Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1977, Page 22

Frjáls verslun - 01.04.1977, Page 22
leiösian í Afríku var í lágmarki 1960, eða 10,5 milljón tonn, en síðan hafa orðið örar framfarir í nýtingu olíuauðlinda Afríku- ríkja og var framleiðslan kom- in í 226,5 milljón tonn 1975. Hlutdeild Afríku í heimsfram- leiðslunni á olíu hefur vaxið úr 1% í 8,3%. Framleiðslan í fjarlægari Austurlöndum hefur ennfrem- ur au'kizt hröðum skrefum. Hún nam 27,6 milljón tonnum árið 1960 en 106,6 milljón tonnum árið 1975. Hlutdeild þeirra hef- ur vaxið úr 2,6% í 3,9%. # Hlutdeild Sovét- ríkjanna 155,2% Sovétríkin, sem framleiða næstum alla hráolíu fyrir Aust- ur-Evrópulöndin, hafa aukið framleiðslu sína úr 147,9 í 490 milljón tonn. Hlutdeild þeirra í heimsframleiðslunni á olíu hef- ur vaxið úr 13,8% í 18,2%. Evrópulöndin innan OECD framleiddu 1,4% af allri olíu í heiminum árið 1960 en árið 1975 var hlutfall þeirra 1%. Að- gerðirnar í samíbandi við nýt- ingu olíulindasvæðanna á botni Norðursjávar eru sem óðast að breyta þessari mynd. Enda þótt Venezuela og lönd- in við Karibahafið hafi sýnt litla en stöðuga aukningu í framleiðslu, 196,5 milljón tonn 1960 og 222,2 milljón tonn 1975, hefur hlutdeild þeirra í heims- framleiðslunni minnkað úr 18,4% í 8,2%. Framleiðendurn- ur tveir í Norður- Ameríku, Bandaríkin og Kanada, hafa séð málin hjá sér þróast með nokkuð öðrum hætti en hinir framleiðendurnir. Þó að olíu- magnið, sem Bandaríkin fram- leiddu, hafi vaxið um 100 millj- ón tonn miðað við 1960 eða í 467,3 milljón tonn 1975 lækk- aði hlutfall þeirra af heims- framleiðslunni úr 34,1% 1960 í 17,2% árið 1975. Kanada jók sína olíuframleiðslu til mikilla muna á þessu umrædda árabili og hafði náð 3,4% af heims- framleiðslunni árið 1975. A við 05 dreif Batinn í efnahagslífi Evrópuríkja hefur hægt á sér síðan í fyrra sumar, þannig að hagvöxtur er nú helmingi minni en þá, eða um 3%. Spár sérfræð- inga henda til að út þetta ár verði hagvöxtur í Evr- ópuríkjum um 3%. Þetta þýðir, að á tímabilinu 1975—1978 reynist hagvöxtur Evrópuríkja vera 8 til 11%, þó að hærri tölunni verði ekki tiáð nema ríkisstjórnir grípi til skjótra aðgerða og framleiðsla verði meiri á næsta ári en nú í ár. Til samanburðar var hagvöxtur fjögurra ára tímabils, sem endaði 1970 um 21%. Árin 1971—1974 var hann rúmlega 16%. Austurrí'kismenn ætla að tryggja sér fastan sess meðal ibílaframleiðslulanda. Þeir framleiða áætlun- arvagna og vörubíla. Nú ætlar fyrirtækið Steyr- Daimler-Puch, sem er aðallega í eigu austurríks banka, að byggja nýja bílaverksmiðju í Graz, sem kosta mun 45 til 50 milljónir dollara. Framleiðsla á að hefjast þar fyrir árslok 1978 og 1980 er ráð- gert að hún verði komin upp í 12 þús. bíla á ári og fari síðan enn vaxandi. Það er Daimler-Benz í V-Þýzkalandi, sem ætlar að annast markaðsmálin fyrir Steyr. Hvað myndu menn halda, að forstjóri í banda- rísku stórfyrirtæki fái í kaup á hvem klukkutíma fyrir vinnu sína? Tímakaupið hjá honum er um 100 dollarar ef miðað er við meðaltalsútkomu úr könnun, sem bandarískt ráðgjafarfyrirtæki gerði nýlega hjá 370 stærstu fyrirtækjunum í Bandaríkj- unum. Þá fer kaup til fulltrúa í stjórnum fyrir- tækja vestra hækkandi. Árleg þóknun hækkaði í fyrra úr 8.930 dollurum í 19.190 dollara árið 1975. Fyrir þetta lögðu stjómarmenm fram vinnu í að meðaltali 10214 klukkustund yfir árið, þar með taldir fundir og heimavinna. Norska fyrirtækið Tandberg Radiofabrikk ákvað fyrir tveimur árum að flytja hluta af litsjónvarps- tækjaframleiðslu sinni úr landi, nánar tiltekið til Skotlands. Höfuðástæðan var launamismunur í Noregi og Bretlandi og lægri framleiðslukostnaður. Litsjónvarpstæki er helmingi ódýrara í Skotlandi en Noregi. Nú starfa 140 manns í Tandberg-verk- smiðjunni í Haddington í Skotlandi. 22 FV 4 1977

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.