Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1981, Qupperneq 39

Frjáls verslun - 01.09.1981, Qupperneq 39
orlent TÖLVURí HÖNDUM \ I AFBROTAMANNA Lögreglan í Pennsylvania í Bandaríkjunum hefur nýlega komið upp um náunga sem var á góðri leið með að raka saman milljónum dollara með því að fara bakdyramegin inn í tölvukerfi Bell símafélags- ins. Maðurinn, en hann heitir John Thomas Draper, er orðinn að eins konar goðsögn t Bandaríkjunum. Hann hefur lagt símafélög í einelti svo árum skiptir og er kallaður „símtækjadellumaður“. Hann fann upp tæki sem hann kallaði „bláa kassann" en með því gat hann hringt langlínusamtöl hvert sem er án þess að greiða cent fyrir. Draper hafði komið sér fyrir í sumarbústað inni í skógf í nágrenni Cresco í Penn- sylvania. Þar tengdi hann Superbrain tölvu við bláa kassann og bjó sér til forrit sem gerði honum kleift að ná sambandi við sérstök númer sem Bell símafélagið úthlutar fyrirtækjum til þess að tölvur þeirra geti símsent peninga á milli ýmissa aðila. Þessi númer eru vernduð með fjögurra stafa forlykll sem enginn á að þekkja nema það fyrirtæki sem því er úthlutað. Forrit Drapers gekk út á þaö aö prófa þessi 10 þúsund forlykla og lét hann tölvuna prófa númerin í 6 sekúndur í senn. Hann hafði reiknað út að það tæki tölvuna 16 klukkustundir að finna forlyklana og í for- ritinu var þannig gengið frá hlutunum að í hvert sinn sem tölvan náði sambandi um bláa kassann skrifaði hún „whoopee" áskerminn. Símafélagið reyndist þó ekki með öllu berskjaldaö þar sem svo vildi til að fá slík númer voru í notkun í bænum Cresco. Starfsmenn þess tóku brátt eftir því að hringingum í þessi ákveðnu númer tók að fjölga grunsamlega frá þessum eina stað og þeim tókst að rekja sporin að sumarbústaðnum þar sem Draper stundaði iðju sína af kappi. Einn laugardagsmorgun umkringdi lögreglan sum- arbústaðinn og rannsakaöi staðinn. Drapervartekinn fastur og hald lagt á tölvubúnaðinn. Þá kom í Ijós að Draper haföi undir höndum 40 diskettur með ýmiss konar forritum sem engin leið var að gera sér ná- kvæmlega grein fyrir til hvers voru ætluð þótt lög- regluna grunaði að þau væru eitthvað annað og meira en venjuleg tölvuspil eða leikir. Þótt augljóst væri að Draper hefði brotiö gegn lög- um um símanotkun reyndist engan veginn mögulegt að sanna hve mikið fé honum hafði þegar áskotnast með tölvunni áður en hann var staðinn að verki. Illar tungur sögðu að símafélagið hefði ekki þorað að gefa upplýsingar um það atriöi af hræðslu viö að missa stóra viðskiptaaðila fyrir bragðið. En hvað sem því líöur þá tókst ekki að fá Draper dæmdan fyrir annaö en símasvindl, þ.e. að hafa notað síma án þess að ætla sér að greiða fyrir það. Og það sem er ef til vill enn merkilegra var að lögreglan neyddist til að afhenda honum tölvuna og forritin aft- ur. Draper hlaut 3—6 mánaða fangelsisvist og hana notaði hann til þess að segja lögreglunni í Pennsyl- vania hvernig hægt væri að endurbæta verulega tölvukerfi hennar. 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.