Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1981, Síða 23

Frjáls verslun - 01.09.1981, Síða 23
LÖG SEM HEIMILA 800 MEGAWATTA AUKNINGU í VATNSAFLSVIRKJUN Alþingi samþykkti í vor iög sem heimila aukningu á uppsprettuafli vatnsaflstöðva um 800 MW. (Stjórnarfrumvarp um raforkuver.) I setningarræðu á Orkuþingi kom fram hjá Hjörleifi Guttormssyni að nú væri uppsett afl vatnsaflstöðva um 542 MW. 140 MW munu bætast við með tveimur nýjum aflvélum í Hrauneyjarfossvirkjun. Þá er auk þess til heimild fyrir 50 MW í jarðvarmavirkjunum og öðrum 50 MW í varaaflstöðvum. Við þessar nýju vatnsaflsvirkjanir og fyrirhugaðar veituframkvæmdir á Þjórsár- og Tungnársvæðinu mun orkuvinnslugeta landskerfisins vaxa um 4000 GWh, úr röskum 3000 GWh í 7000 GWh á ári. Eru gífurlegir iðnaðarmöguleikar tengdir virkjunum? Að sjálfsögðu eru iðnaðarmöguleikar tengdir virkj- unum en þá er fyrst og fremst rætt um stóriðju. Það kom hins vegar fram í erindi Björns Kristinssonar verkfræðings á Orkuþingi að annars konar iðnaðar- möguleikar eru fólgnir, eða gætu verið fólgnir í virkj- unum á næsta áratug. Þar átti Björn við framleiöslu íslenskra aðila og þá iðnfyrirtækja á tækjum fyrir vatnsaflsvirkjanir og tækjum til orkunýtingar. Björn Kristinsson ræddi um þá möguleika sem iðnfyrir- tækjum opnuðust ef rétt væri á málunum haldið. Hann benti á að nýsamþykkt lög um raforkuver að verðmæti 4500 milljónir nýkróna þýddu að opinber innkaup á tækjum til þeirra myndu nema sem svarar 820 milljónum nýkróna. Þar væri um að ræða hverfla fyrir 140 milljónir, rafala fyrir 140 mkr, spenna fyrir 30 mkr, stjórnbúnað fyrir 25 mkr, rofabúnað, strengi og tengibúnað fyrir 95 mkr, útivirki fyrir 70 mkr, ýmis kerfi • og hjálparbúnað fyrir 95 mkr, uppsetningu sem kost- aði um 140 mkr og hönnunarvinnu sem áætla mætti á 85 mkr. Þá áætlar hann að aðrar 820 milljónir nýkróna færu til opinberra innkaupa á orkunýtingarbúnaði án þess að sundurliða það frekar. Björn benti á í erindi sínu að margt af þessum tækjum væri hægt að framleiða hér innanlands, sumt hefði verið framleitt hér áður og studdi það rökum oy dæmum að eðlilegt væri að gera því skóna að slík framleiðsla gæti hleypt verulegu lífi í iðnaðarupp- bygginguna. (verðlag í desember 1980.) Mikil tækniþekking til staðar í landinu (erindi sínu nefndi Björn Kristinsson verkfræðingur að í landinu væri nú til staðar tækniþekking og mannafli til að hanna vatnsaflsvirkjanir til fullnustu fyrir útboð, ennfremurtil þess að sérhanna allan þann búnað sem til greina kemur að smíða eða setja saman hérlendis. Hann gat þess einnig að í landinu væri til staðar verkþekking og mannafli til þess að setja upp öll tæki, leggja allar leiðslur og framkvæma allar tengingar í vatnsaflsvirkjunum auk þess að smíðaog setja saman allan þann búnað sem til greina kemur að vinna hér heima. Samstaða erlendra fyrirtækja til að hækka verð til þróunarlanda Björn gerði grein fyrir könnun sem þýska blaðið Der Spiegel hefði gert á því hvernig stórfyrirtæki í fram- leiðslu á tækjum til orkuiðnaðar hefðu bundist sam- 23

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.