Frjáls verslun - 01.09.1981, Qupperneq 29
til þess aö koma í veg fyrir skrán-
ingu vörumerkis, sem heföi að
geyma þýðingu, er valdið gæti
misgripum. Bannaöur væri sér-
hver verknaður, sem væri til þess
fallinn að stuðla að því, að villst
væri á fyrirtæki keppinautar, vör-
um hans eða verslunarstarfsemi.
Af hálfu útgefanda Tízkublaðs-
ins Líf (Frjálst framtak hf), var því
haldiö fram, að hann ætti fullan og
óskoraðan rétt til þess heitis, sem
hann hefði gefið blaði sínu. Stefn-
andi ætti ekki rétt yfir öðru en
heitinu LIFE og væri sá réttur þó
fyrst og fremst bundinn við þann
frágang á oröinu, sem viðhafður
væri í heiti hins bandaríska tíma-
rits, það er útlit heitisins. Orðið
LIFE sé ekki sérstaklega tilbúið
heiti og ekki einu sinni sjaldgæft
orð, heldur sé þaö algengasta orð
tungunnar og fjallar um eitt af
frumrænustu grundvallarhugtök-
um hennar eða öllu heldur lífið
sjálft. Það er þannig sannkölluð
þjóðareign í hverju landi og um
leið eitt af þeim orðum, sem erfitt
sé eða útilokað að öðlast eigin-
legan einkarétt yfir til notkunar í
atvinnuskyni.
Jafnframt sé á það að líta að
venjur um nafngiftir í blaðaheim-
inum séu ekki til þess fallnar að
stuðla að myndun einkaréttar og
hið sama má segja um viðhorf
manna til dagblaðanna. Á þessum
vettvangi ríki rótgróin tilhneiging
til þess að velja heiti blaða og
tímarita úr tiltölulega þröngum
hópi nafna eða orða almenns
heitis t.d. Morgunblaðið, Tíminn,
Þjóðviljinn eða Dagblaðið hér á
(slandi.
Þessi nöfn séu yfirleitt ekki sér-
kennandi í sjálfu sér, heldur veröi
þau að njóta stuðnings í öðru til
þess að halda einkaréttarvernd,
svo sem viðbótarorðum í nafninu,
sérstöku útliti eða frágangi eða
kunnugleika almennings á blað-
inu. Og í viðhorfi manna til blaða
og tímarita ríki á sama hátt föst til-
hneiging til þess að persónugera
ritin og líta á þau sem persónur
fremur en hluti eða nöfn. Telja
verði að orðið LIFE sé í tölu þess-
ara heita, sem hér um ræðir eða
undir áhrifum frá þessum aðstæð-
um. I þessum tilfellum er það ekki
heitið sem slíkt, heldur heildar-
mynd ritsins að meðtöldu tilliti til
hlutverks þess, útgáfuaðildar
o.s.frv. sem segi til um réttar-
verndina.
Af hálfu LIFE sé því haldið mjög
á loft, að heitið LIFE sé heims-
frægt. Sú heimsfrægð geti þó alls
ekki talist tengd nafninu LIFE sem
slíku, heldur tímaritinu LIFE, ,,per-
sónu" þess og frágangi. Um leið
fylgdi það þessari frægð, að menn
þekki ekki aðeins nafnið, heldur
viti meiri deili á því, sem bak við
það er en ella myndi.
í áliti dómenda segir í upphafi,
að útgefandi Tízkublaðsins Líf hafi
ekki notað orðið líf með þeim
hætti, sem haldið sé fram af hálfu
bandaríska tímaritsins. Engu að
síður sé rétt að taka fyrst til athug-
unar, hvort almennt bann verði
lagt því, að íslenska orðið líf verði
notað sem heiti tímaritsins, þar
sem það heiti fari í bága viö rétt
LIFE. Það heiti er ekki þýðing á
orði, sem búið hefur verið til og
telja verði ósannað, að útgefandi
Tímaritsins Líf miði með notkun
heitisins gagngert að því að til-
einka sér ávinning, sem tengdur
sé vörumerki LIFE. Bæði enska
oröið Life og íslenska orðið líf eru
algeng orð daglegs máls og sam-
kvæmt því verði ekki unnt að líta
svo á, að stefnandi geti lagt al-
mennt bann við því, að íslenska
orðiö líf verði notað sem heiti
tímarits án tillits til uppsetningar,
stafagerðar og frágans heitisins
að öðru leyti.
Næst beri að athuga, segir enn-
fremur í áliti dómenda, hvort notk-
unin á íslenska orðinu líf sem heiti
á íslenska tímaritinu fari í bág við
réttindi LIFE. Enska orðið life og
TÍZKÐBLAÐ
íslenska orðið líf séu bæði eins at-
kvæðis orð og svipaðrar merking-
ar. Engu að síður sé augljós mun-
ur á LIFE sem vörumerki og tíma-
ritsheitinu líf. Orðið life í vörumerki
stefnanda ber skýr einkenni upp-
runa síns í ensku máli. íslenska
orðið líf beri ótvíræð einkenni ís-
lenskrar tungu. Að þessu leyti sé
áberandi munur á þessum orðum.
Enska orðið endi á e, sem geri það
óíslenskulegt, en íslenska orðið sé
án þeirrar endingar og sé þar að
auki ritað með breiðum sér-
hljóða. Framburður þessara orða
sé ólíkur svo sem flestum mönnum
megi vera Ijóst hér á landi. Orðið
life í vörumerkjum stefnanda er
ritað með upphafsstöfum einum
en líf í heiti íslenska tímaritsins hafi
jafnan verið ritað með litlum stöf-
um. Þar við bætist, að orðið tísku-
blað hefur jafnan verið tengt orð-
inu líf í tímaritsheiti þess blaðs.
Verður því að telja ótvírætt, að um
svo gagngeran mun sé að ræða á
vörumerkjum stefnanda og tíma-
ritsheiti stefnda, að hverfandi líkur
séu á nokkrum ruglingi. Sam-
kvæmt þessu yrði ekki talið, að
notkunin á orðinu líf í heiti íslenska
tímaritsins bryti að lögum á nokk-
urn hátt í bága við rétt LIFE. Sam-
kvæmt þessu tapaði LIFE málinu
og var þar að auki dæmt til
greiðslu málskostnaðar.
Fróðlegt veröur að fylgjast með
úrslitum þessa máls í Hæstarétti,
ef því verður áfrýjað. Dómurinn er
hins vegar býsna afdráttarlaus,
þannig að vafaatriði eða álitamál
virðast ekki vera fyrir hendi að mati
dómenda. Það er því fremur ólík-
legt, að dómnum verði hnekkt í
Hæstarétti.
Miuar
82300
82302
29