Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1981, Síða 35

Frjáls verslun - 01.09.1981, Síða 35
RANNSÓKNIR Á LANDGÆÐUM AN ÞESS AÐ VERA A STAÐNUM Fram til þessa hefur það einkum verið talið á færi CIA (Central Intelligence Agency) að rannsaka hin ýmsu lönd án þess að þarlendir viti af því. Nú hefur virt stofnun á borð við Sameinuðu þjóðirnar tekið upp svipaða starfshætti, þótt í öðrum tilgangi sé. SÞ hafa á undanförnum 3 árum unnið að um- fangsmiklu þróunarverkefni í Namibíu, Suð-vestur Afríku. Við þetta verkefni hefur verið beitt nýrri aðferð við rannsóknir á landgæðum sem felst í notkun gervihnatta til að kanna ástand landsins. Aldrei hafa farið fram jafn umfangsmiklar rann- sóknir á lífríki lands án þess að rannsóknarmenn stigu þar fæti. Ástæðan er sú, að Suður-Afríkustjórn hefur ekki leyft sérfræðingum að starfa í Namibíu. Með hjálp gervihnatta hefur reynst unnt að kanna ástand landsins með ótrúlegri nákvæmni. Rannsóknir hafa leitt í Ijós að náttúruspjöll eru þegar mikil í Namibíu og að stjórn landsins, hvort sem hún verður í höndum SWAPO (South Africa People’s Organization) eða annarra aðila, verður að fara aðrar leiöir en gert hefur verið fram að þessu. Gervihnatta- rannsóknir hafa t.d. leitt í Ijós að um svo mikla ofbeit hefur verið að ræða í landinu undanfarin ár aö kúa- búskapur og nautarækt á ekki nokkra möguleika á næstunni. Namibía er um margt sérkennilegt land. Því svipar um margt til olíuríkja fremur en Afríkulands. Landið er að mestu leyti eyðimörk, þar er íbúatala lægst á hvern ferkílómetra í Afríku og einungis 1% landsins er ræktanlegt. En þar eru afturámóti gífurleg auðæfi fólgin í málmum og fiskimiðum. Um 60% ræktanlegs lands er í eign hvítra innflytj- enda og framleiða þeir mikil verðmæti til útflutnings, aðallega nautakjöt og ull og kjöt af karagútfé. Þegar Namibía hlýtur sjálfstæði er talið að mestur hluti hvítu íbúanna muni flytjast burt og taka með sér nautgripi og fénað, eða hreinlega slátra gripunum áður eins og gerðist í Angola og í Mozambique. Það sem Sameinuðu þjóðirnar eru að reyna að gera er að undirbúa sjálfstæða stjórn landsins undir þær ákvarðanir sem hún verður að taka til þess að tryggja efnahagslega uppbyggingu. Gervihnattamyndir sýna að beitarlönd hvítra íbúa eru mjög illa farin og telja vísindamenn því að áfram- haldandi áhersla á landbúnaðinn sé ekki líkleg til þess að skila nokkrum tetjandi árangri, fyrst verði að láta landið jafna sig í nokkur ár. Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ, FAO hefur gert gróðurkort af Namibíu með hjálp gervihnattar. ( tengslum við það verkefni kom í Ijós að á mörgum svæðum þar sem þurrkur er aðalvandamálið er mjög stutt niður á vatn og auðvelt að veita því upp á yfir- borðið. Þetta leiðir rök að því að hægt sé að breyta landi í gróöursælt ræktunarland þar sem áöur var eyðimörk. Þessar rannsóknir hafa einnig leitt í Ijós aó skógar hafa verið ofnýttir og að nauðsyn verður á að friða stór svæði eigi ekki illa að fara. Þá hefur komið í Ijós að hin auðugu fiskimið undan ströndunum hafa verið ofveidd og vissar tegundir fiskjar finnast ekki lengur. Floti fiskiskipa í eigu aðila í Suður-Afríku hefur ausið upp fiski án þess að nokkurt tillit hafi verið tekið til verndar fiskistofna. Talið er að fiskveiðar við strendur landsins hafi gefið af sér 350 milljón dollara aflaverð- mæti árlega án þess að nokkur hluti þess hafi orðið eftir í Namibíu. Sérfræðingar SÞ hafa lagt itl að ný stjórn hæfi endurreisnarstarfið með því að lýsa yfir 200 mílna fiskveiðilögsögu og beina síðan fiskveiðum inn á aðrar brautir sem tryggi endurnýjun verðmætustu fiskstofnanna. Allt þetta þróunarverkefni er talandi dæmi um það hvernig háþróuð tækni getur orðiö vanþróuðum þjóðum að liði í viðleitni þeirra til þess að verða sjálfum sér nógar. 35

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.