Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1977, Blaðsíða 81

Frjáls verslun - 01.04.1977, Blaðsíða 81
Félag vinnuvélaeigenda Erfitt að fá samþykki fyrir taxtahækkunum, sem taldar eru nauðsynlegar IVlargskonar hagsmunamál rædd við fulltrúa stjórnvalda Nú eru alls um 70 félagar í Félagi vinnuvélaeigenda, en að- ild að félagi þessu eiga bæði einstaklingar og fyrirtæki um allt land, sem hafa á hendi vinnuvélarekstur, leigutöku eða verktakastarfsemi. Munu velflestir þeirra sem stunda þennan atvinnurekstur nú eiga aðild að félaginu, sem hefur eflst mjög að undanfömu. Rek- ur félagið skrifstofu i Reykja- vík og er formaður þess, Jón G. Halldórsson, jafnframt fram- kvæmdastjóri. Hefur Jón verið formaður FVV allt frá því að það var stofnað árið 1953. Auk Jóns eiga nú sæti í stjórninni þeir B. Óli Pálsson, Steingrím- ur Jónasson, Guðni Sigfússon og Marinó Sigurpálsson. I vara- stjórn eiga sæti þeir Ellert Skúlason og Ragnar Péturs- son. Á aðalfundi Félags vinnu- vélaeigenda sem haldinn var fyrir skömmu kom fram í skýrslu formanns, að eitt ihelzta verkefni félagsstjórnarinnar væru ihverskonar viðskipti við stjórnvöld, og þá ekki sízt verð- lagsyfirvöld, en taxti vinnu- véla er háður verðlagsákvörð- un og toefur réynst erfitt að fá samþykki yfirvalda fyrir þeim hækkunum sem félagið hefur talið óhjákvæmilegar. Þá hef- ur félagið átt lengi í stríði við stjórnvöld vegna vinnutaxta sem ríkisstofnanir hafa sett sér vegna vinnuvélareksturs, en taxti þessara stofnana hefur til skamms tíma verið allmiklu lægri en taxti Félags vinnu- vélaeigenda. Hefur félagið nú náð fram samræmingu í töxt- um að langmestu leyti, enda eins og Jón G. Halldórsson, for- maður félagsins benti á í ræðu sinni á aðalfundi, óeðlilegt að ríkið sé með enn lægri taxta, en það sjálft viðurkennir með verðlagsákvæðum þeim sem sett eru á taxta Félags vinnu- vélaeigenda. Á aðalfundi Félags vinnu- vélaeigenda var ákveðið að fé- lagið sækti um aðild að Vinnu- veitendasambandi íslands, en til þessa hefur félagið ekki átt aðild að sambandinu, og að sögn formannsins hefur það haft óhagræði í för með sér, sérstaklega að þvi leyti að fé- lagið hefur ekki getað haft nægjanleg áhrif sem viðsemj- andi í kjarasamningum. Það kom þó greinilega fram á fund- inum, að félagar í FW voru mishrifnir af því að ganga í Vinnuveitendasambandið og var tillaga stjórnarinnar um að- ild að sambandinu til reynslu samþykkt með naumum at- kvæðamun. Til umræðu á aðalfundinum var einnig tillaga stjórnarinnar um aðild að Iðnlánasjóði, en vinnuvélaeigendur eiga nú ekki aðgang að neinum stofnlána- sjóði. Eins og kunnugt er kom fram tillaga frá stjórnvöldum í vetur að stofna sérstakan lána- sjóð fyrir vinnuvélar og flutn- ingabifreiðar, en Félag vinnu- vélaeigenda og félag verktaka virðist ekki hrifið af þeirri hug- mynd. Fékk það misjafnar und- irtektir á umræddum aðalfundi FV að æskja aðildar að Iðn- lánasjóði og var samþykkt með naumum atkvæðamun að fela stjórninni að athuga það mál nánar. í ræðu á fundinum vakti Jón G. Halldórsson formaður félags- ins athygli á því, að raunveru- lega væri nú greiddur tvöfald- ur söluskattur af þjónustu vinnuvéla. Eigendum þessara tækja væri gert að greiða full- an söluskatt af öllu því sem þeir þyrftu með til rekstrarins, og síðan væri innheimt sölu- gjald af allri vinnu þessara tækja. Hér ættu raunar að gilda hin sömu ákvæði og um heildsölu og smásölu, þ.e. að ekki væri skattaður nema ann- ar þátturinn. Greindi formaður frá því að félagsstjórnin hefði þegar hafið nánari athugun á þessu máli, og sett sig í sam- band við Fjármálaráðuneytið út af því. GJALD FYRIR VINNUVÉLAR Gjaldskrá Félags vinnuvéla- eigenda hækkaði nýlega um 30% en þá hafði hún verið ó- breytt í aillangan tíma. Verð á tækjum er mjög mismunandi eftir stærð þeirra og gerðum. Sem dæmi má nefna að meðal- stór jarðýta t.d. af gerðinni Caterpillar D6 kostar nú kr. 6.800 á klukkustund, ámokst- ursskófla af meðalstærð kostar um 6.800 kr. á klukkustund og meðalstór krani kostar nú um kr. 6.300 á klukkustund. Verk- kaupar verða einnig að greiða flutning vélar frá og til vinnu- staðar, og laun vélamanns að auki, svo og söluskatt. FV 4 1977 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.