Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1977, Side 67

Frjáls verslun - 01.04.1977, Side 67
upp. Við ætlum að bjóða upp á ihestaferðir héðan og hefur ferðask.rifstofum litist vel á iþær. Svo er ætlunin að staekka húsnæðið hérna einhvern tím- ann í framtíðinni, en aðeins helmingur hússins er risinn samkvæmt teikningu. Svo má geta þess að við höfum aðstöðu á Iþremur stöðum úti í bæ til að bjóða 25 manns gistingu. VERSLUN ARREKSTUR Mosfell sf. rekur verslun á Hellu og er þar verslað með .rafmagns- og útvarpsvörur, skó- fatnað, leikföng og snyrtivörur. — Það eru nokkuð drjúg við- skipti í þessari verslun ef litið er á upphæðirnar, sagði Einar. — Hins vegar er þetta allt lág álagningarvara. Við hefðum meira upp úr því, að selja brjóstsykur fyrir sömu upp- hæðir. Vörurnar höfum við á sama verði og út úr búð í Reykjavík og stærri vörurkeyr- um við heim, viðskiptavininum að kostnaðarlausu. Flutnings- kostnaðinn tökum við á okkur til þess að geta boðið upp á betri þjónustu. Þá er ótalinn rekstur sauma- stofu, sem Mosfell stendur að. Þar eru framleiddir vinnuvett- lingar og smávegis af vinnu- sloppum og trésmiðasvuntum. — Uppistaðan í framleiðslunni eru þessir sígildu gulu vinnu- vettlingar, sagði Einar. Það voru framleidd um 80 þúsund pör af þeirn hjá okkur á síðasta ári, en 5 starfsmenn vinna við þessa framleiðslu. Við höfum það þannig með allar fram- leiðsluvörur beggja fyrirtækj- anna, að við fáum aðila í Reykjavík til að sjá um dreif- ingu. Mér finnst framleiðsla og sölumennska ekki fara vel sam- an, það er betra að geta snúið sér óskiptur að öðru hvoru. Að sögn Einars er Hella þægilegur staður fyrir smærri iðnað. — Við erum mátulega langt frá Reykjavík, sagði hann, — til að þægilegt sé að flytja vörur til og frá. Hins vegar vantar okkur fjölbreytt- ari iðnað hingað, bæði til að nýta það vinnuafl sem til er á staðnum og til að laða fleira fólk hingað. Húsgagnaiðja Kaupfélags Rangæinga: Sérhæfir sig í sófa- settum Einn liður í margslungnum rekstri Kaupfélags Rangæinga er starfsemi Húsgagnaiðjunnar. Því fyrirtæki stjórnar Gunnar Guðjónsson og hafði Frjáls verslun tal af honum. Gunnar Guðjónsson. — í upphafi var þetta bara lítið þjónustuverkstæði, sagði Gunnar, — en 1972 var það stækkað og farið af stað meö framleiðslu bólstraðra hús- gagna. Það voru fengnir sér- fræðingar frá Noregi til að koma þessu af stað og komu þeir okkur í samband við hús- gagnaverksmiðjuna Ekornes i Noregi. Þaðan höfum við svo fengið mjög góða hjálp og fram- leiðum við svo til eingöngu eft- ir einkaleyfum frá þeim. Þetta er mest verksmiðjuvinna, sem hér fer fram, staðlaðar eining- ar, sem framleiddar eru í vél- um, en 16 rnanns vinna hér núna. SEX GERÐIR AF SÓFA- SETTUM Fyrst í stað framleiddi Hús- gagnaiðjan aðeins eina gerð af sófasettum, en nú er talsvert meiri breidd í framleiðslunni. — Við erum núna með 6 gerð- ir af settum, sagði Gunnar, — og erum að bæta við okkur fleiri gerðum. Það má segja að framleiðslan sé svo til eingöngu sófasett, en þó er alltaf svo- lítið gert af svefnsófum og stök um stólum. Við framleiðum þetta 450-500 sófasett á ári, enda mun Húsgagnaiðjan vera einn stærsti framleiðandinn á þessu sviði hér á landi. Mesti hlutinn af sófasettunum fer á markað í Reykjavík, en 16 sölu- aðilar úti um land eru með vör- ur frá okkur. Hvað verð snert- ir þá stöndum við vel að vígi gagnvart innflutningi og við reynum alltaf að halda verðinu niðri. Þegar við komum með fyrstu settin á markað 1972 voru þau talsvert ódýrari en innflutt vara, svo það mætti segja mér að við hefðum haft áhrif til lækkunar á húsgagna- markaðinum. HAFA EKKI UNDAN AÐ FRAMLEIÐA Að sögn Gunnars er það ekki nein yfirlýst stefna hjá Hús- gagnaiðjunni að framleiða bara sófasett. — Ef við rekumst á einhverjar góðar innlendar hug- myndir erum við alveg til í að reyna eitthvað nýtt, sagði Gunnar. — Hins vegar höfum við ekki undan að framleiða sófasettin því að markaðurinn tekur vel við. En svo erum við í nokkuð náinni samvinnu við tvær aðrar húsgagnagerðir, þ. e. Kaupfélags Árnesinga og Kaup- félags Skaftfellinga. Þessar húsgagnagerðir eru þekktar undir nafninu 3K. Samstarfið felst m. a. í því að framleiða ekki sömu hlutina, svo ekki verði um innbyrðis samkeppni að ræða. Við saumum svo áklæði fyrir KS og á Selfossi eru framleiddir svefnsófar, sem við fengum þá til að taka fyr- ir okkur. Þá erum við með sölu- samstarf og rekum sameigin- lega húsgagnaverslunina 3K í Reykjavík. FV 4 1977 67

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.