Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1977, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.04.1977, Blaðsíða 49
„Vöruskoðun fer fram til að finna réttan gjaldgrundvöll. Það er því ekki lausn að fækka í vöruskoðun og fjölga í afgreiðslu“. segir tollstjórinn. F.V.: — Hvemig innheimtist söluskattur hjá fyrirtækjum, hve stóra.r upphæðir voru í vanskilum um síðustu áramót? Eru nokkrar breytingar fyrir- hugaðar á innheimtu skattsins, m.a. vegna gagnrýni kaup- manna á að þurfa að gegna innheimtustörfum fyrir ríkið endurgjaldslaust? Tollstjóri: — í Reykjavík eru u.'þ.b. 2.500 reglulegir sölu- skattsgreiðendur, sem skila eiga söluskatti mánaðarlega. Telja m-á að af þeim fjölda skili u.þ.b. 350 ekki skattinum innan til- skilins tíma. Samkvæ-mt því eru sem næst 14% söluskatts- greiðenda vanskilamenn, en í fjárhæðum eru vanskilin miklu lægra hlutfall. Um s.l. áramót voru í vanskilum 375 milljónir, sem eru um 3% af heildartekj- um af söluskatti á árinu 1976. Af þessari fjárhæð -hafa þegar verið innheimtar nú um 250 milljónir og líklegt að mest öll fjárhæðin greiðist á árinu. Um áramótin 1975—1976 voru í vanskilum 260 milljónir eða tæo 2% af tilföllnum tekjum á árinu 1975. Um áramótin 1976 —1977 voru útistandandi van- skil vegna 1975 aðeins 15 millj- ónir kr. eða 0,1%. Mér er ekki kunnugt um að neinar breyt- ingar séu fyrirhugaðar á inn- heimtutilhögun söluskatts. F.V.: — Eru til ágiskanir eða rökstuddur grunur um bein söluskattssvik á ári í krónum talið? Hvernig er tekið á mál- um, sem kunna að rísa vegna gruns um slíkt athæfi? Tollstjóri: — Ég held að eng- ar slíkar ágiskanir séu til. Ann- ars er það aðeins innheimtan, sem fellur innan verksviðs okk- ar. Skattstjórar sjá um álagn- inguna og eftirlit með því að söluskattur sé rétt tíundaður. F.V.: — Hefur í einhverjum mæli orðið vart tilrauna lil að brjóta reglur um EFTA-upp- run'a vara eftir að við gengum í Fríverzlunarsamtökin og toll- ar þess hafa lækkað? ToIIstjóri: — Það eru alltaf að koma upp tilvik þar sem EFTA/EBE-tollmeðferðar er óskað, þó að það eigi ekki við. Flest eru þessi tilvik fyrir handvömm erlendis frá, en nokkur hafa þó sannanlega ver- ið gerð í blekkingarskyni. F.V.: — Er í gangi skipuleg starfsemi á aiþjóðavísu til að sniðganga þær reglur, sem gilda á fríverzlunarsvæðum? Tollstjóri: — Mér er ekki kunnugt um nein skipuleg sam- tök í þessu sambandi, en heyrst hefur um fjölmörg tilfelli þar sem reynt er að „gera út á“ endurgreiðslusjóði EBE-land- anna, þ.e. að útbúa útflutnings- gögn yfir vörur sem endur- greiðslurétt gefa við útflutning frá viðkomandi löndum án þess að þeim gögnum fylgi nokkur útflutningur í reynd. Eru þess- ar tilraunir til svika vel þek'kt- ar í þessum löndum, en ég veit ekki til þess að það snerti okk- ur á nokkurn hátt. F.V.: — Hve öflug samvinna er milli tollyfirvalda, hér á landi og hliðstæðra stofnana í öðrum löndum? ToIIstjóri: — Við erum aðilar að Alþjóðatollsamvinnuráðinu í Briissel, sem telur á annað hundrað aðildarlönd. Þeirri aðild fylgir einkum það hag- ræði fyrir okkur, að við fáum reglulega skýringarrit um hina alþjóðlegu tollskrá, sem eins og fyrr sagði, er einnig í notkun hér, svo og úrskurði alla eða á- lit um tollflokkun hinna mis- munandi vörutegunda. Þetta er ómetanleg hjálp og ég veit ekki hvernig fámennt tollgæslulið eins og er hjá okkur 'hefði kom- ist af við tollgreiningu vara ef þessu hefði ekki verið til að dreifa. Innan þessara samtaka starfar sérstök afbrotarann- sóknarþjónusta (Investigation Service), sem við höfum sótt fundi hjá og notið góðs af í ýmsu tilliti. Þá er mjög náið samstarf milli allra Norðurlandanna á sviði tollamála og m.a. starf- andi norrænt tollasamvinnu- ráð, sem kemur saman til funda einu sinni á ári þar sem menn bera saman bækur sínar. Aðild okkar að því er orð- in 20 ára og við höfum notið af 'henni ómælds hagræðis. Við höfum átt þess kost að senda tollmenn okkar til menntunar og þjálfunar þar og notað okk- ur það talsvert bæði í Dan- mörku og Noregi. Þá er mjög náið upplýsingastreymi innan Norðurlandanna um öll tilvik, sem uppgötvast í einhverju landinu og gætu valdið tolla- lagabroti í öðru. F.V.: — Er það nokkur þjóð í hinum vestræna heimi, sem lifir í skjóli jafnvoldugra toll- múra og íslendingar og er eft- irlit með farangri ferðafólks, FV 4 1977 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.