Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1977, Side 49

Frjáls verslun - 01.04.1977, Side 49
„Vöruskoðun fer fram til að finna réttan gjaldgrundvöll. Það er því ekki lausn að fækka í vöruskoðun og fjölga í afgreiðslu“. segir tollstjórinn. F.V.: — Hvemig innheimtist söluskattur hjá fyrirtækjum, hve stóra.r upphæðir voru í vanskilum um síðustu áramót? Eru nokkrar breytingar fyrir- hugaðar á innheimtu skattsins, m.a. vegna gagnrýni kaup- manna á að þurfa að gegna innheimtustörfum fyrir ríkið endurgjaldslaust? Tollstjóri: — í Reykjavík eru u.'þ.b. 2.500 reglulegir sölu- skattsgreiðendur, sem skila eiga söluskatti mánaðarlega. Telja m-á að af þeim fjölda skili u.þ.b. 350 ekki skattinum innan til- skilins tíma. Samkvæ-mt því eru sem næst 14% söluskatts- greiðenda vanskilamenn, en í fjárhæðum eru vanskilin miklu lægra hlutfall. Um s.l. áramót voru í vanskilum 375 milljónir, sem eru um 3% af heildartekj- um af söluskatti á árinu 1976. Af þessari fjárhæð -hafa þegar verið innheimtar nú um 250 milljónir og líklegt að mest öll fjárhæðin greiðist á árinu. Um áramótin 1975—1976 voru í vanskilum 260 milljónir eða tæo 2% af tilföllnum tekjum á árinu 1975. Um áramótin 1976 —1977 voru útistandandi van- skil vegna 1975 aðeins 15 millj- ónir kr. eða 0,1%. Mér er ekki kunnugt um að neinar breyt- ingar séu fyrirhugaðar á inn- heimtutilhögun söluskatts. F.V.: — Eru til ágiskanir eða rökstuddur grunur um bein söluskattssvik á ári í krónum talið? Hvernig er tekið á mál- um, sem kunna að rísa vegna gruns um slíkt athæfi? Tollstjóri: — Ég held að eng- ar slíkar ágiskanir séu til. Ann- ars er það aðeins innheimtan, sem fellur innan verksviðs okk- ar. Skattstjórar sjá um álagn- inguna og eftirlit með því að söluskattur sé rétt tíundaður. F.V.: — Hefur í einhverjum mæli orðið vart tilrauna lil að brjóta reglur um EFTA-upp- run'a vara eftir að við gengum í Fríverzlunarsamtökin og toll- ar þess hafa lækkað? ToIIstjóri: — Það eru alltaf að koma upp tilvik þar sem EFTA/EBE-tollmeðferðar er óskað, þó að það eigi ekki við. Flest eru þessi tilvik fyrir handvömm erlendis frá, en nokkur hafa þó sannanlega ver- ið gerð í blekkingarskyni. F.V.: — Er í gangi skipuleg starfsemi á aiþjóðavísu til að sniðganga þær reglur, sem gilda á fríverzlunarsvæðum? Tollstjóri: — Mér er ekki kunnugt um nein skipuleg sam- tök í þessu sambandi, en heyrst hefur um fjölmörg tilfelli þar sem reynt er að „gera út á“ endurgreiðslusjóði EBE-land- anna, þ.e. að útbúa útflutnings- gögn yfir vörur sem endur- greiðslurétt gefa við útflutning frá viðkomandi löndum án þess að þeim gögnum fylgi nokkur útflutningur í reynd. Eru þess- ar tilraunir til svika vel þek'kt- ar í þessum löndum, en ég veit ekki til þess að það snerti okk- ur á nokkurn hátt. F.V.: — Hve öflug samvinna er milli tollyfirvalda, hér á landi og hliðstæðra stofnana í öðrum löndum? ToIIstjóri: — Við erum aðilar að Alþjóðatollsamvinnuráðinu í Briissel, sem telur á annað hundrað aðildarlönd. Þeirri aðild fylgir einkum það hag- ræði fyrir okkur, að við fáum reglulega skýringarrit um hina alþjóðlegu tollskrá, sem eins og fyrr sagði, er einnig í notkun hér, svo og úrskurði alla eða á- lit um tollflokkun hinna mis- munandi vörutegunda. Þetta er ómetanleg hjálp og ég veit ekki hvernig fámennt tollgæslulið eins og er hjá okkur 'hefði kom- ist af við tollgreiningu vara ef þessu hefði ekki verið til að dreifa. Innan þessara samtaka starfar sérstök afbrotarann- sóknarþjónusta (Investigation Service), sem við höfum sótt fundi hjá og notið góðs af í ýmsu tilliti. Þá er mjög náið samstarf milli allra Norðurlandanna á sviði tollamála og m.a. starf- andi norrænt tollasamvinnu- ráð, sem kemur saman til funda einu sinni á ári þar sem menn bera saman bækur sínar. Aðild okkar að því er orð- in 20 ára og við höfum notið af 'henni ómælds hagræðis. Við höfum átt þess kost að senda tollmenn okkar til menntunar og þjálfunar þar og notað okk- ur það talsvert bæði í Dan- mörku og Noregi. Þá er mjög náið upplýsingastreymi innan Norðurlandanna um öll tilvik, sem uppgötvast í einhverju landinu og gætu valdið tolla- lagabroti í öðru. F.V.: — Er það nokkur þjóð í hinum vestræna heimi, sem lifir í skjóli jafnvoldugra toll- múra og íslendingar og er eft- irlit með farangri ferðafólks, FV 4 1977 49

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.