Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1981, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.09.1981, Blaðsíða 10
 Býður Jón fram til bæjar- stjórnar? FRÉTTIR frá Akureyri herma, aö Jón Sólnes sé ekki af baki dottinn og hafi í hyggju aó láta að sér kveða í pólitíkinni í vor, þegar kosið verður til bæjarstjórnar. Jón var um langt árabil oddviti Sjálfstæðismanna í bæjar- stjórn og virtur leiðtogi á þeim vettvangi, Ýmsir Sjálf- stæðismenn nyrðra óttast að Jón muni bjóða fram sjálfstætt í bæjarstjórnar- kosningum og taka nokkurt fylgi frá flokkslistanum. Af Jóni er það annars að segja. að um þessar mundir stundar hann ýmiss konar ráðgjafarstarfsemi í fjármál- um og viðskiptum, sem fyr- irtæki noröanlands hafa notfært sér. Þannig mun Jón hafa verið aóalhvata- maöur þess að sett var upp verksmiöja til að steikja kartöflur á Svalbarðseyri. Vaxandi vöruúrval á benzín- stöðvum VÖRUÚRVAL í afgreiðslu- skálum benzínstöðvanna hefur orðið hið fjölbreytileg- asta með árunum. Auk alls kyns varnings fyrir rekstur bifreiðarinnar er nú hægt að fá kasettumúsík, grilltæki, leikföng o.fl. í þessum stóru og snyrtilegu afgreiðslu- skálum, sem víða hafa risið við benzínstöðvar á höfuð- borgarsvæðinu. Mjög erfitt hefur reynzt að stjórna því, hvaða vörur væru á boð- stólum á þessum stöðum, en reynt hef ur verið að beita heilbrigðiseftirliti Reykjavík- urborgar sem stjórnunarað- ila varðandi vöruframboð enda þótt ekki sé um heil- brigðismál í raunverulegum skilningi að ræða. Nýlega gerði heilbrigðiseftirlitið í Reykjavík tillögu um að bannað væri að selja inn- pakkað sælgæti á benzín- stöðvum. Heilbrigðisráð borgarinnar hnekkti hins vegar þessum úrskurði og taldi að ekkert mælti gegn slíkri sölu út frá heilbrigðis- sjónarmiði. Það má því gera ráð fyrir að vöruúrvalið í benzínafgreiðslunum eigi eftir að vaxa til muna og að í þeim geti þróast fjölbreyti- leg kvöldverzlun áður en langt um líður. Bygginga- áform fyrir tækja í Reykjavík SJÓMANNADAGSRÁÐ hef- ur sótt um heimild til að stækka Laugarásbíó um rúmlega 2000 rúmmetra. Þá hefur Kirkjusandur h.f. sótt um leyfi til að byggja 3200 rúmmetra skreiðargeymslu, stálgrindarhús á steyptum grunni, á lóðinni Kirkju- Hörð samkeppni ferðaskrif- stofa á Akureyri MIKIL gróska er í ferða- málastarfseminni á Akur- eyri. Ferðaskrifstofa Akur- eyrar hf. er rótgróið fyrirtæki á sínu sviði og starfar í ná- inni samvinnu við Flugleiðir, sem er meðal eigenda skrif- stofunnar. Þá hefur Ferða- skrifstofa Akureyrar umboð fyrir Úrval og selur í ferðir þess til sólarlanda. Nú munu Útsýn og Samvinnuferðir koma inn á þennan markað með fastri starfsemi á Akur- eyri og verða skrifstofurnar reyndar hlið við hlið í húsum í Skipagötu. Samvinnuferðir sandur vestri við Laugar- nesveg. Alþýðubrauðgerðin er einnig í byggingarhug- leiðingum og hyggst reisa nýtt verzlunar- og skrif- stofuhús á lóðunum Lauga- vegur 61—63. Verður þetta fjögurra hæða bygging, sem snýr að Laugavegi, samtals 5000 fermetrar um 1000 fer- metrar við Vitastíg. Við Réttarháls 4 í Borgarmýri ætlar Reykjaprent hf. að reisa 1. áfanga að skrif- stofuhúsi fyrir blaðaútgáfu, kjallari og ein hæð, samtals 8000 rúmmetrar. Nýlega hefur hafnarstjórn Reykjavíkur úthlutað aðstöðu á fyllingu utan Granda. Hekla h.f. fékk úthlutað 128 fermetrum. Bláfjöll h.f. (Haukur Hjaltason o.fl.) fékk 500 fermetra og Haraldur Ágústsson o.fl. fengu 500 fermetra. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.