Frjáls verslun - 01.09.1981, Page 27
Mikilvægur dómur á sviði firma- og vörumerkjaréttar
Það verða að teljast nokkur tíð-
indi, að Time-Life Incorp. beið
lægri hlut í undirrétti í atlögu sinni
að Tízkublaðinu Líf, en sem
kunnugt er, þá taldi hið banda-
ríska útgáfufyrirtæki sig eiga
einkarétt á heitinu Líf og því væri
notkun þessa heitis öðrum
óheimil hér á landi.
Dómsmál sem þetta eru harla
fágæt hér á landi. Engu að síður
getur niðurstaða þeirra skipt miklu
máli, ekki bara fyrir þau fyrirtæki,
sem málið snertir beinlínis, heldur
sem vísbending á sviði firma- og
vörumerkjaréttar yfirleitt. Það
skiptir ekki litlu máli, hvort fyrir-
tæki er neytt til þess að leggja
niöur heiti, sem það hefur ef til vill
rekið starfsemi sína undir — aö
einhverju eða öllu leyti — árum
saman og byggir hugsanlega alla
viðskiptavild á. Það er því ekki úr
vegi að hyggja nánar að þessum
dómi.
Af hálfu bandaríska fyrirtækisins
var því haldiö fram, að með skrán-
ingu hefði það öðlast einkarétt til
þess að nota orðið ,,LIFE“ og þar
af leiöandi einnig þýðingu þess.
Þetta veitti lagavernd gegn því, að
aðrir notuðu þetta orð í atvinnu-
skyni. ísland hefði skuldbundið sig
27