjáls, en þá að því tilskyldu að villuhlutfallið hefði stórlæfckað, segjum niður í 3—4%. F.V.: — Menn hafa líka spurt, af hverju ekki sé hægt að fá afgreiðslu á stundinni, þegar komið er með pappíra úr bankanum og þeir eru nákvæm- lega eins og skjölin, sem hafa verið endurskoðuð? Tollstjóri: — S'kjölin sem inn eru lögð óbankastimpluð fara yfirleitt ekki í endurskoðun. Ýmsar ástæður liggja til þess, en þær helstar að innflytjendur vilja oft breyta skjölum sínum og reikna út á nýjan leik, t.d. vegna breytinga á gengi og svo hitt að ýmis gögn, svo sem flutningsskírteini (EFTA/EBE- skilrí'ki) fylgja ekki með fyrr en bankastimpluðu skjölin eru lögð inn. Endurskoðun óbanka- stimplaðra skjala yrði því við- bót og oft tvíverknaður. F.V.: — Sumir innflytjendur, einkanlega bifreiðaumboð, bera jSÍg illa yfir því að þurfa að hafa tollgreiningarsérfræðing í þjónustu sinni af því að toll- skráin sé svo óþarflega flókin og margslungini. Þannig grein- ist varahlutir í bíla í 60 vöru- flokka, beinar hosur fari t.d. ekki í sama vöruflokk og bogn- ar hosur. Tegundafjöldi hjá bílaumboðum getur verið um 8 þús. og á þessum vörum er yfirleitt 35% tollur. Er þetta ekki gert alltof flókið fyrir inn- flytjendur og starfsmenn tolls- ins? Tollstjóri: — Þessi spurning, sem snertir gerð og uppbygg- ingu sjálfrar tollskrárinnar er afar viðamikil. Til þess að gera sér grein fyrir því hversvegna tollskráin er svona flókin, verða menn að muna að 'hún er ár- angur af samstarfi og samvinnu fjölda þjóða með misjafna framleiðslu- og verslunarhags- muni. Þegar við tókum upp nú- verandi tollskrárfyrirkomulag (Brusseltollskrána) á árinu 1963, var það álit flestra sem til þekktu, að með henni væri stigið veigamikið spor til að nálgast helstu viðskiptaþjóðir okkar í öllum verslunarsam- skiptum. Við vorum síðasta þjóðin í Vestur-Evrópu sem tók- um þetta tollskrárfyrirkomulag upp, en þá höfðu yfir 50 lönd innleitt það. Þau eru nú komii? yfir 120. Það er augljóst mál, að það (hlýtur að vera af því hagræði en ekki óhagræði fyrir menn sem fást við svo alþjóðleg samskipti eins og verslun með vörur landa í milli er, að um þessi mál náist fjölþjóðlegt samstarf. Hitt er svo einnig rétt, að til þess að stunda út- 44 FV 4 1977
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.