Frjáls verslun - 01.09.1981, Page 10
Býður Jón
fram til
bæjar-
stjórnar?
FRÉTTIR frá Akureyri
herma, aö Jón Sólnes sé
ekki af baki dottinn og hafi í
hyggju aó láta að sér kveða í
pólitíkinni í vor, þegar kosið
verður til bæjarstjórnar. Jón
var um langt árabil oddviti
Sjálfstæðismanna í bæjar-
stjórn og virtur leiðtogi á
þeim vettvangi, Ýmsir Sjálf-
stæðismenn nyrðra óttast
að Jón muni bjóða fram
sjálfstætt í bæjarstjórnar-
kosningum og taka nokkurt
fylgi frá flokkslistanum. Af
Jóni er það annars að segja.
að um þessar mundir
stundar hann ýmiss konar
ráðgjafarstarfsemi í fjármál-
um og viðskiptum, sem fyr-
irtæki noröanlands hafa
notfært sér. Þannig mun
Jón hafa verið aóalhvata-
maöur þess að sett var upp
verksmiöja til að steikja
kartöflur á Svalbarðseyri.
Vaxandi vöruúrval á benzín-
stöðvum
VÖRUÚRVAL í afgreiðslu-
skálum benzínstöðvanna
hefur orðið hið fjölbreytileg-
asta með árunum. Auk alls
kyns varnings fyrir rekstur
bifreiðarinnar er nú hægt að
fá kasettumúsík, grilltæki,
leikföng o.fl. í þessum stóru
og snyrtilegu afgreiðslu-
skálum, sem víða hafa risið
við benzínstöðvar á höfuð-
borgarsvæðinu. Mjög erfitt
hefur reynzt að stjórna því,
hvaða vörur væru á boð-
stólum á þessum stöðum,
en reynt hef ur verið að beita
heilbrigðiseftirliti Reykjavík-
urborgar sem stjórnunarað-
ila varðandi vöruframboð
enda þótt ekki sé um heil-
brigðismál í raunverulegum
skilningi að ræða. Nýlega
gerði heilbrigðiseftirlitið í
Reykjavík tillögu um að
bannað væri að selja inn-
pakkað sælgæti á benzín-
stöðvum. Heilbrigðisráð
borgarinnar hnekkti hins
vegar þessum úrskurði og
taldi að ekkert mælti gegn
slíkri sölu út frá heilbrigðis-
sjónarmiði. Það má því gera
ráð fyrir að vöruúrvalið í
benzínafgreiðslunum eigi
eftir að vaxa til muna og að í
þeim geti þróast fjölbreyti-
leg kvöldverzlun áður en
langt um líður.
Bygginga-
áform
fyrir
tækja í
Reykjavík
SJÓMANNADAGSRÁÐ hef-
ur sótt um heimild til að
stækka Laugarásbíó um
rúmlega 2000 rúmmetra. Þá
hefur Kirkjusandur h.f. sótt
um leyfi til að byggja 3200
rúmmetra skreiðargeymslu,
stálgrindarhús á steyptum
grunni, á lóðinni Kirkju-
Hörð
samkeppni
ferðaskrif-
stofa á
Akureyri
MIKIL gróska er í ferða-
málastarfseminni á Akur-
eyri. Ferðaskrifstofa Akur-
eyrar hf. er rótgróið fyrirtæki
á sínu sviði og starfar í ná-
inni samvinnu við Flugleiðir,
sem er meðal eigenda skrif-
stofunnar. Þá hefur Ferða-
skrifstofa Akureyrar umboð
fyrir Úrval og selur í ferðir
þess til sólarlanda. Nú munu
Útsýn og Samvinnuferðir
koma inn á þennan markað
með fastri starfsemi á Akur-
eyri og verða skrifstofurnar
reyndar hlið við hlið í húsum
í Skipagötu. Samvinnuferðir
sandur vestri við Laugar-
nesveg. Alþýðubrauðgerðin
er einnig í byggingarhug-
leiðingum og hyggst reisa
nýtt verzlunar- og skrif-
stofuhús á lóðunum Lauga-
vegur 61—63. Verður þetta
fjögurra hæða bygging, sem
snýr að Laugavegi, samtals
5000 fermetrar um 1000 fer-
metrar við Vitastíg. Við
Réttarháls 4 í Borgarmýri
ætlar Reykjaprent hf. að
reisa 1. áfanga að skrif-
stofuhúsi fyrir blaðaútgáfu,
kjallari og ein hæð, samtals
8000 rúmmetrar.
Nýlega hefur hafnarstjórn
Reykjavíkur úthlutað aðstöðu
á fyllingu utan Granda.
Hekla h.f. fékk úthlutað 128
fermetrum. Bláfjöll h.f.
(Haukur Hjaltason o.fl.) fékk
500 fermetra og Haraldur
Ágústsson o.fl. fengu 500
fermetra.
10