Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1977, Page 93

Frjáls verslun - 01.04.1977, Page 93
AUGLÝSING Ljósmyndaþjónustan sf: Opnar nýtískulega Ijósmyndavöruverslun Nýlega flutti Ljósmynda- þjónustan sf. í ný og glæsileg húsakynni að Laugavegi 178, jarðhæð. Um leið færir fyrir- tækið út kvíarnar með því að opna nýtískulega ljósmynda- vöruverslun, þar sem höfuðá- hersla verður lögð á faglegar leiðbeiningar. Ein helsta nýjungin, sem fyrirtækið hefur tekið upp er sala á tkæligeymdum filmum, en gæði þeirra eru alltaf meiri, en filma, sem geymdar eru við venjulegan lofthita, auk þess sem þær endast mikið lengur. Að öðru leyti er lögð áhersla á vandaðar ljósmyndavörur og að sjálfsögðu er boðin venjuleg úrvinnsla iþ.e.a.s. framköllun og kóperingar. Einnig er lögð á- hersla á stór-stækkanir, en stærsta litstækkunin, sem Ljós- myndaþjónustan hefur gert úr 35 mm filmu er 6 m2, en ann- ars eru tæpast takmörk fyrir því, hve mikið er hægt að stækka. Með tilkomu nýja húsnæðis- ins hefur fyrirtækið fengið mjög rúmgott studio, þar sem boðin er öll venjuleg stofu- myndataka. Aðrir þættir starf- seminnar ná til iðnaðar- og aug- lýsingaljósmyndunar, ljós- myndunar úr lofti og hvers konar tækifærisljósmyndunar. Ennfremur rekur ljósmynda- þjónustan eina opna ljósmynda- safnið á landinu, en í það geta ailir ljósmyndarar lagt myndir sínar í umboðssölu. Hefur þessi þáttur starfseminnar þróast mjög ört með sölu jafnt á inn- lendan sem erlendan markað. Auk ljósmyndasafnsins hefur fyrirtækið tæki til þess að sím- senda myndir. Loks má geta þess, að upp- færslu innréttinga í hinu nýja húsnæði og útlit allt saman annaðist Ásgerður Höskulds- dóttir, en innréttingar eru frá Kristjáni Siggeirssyni. Ljósmynda- og gjafavörur, Hafnarfirdi: Filmuverndarpoki, sem ver filmur o.fl. gegn röntgengeislum Prisma sf. auglýsingastofa og offsetprentþjónusta, Reykja- víkurvegi 64 Hafnarfirði rek- ur verslun á sama stað undir nafninu Ljósmynda- og gjafa- vörur. Lögð er áhersla á að vera með Ijósmyndavörur í sem ýlestum gæðaflokkum, og enn- fremur að vera með góð merki. Fyrirtækið hefur umboð fyr- ir bandaríska fyrirtækið Sima. Ein helsta nýjung frá fyrirtæk- inu, sem komið hefur á markað hér, er sérstakur filmuverndar- poki, sem ver filmur o.fl. gegn röntgengeislum á flugvöllum. Vísindalegar skýrslur sanna, að gegnumlýsing á flugvöllum veldur miklum skemmdum á ljósmyndafilmum, og hefur fó'lk hingað til ekki varað sig á þessari staðreynd. Þessi þriggja laga verndar- poki veitir ljósmyndafilmum, transistortækjum, tölvum, út- varpstækjum, segulböndum, lyfjum o.fl. fullkomna vernd gegn slíkri gegnumlýsingu. Efnið er einnig til í rúllum. Ljósmynda- og gjafavörur selja einnig margar aðrar vör- ur frá Sima s.s. loftfyllta poka til þess að geyma í linsur, sjón- auka, flöss og aðra viðkvæma hluti. Loftfylltir pokar eru til í mörgum stærðum. Verslunin selur einnig sjónglerjafroðu frá Sima, en hún hindrar ryk og móðu, einnig ljósdreifi frá Sima, sem mýkir sterk ljós og dreifir skugga. Ljósmynda- og gjafavörur selja einnig margar tegundir af myndavélum, kvikmyndatöku- vélum og yfirleitt allt, sem við- kemur ljósmyndun. Má þar m.a. nefna linsur frá japansika fyrirtækinu Sigma, en þær passa í flestar reflex mynda- vélar. PV 4 1977 93

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.