Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1977, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.04.1977, Blaðsíða 13
er reiknað með síldveiðum ís- lenzkra skipa i Norðursjó á þessu ári. Séu þessar aflafor- sendur dregnar saman, virðist framleiðsla á sjávarafurðum geta aukizt um 4-5% á þessu ári, en í desemberspánni var reiknað með óbreyttri fram- leiðslu miðað við fyrra ár. Meginástæða þessarar aukn- ingar er sem fyrr segir góð loðnuveiði á vetrarvertíð. Forsendur um aðra útflutn- ingsframleiðslu eru í aðalat- riðum óbreyttar frá desember- spá. Reiknað er með 9-10% aukningu álframleiðslu og nokkru meiri aukningu út- flutningsframleiðslu annarrar iðnaðarvöru, en framleiðsla búvöru til útflutnings er tal- in munu verða svipuð og í fyrra. Samkvæmt þessum spám eykst útflutningsfram- leiðslan á þessu ári um 5-6% í heild, en hún jókst um rúm- lega 9% á síðasta ári. (í des- ember var spáð 2% aukn- ingu útflutningsframleiðsl- unnar). Búast má við, að enn gangi á álbirgðir á árinu og útflutningur verði því nokkru meiri en framleiðslan. Sama máli gegndi raunar einnig á síðasta ári og því er talið,, að útflutningsaukningin verði svipuð og aukning framleiðslu eða um 5-6%. • 17% HÆKKUN ÚTFLUTN- INGSVERÐLAGS FRÁ ÁRSMEÐALTALI 1976 Útflutningsverðlag sjávar- afurða var í lok siðasta árs talið 8-10% hærra í erlendri mynt en meðaltal ársins og var í desemberspánni gert ráð fyrir um 11% hækkun milli áranna 1976 og 1977. í marz síðastliðnum var útflutnings- verðlagið hins vegar orðið 15% hærra en á árinu 1976 og munar þar mest um verð- hækkun á frystiafurðum í árs- byrjun. Verðlag á fiskimjöli og lýsi hefur á síðustu vikum farið hækkandi, en þessa mun þó ekki gæta að marki í út- flutningstekjum á næstunni, þar sem megnið af framleiðslu loðnuvertíðarinnar var selt fyrirfram á nokkru lægra verði en nú fæst. í heild er nú talið, að útflutningsverðlag sjávarafurða geti hækkað um 17% á þessu ári frá ársmeðal- tali 1976. Þótt um sinn horfi því vel um útflutningsverðlag, getur hér brugðið til beggja vona, því verð á fiskafurðum er nú hátt miðað við sam- keppnisvörur. Hvað freðfisk- verð áhrærir horfir þó væn- lega, þar sem efnahagshorfur í Bandaríkjunum eru taldar fremur góðar næstu misserin. Ennfremur styrkir það mark- aðinn fyrir fiskmjöl, að fram- boð á sojabaunum er nú frek- ar lítið miðað við eftirspurn og verðið þess vegna hátt. Verðlag á öðrum útflutnings- afurðum en sjávarvöru hækk- ar nokkru minna, þannig að útflutningsverðlag í heild gæti hækkað um 16% í erlendri mynt að meðaltali miðað við fyrra ár. Lausleg spá um útflutnings- tekjur af þjónustuviðskiptum bendir til, að þær gætu aukizt um 4% á föstu verðlagi á ár- inu 1977. Samtals er því spáð, að útflutningur vöru og þjón- ustu aukist um 5% á árinu. • TEKJUR, VERÐLAG OG NEYZLA Um síðustu áramót voru kauptaxtar launþega 13-14% hærri í peningum en að meðal- tali 1976, en verðlag var um sama leyti rúmlega 12% hærra en ársmeðaltalið. Kaup- máttur kauptaxta var því heldur meiri en að meðaltali á liðnu ári. Síðan hafa öll laun hækkað samkvæmt samning- um í febrúar og marz, samtals um 71/2%. Hins vegar er lík- legt, að vísitala framfærslu- kostnaðar í maíbyrjun sé ná- lægt 9V2% hærri en um ára- mót. í þjóðhagsspánni' fyrir árið 1977 frá 7. desember síðast- liðnum voru forsendur um breytingar launa, verðlags og kaupmáttar á því reistar, að almennar launabreytingar fylgdu samningum opinberra starfsmanna með 4% grunn- kaupshækkun á miðju ári og verðtryggingu launa frá 1. marz líkt og samningarnir kveða á um. Við endurskoðun þjóðhagsspárinnar (Dæmi 1) er nú sem fyrr við þetta mið- að. í þessu felst, að peninga- laun hækki um 11% um mitt ár en verðlagsbætur á laun kæmu svo síðar á árinu. Þetta dæmi felur í sér 30% meðal- hækkun kauptaxta frá 1976. Með tilliti til þeirra verðbreyt- inga, sem þegar eru þekktar, og samkvæmt reynslu liðinna ára af samhengi kostnaðar- og verðbreytinga, yrði meðal- hækkun framfærsluvísitölu á þessu ári nærri 26%. Kaup- máttur kauptaxta á árinu yrði því að meðaltali um 3% meiri en í fyrra. Jafnframt má ætla, að kauptaxtar hækki um 28% frá upphafi cil loka ársins, en framfærsluvísitalan um 22%. Samkvæmt þessu dæmi, sem við ríkjandi aðstæður verður að teljast fela í sér hófsamleg- ar kauphækkanir, er því ljóst, að hraði verðbólgunnar hér á landi verður enn í ár að minnsta kosti tvöfalt meiri en í grannríkjum okkar í Evrópu. ANNAÐ DÆMI í annan stað er tekið dæmi (Dæmi 2) af nokkru meiri kauphækkun en gert var í þjóðhagsspánni í desember og í Dæmi 1 hér að framan, þar sem gert er ráð fyrir 8% grunnkaupshækkun um mitt ár en svipaðri verðtryggingu og áður. Af þessu leiddi um 15% kauptaxtahækkun um mitt ár og myndu þá kaup- taxtar hækka um 33-34% að meðaltali á árinu. Framfærslu- vísitalan hækkaði þá að líkind- um um 27-28% að meðaltali frá fyrra ári, og er það litlu meiri hækkun en í Dæmi 1, en verðáhrif meiri kauphækk- unar kæmu 'á 'hinn bóginn mun skýrar fram á næsta ári og auk þess í toreytingum yfir árið, en í þessu tilviki myndi framfærsluvísitalan hækka um 24-25% frá upphafi til loka árs en kauptaxtar um 35-36%. Kaupmáttur kauptaxta á þessu ári yrði því rúmlega 5% meiri að meðaltali en í fyrra. Hér eru vitaskuld aðeins tekin dæmi um kaupmátt allra laun- þega en engu spáð um kaup- máttarbreytingar í einstökum stéttum og starfsgreinum. FV 4 1977 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.