Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1977, Page 81

Frjáls verslun - 01.04.1977, Page 81
Félag vinnuvélaeigenda Erfitt að fá samþykki fyrir taxtahækkunum, sem taldar eru nauðsynlegar IVlargskonar hagsmunamál rædd við fulltrúa stjórnvalda Nú eru alls um 70 félagar í Félagi vinnuvélaeigenda, en að- ild að félagi þessu eiga bæði einstaklingar og fyrirtæki um allt land, sem hafa á hendi vinnuvélarekstur, leigutöku eða verktakastarfsemi. Munu velflestir þeirra sem stunda þennan atvinnurekstur nú eiga aðild að félaginu, sem hefur eflst mjög að undanfömu. Rek- ur félagið skrifstofu i Reykja- vík og er formaður þess, Jón G. Halldórsson, jafnframt fram- kvæmdastjóri. Hefur Jón verið formaður FVV allt frá því að það var stofnað árið 1953. Auk Jóns eiga nú sæti í stjórninni þeir B. Óli Pálsson, Steingrím- ur Jónasson, Guðni Sigfússon og Marinó Sigurpálsson. I vara- stjórn eiga sæti þeir Ellert Skúlason og Ragnar Péturs- son. Á aðalfundi Félags vinnu- vélaeigenda sem haldinn var fyrir skömmu kom fram í skýrslu formanns, að eitt ihelzta verkefni félagsstjórnarinnar væru ihverskonar viðskipti við stjórnvöld, og þá ekki sízt verð- lagsyfirvöld, en taxti vinnu- véla er háður verðlagsákvörð- un og toefur réynst erfitt að fá samþykki yfirvalda fyrir þeim hækkunum sem félagið hefur talið óhjákvæmilegar. Þá hef- ur félagið átt lengi í stríði við stjórnvöld vegna vinnutaxta sem ríkisstofnanir hafa sett sér vegna vinnuvélareksturs, en taxti þessara stofnana hefur til skamms tíma verið allmiklu lægri en taxti Félags vinnu- vélaeigenda. Hefur félagið nú náð fram samræmingu í töxt- um að langmestu leyti, enda eins og Jón G. Halldórsson, for- maður félagsins benti á í ræðu sinni á aðalfundi, óeðlilegt að ríkið sé með enn lægri taxta, en það sjálft viðurkennir með verðlagsákvæðum þeim sem sett eru á taxta Félags vinnu- vélaeigenda. Á aðalfundi Félags vinnu- vélaeigenda var ákveðið að fé- lagið sækti um aðild að Vinnu- veitendasambandi íslands, en til þessa hefur félagið ekki átt aðild að sambandinu, og að sögn formannsins hefur það haft óhagræði í för með sér, sérstaklega að þvi leyti að fé- lagið hefur ekki getað haft nægjanleg áhrif sem viðsemj- andi í kjarasamningum. Það kom þó greinilega fram á fund- inum, að félagar í FW voru mishrifnir af því að ganga í Vinnuveitendasambandið og var tillaga stjórnarinnar um að- ild að sambandinu til reynslu samþykkt með naumum at- kvæðamun. Til umræðu á aðalfundinum var einnig tillaga stjórnarinnar um aðild að Iðnlánasjóði, en vinnuvélaeigendur eiga nú ekki aðgang að neinum stofnlána- sjóði. Eins og kunnugt er kom fram tillaga frá stjórnvöldum í vetur að stofna sérstakan lána- sjóð fyrir vinnuvélar og flutn- ingabifreiðar, en Félag vinnu- vélaeigenda og félag verktaka virðist ekki hrifið af þeirri hug- mynd. Fékk það misjafnar und- irtektir á umræddum aðalfundi FV að æskja aðildar að Iðn- lánasjóði og var samþykkt með naumum atkvæðamun að fela stjórninni að athuga það mál nánar. í ræðu á fundinum vakti Jón G. Halldórsson formaður félags- ins athygli á því, að raunveru- lega væri nú greiddur tvöfald- ur söluskattur af þjónustu vinnuvéla. Eigendum þessara tækja væri gert að greiða full- an söluskatt af öllu því sem þeir þyrftu með til rekstrarins, og síðan væri innheimt sölu- gjald af allri vinnu þessara tækja. Hér ættu raunar að gilda hin sömu ákvæði og um heildsölu og smásölu, þ.e. að ekki væri skattaður nema ann- ar þátturinn. Greindi formaður frá því að félagsstjórnin hefði þegar hafið nánari athugun á þessu máli, og sett sig í sam- band við Fjármálaráðuneytið út af því. GJALD FYRIR VINNUVÉLAR Gjaldskrá Félags vinnuvéla- eigenda hækkaði nýlega um 30% en þá hafði hún verið ó- breytt í aillangan tíma. Verð á tækjum er mjög mismunandi eftir stærð þeirra og gerðum. Sem dæmi má nefna að meðal- stór jarðýta t.d. af gerðinni Caterpillar D6 kostar nú kr. 6.800 á klukkustund, ámokst- ursskófla af meðalstærð kostar um 6.800 kr. á klukkustund og meðalstór krani kostar nú um kr. 6.300 á klukkustund. Verk- kaupar verða einnig að greiða flutning vélar frá og til vinnu- staðar, og laun vélamanns að auki, svo og söluskatt. FV 4 1977 81

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.