Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1981, Side 12

Frjáls verslun - 01.09.1981, Side 12
Tillaga Sigurðar Helgasonar árið 1971: Algjör sameining ftugfélaganna — eða náin samvinna og aukin hagkvæmni í rekstri Sameining flugfélaganna tveggja, Flugfélags íslands og Loftleiða hefur verið talsvert til umræðu hér á síðum blaósins undanfarna mánuði. Ber þar hæst greinar Helgu Ingólfsdóttur um sögulegt baksviö þessarar sameiningar og það starf sem unnið var og sem leiddi til stofnunar nýs íslensks flug- félags, Flugleiða. Þaö hefur varla farið framhjá neinum að sameining þessara tveggja fyrir- tækja gekk ekki umbrotalaust fyrir sig, enda miklir hagsmunir í veði fyrir marga aðila. Til að fylla enn betur upp í þá mynd sem Helga Ingólfsdóttir dró af sögulegum aðdraganda sam- einingar þessara tveggja fyrir- tækja, leitaði Frjáls verslun til Sigurðar Helgasonar forstjóra Flugleiða og kemur fram í viðtali við hann að alvarlegar samninga- viðræður um stofnun nýs flugfé- lags með sameiningu Flugfélags íslands og Loftleiða áttu sér stað árið 1971. Þær viðræður báru hins vegar ekki tilætlaðan árangur, enda var um þær nokkur ágrein- ingur í stjórn Loftleiða. Við spurð- um því Sigurð Helgason hvort það sé rétt að ákveðinn hluti Loft- leiðamanna hafi aldrei gengið heilshugar til sameiningar flugfé- laganna og hvort að djúpstæður ágreiningur hafi verið innan Loft- leiðaarms Flugleiða jafnvel allt fram á þennan dag. Sigurður: ,,Ég vil ekki taka undir það að ágreiningur, hvað þá djúpstæður, sé innan Flugleiða í dag. Þó má e.t.v. segja að enn eimi af ágreiningi, sem reis innan stjórnar Loftleiða talsvert áður en nokkuð var farið að ræða alvar- lega um sameiningu eða samstarf Loftleiða og Flugfélags íslands. Þessi ágreiningur varð nokkuð djúpstæður og varð út af fluginu til Skandinaviu og Bretlands og hugsanlegri samvinnu við Flugfé- lag Islands. Sannleikurinn er sá að sumir stjórnarmanna Loftleiða og þáverandi framkvæmdastjóri vildu leggja út í stórfellda samkeppni í Skandinaviu- og Bretlandsflugi, ekki aðeins við Flugfélagiö heldur einnig SAS með flugi til Banda- ríkjanna á sömu fargjöldum. Þessi samkeppni var við það að ríða Loftleiðum að fullu. Þessir sömu menn sýndu tilmælum um aukið samstarf eða sameiningu við Flugfélagið lítinn áhuga í fyrstu. — Þannig að hugmyndir hafa verið um sameiningu flugfélag- anna innan stjórnar Loftleiða áður en frumkvæði ríkisins kom í október1972? Sigurður: „Mönnum fór að verða það stöðugt Ijósara að sam- eining eða samstarf beggja félag- anna hlyti að vera óumflýjanleg til 12

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.