Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1977, Page 13

Frjáls verslun - 01.04.1977, Page 13
er reiknað með síldveiðum ís- lenzkra skipa i Norðursjó á þessu ári. Séu þessar aflafor- sendur dregnar saman, virðist framleiðsla á sjávarafurðum geta aukizt um 4-5% á þessu ári, en í desemberspánni var reiknað með óbreyttri fram- leiðslu miðað við fyrra ár. Meginástæða þessarar aukn- ingar er sem fyrr segir góð loðnuveiði á vetrarvertíð. Forsendur um aðra útflutn- ingsframleiðslu eru í aðalat- riðum óbreyttar frá desember- spá. Reiknað er með 9-10% aukningu álframleiðslu og nokkru meiri aukningu út- flutningsframleiðslu annarrar iðnaðarvöru, en framleiðsla búvöru til útflutnings er tal- in munu verða svipuð og í fyrra. Samkvæmt þessum spám eykst útflutningsfram- leiðslan á þessu ári um 5-6% í heild, en hún jókst um rúm- lega 9% á síðasta ári. (í des- ember var spáð 2% aukn- ingu útflutningsframleiðsl- unnar). Búast má við, að enn gangi á álbirgðir á árinu og útflutningur verði því nokkru meiri en framleiðslan. Sama máli gegndi raunar einnig á síðasta ári og því er talið,, að útflutningsaukningin verði svipuð og aukning framleiðslu eða um 5-6%. • 17% HÆKKUN ÚTFLUTN- INGSVERÐLAGS FRÁ ÁRSMEÐALTALI 1976 Útflutningsverðlag sjávar- afurða var í lok siðasta árs talið 8-10% hærra í erlendri mynt en meðaltal ársins og var í desemberspánni gert ráð fyrir um 11% hækkun milli áranna 1976 og 1977. í marz síðastliðnum var útflutnings- verðlagið hins vegar orðið 15% hærra en á árinu 1976 og munar þar mest um verð- hækkun á frystiafurðum í árs- byrjun. Verðlag á fiskimjöli og lýsi hefur á síðustu vikum farið hækkandi, en þessa mun þó ekki gæta að marki í út- flutningstekjum á næstunni, þar sem megnið af framleiðslu loðnuvertíðarinnar var selt fyrirfram á nokkru lægra verði en nú fæst. í heild er nú talið, að útflutningsverðlag sjávarafurða geti hækkað um 17% á þessu ári frá ársmeðal- tali 1976. Þótt um sinn horfi því vel um útflutningsverðlag, getur hér brugðið til beggja vona, því verð á fiskafurðum er nú hátt miðað við sam- keppnisvörur. Hvað freðfisk- verð áhrærir horfir þó væn- lega, þar sem efnahagshorfur í Bandaríkjunum eru taldar fremur góðar næstu misserin. Ennfremur styrkir það mark- aðinn fyrir fiskmjöl, að fram- boð á sojabaunum er nú frek- ar lítið miðað við eftirspurn og verðið þess vegna hátt. Verðlag á öðrum útflutnings- afurðum en sjávarvöru hækk- ar nokkru minna, þannig að útflutningsverðlag í heild gæti hækkað um 16% í erlendri mynt að meðaltali miðað við fyrra ár. Lausleg spá um útflutnings- tekjur af þjónustuviðskiptum bendir til, að þær gætu aukizt um 4% á föstu verðlagi á ár- inu 1977. Samtals er því spáð, að útflutningur vöru og þjón- ustu aukist um 5% á árinu. • TEKJUR, VERÐLAG OG NEYZLA Um síðustu áramót voru kauptaxtar launþega 13-14% hærri í peningum en að meðal- tali 1976, en verðlag var um sama leyti rúmlega 12% hærra en ársmeðaltalið. Kaup- máttur kauptaxta var því heldur meiri en að meðaltali á liðnu ári. Síðan hafa öll laun hækkað samkvæmt samning- um í febrúar og marz, samtals um 71/2%. Hins vegar er lík- legt, að vísitala framfærslu- kostnaðar í maíbyrjun sé ná- lægt 9V2% hærri en um ára- mót. í þjóðhagsspánni' fyrir árið 1977 frá 7. desember síðast- liðnum voru forsendur um breytingar launa, verðlags og kaupmáttar á því reistar, að almennar launabreytingar fylgdu samningum opinberra starfsmanna með 4% grunn- kaupshækkun á miðju ári og verðtryggingu launa frá 1. marz líkt og samningarnir kveða á um. Við endurskoðun þjóðhagsspárinnar (Dæmi 1) er nú sem fyrr við þetta mið- að. í þessu felst, að peninga- laun hækki um 11% um mitt ár en verðlagsbætur á laun kæmu svo síðar á árinu. Þetta dæmi felur í sér 30% meðal- hækkun kauptaxta frá 1976. Með tilliti til þeirra verðbreyt- inga, sem þegar eru þekktar, og samkvæmt reynslu liðinna ára af samhengi kostnaðar- og verðbreytinga, yrði meðal- hækkun framfærsluvísitölu á þessu ári nærri 26%. Kaup- máttur kauptaxta á árinu yrði því að meðaltali um 3% meiri en í fyrra. Jafnframt má ætla, að kauptaxtar hækki um 28% frá upphafi cil loka ársins, en framfærsluvísitalan um 22%. Samkvæmt þessu dæmi, sem við ríkjandi aðstæður verður að teljast fela í sér hófsamleg- ar kauphækkanir, er því ljóst, að hraði verðbólgunnar hér á landi verður enn í ár að minnsta kosti tvöfalt meiri en í grannríkjum okkar í Evrópu. ANNAÐ DÆMI í annan stað er tekið dæmi (Dæmi 2) af nokkru meiri kauphækkun en gert var í þjóðhagsspánni í desember og í Dæmi 1 hér að framan, þar sem gert er ráð fyrir 8% grunnkaupshækkun um mitt ár en svipaðri verðtryggingu og áður. Af þessu leiddi um 15% kauptaxtahækkun um mitt ár og myndu þá kaup- taxtar hækka um 33-34% að meðaltali á árinu. Framfærslu- vísitalan hækkaði þá að líkind- um um 27-28% að meðaltali frá fyrra ári, og er það litlu meiri hækkun en í Dæmi 1, en verðáhrif meiri kauphækk- unar kæmu 'á 'hinn bóginn mun skýrar fram á næsta ári og auk þess í toreytingum yfir árið, en í þessu tilviki myndi framfærsluvísitalan hækka um 24-25% frá upphafi til loka árs en kauptaxtar um 35-36%. Kaupmáttur kauptaxta á þessu ári yrði því rúmlega 5% meiri að meðaltali en í fyrra. Hér eru vitaskuld aðeins tekin dæmi um kaupmátt allra laun- þega en engu spáð um kaup- máttarbreytingar í einstökum stéttum og starfsgreinum. FV 4 1977 13

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.