Frjáls verslun - 01.09.1981, Qupperneq 11
Problems
of
Communism
Book Reviews
Hedley Bull
Colin S. Gray
F\ Stephen Larrabea
Tama A. Jacques
Stephen B. Young
CP Checklist
Richard F. Staar
USSR AND NORTHERN EUROPE
William J. Taylor. Jr.. and John R. Fairlamb
Catalan Challenge Eusebio Muiai teon
Cuba in the 1980's
Áhugasamir
lestrarhestar
í sovéska
sendiráðinu
YFIRMAÐUR Menningar-
stofnunar Bandaríkjanna
hér á landi, Tom Martin,
hefur sýnt starfsbræðrum
sínum í sovézka sendiráðinu
mikla umhyggju. Fyrir hans
tilstuðlan hafa sovézkir
dimplómatar fengið tæki-
færi til að sjá veröldina í nýju
Ijósi og eru þeir sagðir
gleypa í sig ýmsa fróðleiks-
mola, sem forstöðumaður
menningarstofnunarinnar
víkur að þeim. Berast þeim
ýmis bandarísk stjórnmálarit
reglulega og er þar jafnan
efst í bunkanum ritið Prob-
lems of Communlsm, sem
fjallar ítarlega um ástandið í
kommúnistaríkjunum og
áhrif kommúnista í öðrum
löndum, svo sem á (slandi.
FLUGtEIDW
' 1 j
C u
verða í húsnæði Samvinnu-
trygginga og Útsýn í húsa-
kynnum Bókvals. Heyrzt
hefur að Útsýn hafi ráðið
Kolbein Sigurbjörnsson til
að veita starfseml sinni á
Akureyri forstöðu, en Kol-
beinn er mjög reyndur í
ferðamálastarfsemi, var áð-
ur starfsmaður söluskrif-
stofu Flugleiöa nyrðra og er
nú hjá Ferðaskrifstofu Ak-
ureyrar. Ásdís Árnadóttir,
sem verið hefur aðstoöar-
hótelstjóri á Hótel KEA, mun
væntanlega verða starfs-
maður hinnar nýju skrifstofu
Samvinnuferða. Fyrirsjáan-
leg er hörð samkeppni
ferðaskrifstofanna á Akur-
eyri ekki sízt í sambandi við
innanlandsferðir, ef Flug-
leiðir afhenda þessum nýju
aðilum farseðla til útgáfu og
sölu.
Skuldasöfnun í
Amsterdam-
flugi
Iscargo
KRISTINN FINNBOGASON
ber sig vel aö vanda þótt á
móti blási hjá Iscargo. Sala
á Electra-vél félagsins hefur
staðið fyrir dyrum og hefur
Kristinn í hyggju að fá Boe-
ing-þotu í staðinn til Amst-
erdam-flugs félagsins með
vörur og farþega. Þykir
þetta mikill stórhugur í Ijósi
þess að skuldir Iscargo
vegna Amsterdam-flugs
með leiguvélum hollenzka
flugfélagsins Transavia
munu nema 7—11 milljón-
um króna.
Ragnhildur
varafor-
maöur?
EKKI er ólíklegt að fulltrúar
á landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins fái úr mörgu að
velja, þegar kemur að kjöri
varaformanns flokksins í
stað Gunnars Thoroddsen.
Friðrik Sophusson, alþing-
ismaður er í kjöri, enn frem-
ur Sigurgeir Sigurðsson,
bæjarstjóri og búizt er við
framboði Davíðs Sch. Thor-
steinssonar, formanns Fé-
lags ísl. iðnrekenda sem
myndi örugglega njóta mik-
ils fylgis fulltrúa í hinum
frjálsa atvinnurekstri. En
fleiri koma til greina. Vegna
umræðunnar um stööu
kvenna í stjórnmálastarfinu
beinast augu æ fleiri að
Ragnhildi Helgadóttur.
Burtséð frá kvennapólitík-
inni þykir Ragnhildur hafa
óumdeilanlega kosti til að
takast á hendur slíkt
ábyrgðarstarf sakir mikillar
þekkingar á flokksstarfinu
og langrar reynslu á því sviði
og ekki síður vegna heilla-
drjúgra starfa á þingi og i
öðrum trúnaðarstörfum,
sem henni hafa verið falin.
íslenzkir
samtíðar-
menn í
leikriti
Davíðs
SJÓNVARPIÐ mun sýna
nýtt leikrit eftir Davíð Odds-
son um jólaleytið. Hefur það
hlotið nafnið Kusk á hvít-
flibbann og fjallar um ungan
embættismann sem flækist
fyrir röð tilviljana í sakamál,
sem verður mikið uppslátt-
arefni hasarblaðamanna.
Kunnugir segja, að leikritið
lýsi vel hlutskipti fórnar-
lamba í hliðstæðum málum,
serp menn kannast við úr
veruleikanum og þurfi ekki
að líta mjög langt aftur í tím-
ann. Upplognar sakargiftir,
gæzkuvarðhaldið, risafyrir-
sagnir í blöðum dag eftir
dag, niðurbrotnar fjölskyld-
ur. Semsagt þverskurður á
varnarleysi einstaklingsins í
hinu rómaða réttarríki rann-
sóknarlögreglu og síð-
degispressu. Boðskapur-
inn, sem verkið flytur mun í
stuttu máli vera þessi: Opin-
berir starfsmenn: Bjóðið
aldrei ókunnugum í partí á
skrifstofunni.